Innlent

Villtar kanínur valda tjóni

GS skrifar
Kanína.
Kanína.
Villtum kanínum fer ört fjölgandi á bæjum í grennd við Selfoss og eru þær farnar að valda tjóni. Bændur eru ráðalusir og ekkert þýðir að siga hundum á þær, því þær stinga þá af eins og ekkert sé.

Það fór að bera á kanínum í vor á bæjum austan við Selfoss, en síðan hefur þeim fjölgað ört. Sumar búa um sig í hraungjótum, en nú eru þær farnar að leggjast á heyrúllur við bæina Þær éta sig inn í rúllurnar og búa svo þar. Þá narta þær í rúllur til að fá sér tuggu, en ef plastið utan um heyið er rofið, kemst loft að heyinu og það tekur að rotna. Það er tilfinnanlegt tjón því gangverð á svona rúllum er um 12 þúsund krónur.

Einhverjir bændur hafa reynt að veiða þær í gildrur, en það hefur ekki skilað góðum árangri, það er eins og kanínurnar sjái við gildrunum, eins og einn bóndinn orðaði það við Fréttastofu Hann óttast að í svona árferði og góð búsetuskilyrði i heyrúllunum, fjölgi þær sér allt árið og að þetta geti orðið að alvarlegri plágu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×