Krefja Eir um styrki sem þeir telja að hafi verið misnotaðir Erla Hlynsdóttir skrifar 17. desember 2012 12:54 Hjúkrunarfélagið Eir verður krafið um endurgreiðslu styrkja. Stjórn framkvæmdastjóðs aldraðara ætlar að krefja hjúkrunarheimilið Eir um endurgreiðslu styrkja sem rökstuddur grunur er fyrir að hafi verið misnotaðir. Eir fékk um hálfan milljarð króna í styrki frá sjóðnum á síðasta áratug. Framkvæmdastjóður aldraðra er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem skattstjórar leggja á alla skattskylda Íslendinga á aldrinum 16-70 ára. Sjóðurinn heyrir undir velferðarráðuneytið og framlag úr honum telst vera ríkisframlag. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra annast stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Nefndin fundaði fyrir helgi þar sem meðal annars málefni Eirar voru rædd, að ósk Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt lögum skal framkvæmdastjóður aldraðra stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Styrkir úr sjóðnum skal nýta til byggingar og viðhalds húsnæðis, samkvæmt ákveðnum skilmálum. Óheimilt er að nota styrkina í annað en þeir eru veittir til. Á fundinum kom fram að hluti styrkja sem Eir hefur tekið við, var notaður í annað en reglur segja til um. Nema þessir styrkir einhverjum milljónum króna og var samþykkt á fundinum að krefjast endurgreiðslu. Þá var einnig samþykkt að fara ítarlega yfir samskipti framkvæmdastjóðsins og Eirar, hvað varðar fjárveitingar úr sjóðnum, með það fyrir augum að upplýsa hvort fleiri styrkir hafi verið misnotaðir. Á árunum 2000 til 2010 fékk Eir tæpar 486 milljónir króna í styrki frá sjóðnum, eða um hálfan milljarð. Eir er þar með í fimmta sæti yfir stofnanir og félög sem mesta styrki fengu á tímabilinu úr framkvæmdasjóðnum. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Stjórn framkvæmdastjóðs aldraðara ætlar að krefja hjúkrunarheimilið Eir um endurgreiðslu styrkja sem rökstuddur grunur er fyrir að hafi verið misnotaðir. Eir fékk um hálfan milljarð króna í styrki frá sjóðnum á síðasta áratug. Framkvæmdastjóður aldraðra er fjármagnaður með sérstöku gjaldi sem skattstjórar leggja á alla skattskylda Íslendinga á aldrinum 16-70 ára. Sjóðurinn heyrir undir velferðarráðuneytið og framlag úr honum telst vera ríkisframlag. Samstarfsnefnd um málefni aldraðra annast stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. Nefndin fundaði fyrir helgi þar sem meðal annars málefni Eirar voru rædd, að ósk Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaganefndar. Samkvæmt lögum skal framkvæmdastjóður aldraðra stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um land allt. Styrkir úr sjóðnum skal nýta til byggingar og viðhalds húsnæðis, samkvæmt ákveðnum skilmálum. Óheimilt er að nota styrkina í annað en þeir eru veittir til. Á fundinum kom fram að hluti styrkja sem Eir hefur tekið við, var notaður í annað en reglur segja til um. Nema þessir styrkir einhverjum milljónum króna og var samþykkt á fundinum að krefjast endurgreiðslu. Þá var einnig samþykkt að fara ítarlega yfir samskipti framkvæmdastjóðsins og Eirar, hvað varðar fjárveitingar úr sjóðnum, með það fyrir augum að upplýsa hvort fleiri styrkir hafi verið misnotaðir. Á árunum 2000 til 2010 fékk Eir tæpar 486 milljónir króna í styrki frá sjóðnum, eða um hálfan milljarð. Eir er þar með í fimmta sæti yfir stofnanir og félög sem mesta styrki fengu á tímabilinu úr framkvæmdasjóðnum.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira