Fleiri fréttir

Gætum þurft að semja tvisvar um sjávarútveginn

Hugsanlega þurfa Íslendingar að semja tvisvar um sjávarútvegsmál fari svo að Evrópusambandið breyti löggjöf sinni eftir að búið er að semja um málaflokkinn, en kafli um sjávarútveg í viðræðum við sambandið verður opnaður á síðari hluta þessa árs.

Eldur í Lundi

Slökkviliðið var kallað að veislusalnum Lundi í Kópavogi nú um tvöleytið. Þar hafði eldur læst sig í millivegg, en talið er að eldurinn hafi kveiknað út frá kerti eða kertaskreytingu. Einn slökkviliðsbíll var sendur á staðinn og greiðlega gekk að slökkva hann.

Elín býður sig ekki fram

Elín Hirst fjölmiðlakona hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Elín sendi fjölmiðlum fyrir stundu. Þar segir að hún hafi á undanförnum vikum hugleitt framboð og margir hafi hvatt hana til slíks.

Allt snævi þakið á Ísafirði

Allt er snævi þakið á Ísafirði, þar sem þessi mynd var tekin í morgun. Snjókoman hófst seinnipartinn í gær og snjóaði í alla nótt samkvæmt upplýsingum Vísis. Vegir á Vestfjörðum eru illfærir. Snjóþekja eða krapi er víða á Vestfjörðum. Hálka og óveður er á Gemlufallsheiði og slæmt ferðaveður. Beðið er með mokstur á Klettshálsi vegna veðurs. Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði eru enn ófærar.

Tafir á flugi

Ekkert hefur verið flogið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í dag en hátíðin Aldrei fór ég suður fór fram þar um helgina og er þar víst staddur fjöldi fólks sem vill komast til síns heima. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands er flug til Akureyrar og Egilsstaða hins vegar á áætlun.

Of feitar konur virðast líklegri til að eignast einhverf börn

Konur sem eru of feitar, sykursjúkar eða með of háan blóðþrýsting á meðgöngu geta verið um 60% líklegri til þess að eignast börn með einhverfu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem verður birt í maíhefti læknatímaritsins Pediatrics. Paula Krakowiak, doktorsnemi í faraldsfræði við Kalíforníuháskóla, vinnur rannsóknina. Hún segir að þótt sýnt hafi verið fram á einhver tengsl á milli heilsu móður á meðgöngu og einhverfu sé enn ekkert hægt að fullyrða um að heilsubrestir móður geti beinlínis orsakað einhverfu.

Skíðasvæði víða opin

Opið er í Hlíðarfjalli, Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Í Hlíðarfjalli er opið til klukkan fjögur en í Bláfjöllum og Skálafelli til klukkan fimm. Gott skíðaveður er á öllum svæðunum, heiðskýrt og hitastig í kringum mínus tvær nema í Skálafelli þar sem er rétt undir frostmarki. Þeir sem eiga eftir að fara í messu yfir páskana geta slegið tvær flugur í einu höggi því hin árlega páskamessa verður haldin við Bláfjallaskála klukkan eitt þar sem séra Pálmi Matthíasson messar.

Tveir gistu fangageymslur á Akureyri

Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri eftir nóttina. Annar var tekinn fyrir rúðubrot en hinn fyrir minniháttar líkamsárás. Lögreglan á Akureyri segir að skemmtanahald næturinnar hafi að öðru leyti farið vel fram.

Spilað stanslaust í fimm vikur - farin að upplifa frægðina

Nýjasta plata íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men seldist í meira en fjörutíu þúsund eintökum á útgáfudegi í Bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar, sem nú eru á tónleikaferðalagi vestanhafs, segjast vera farnir að upplifa frægðina.

Bónorð á Aldrei fór ég suður

"Það er ást á Aldrei fór ég suður," sagði Sverrir Örn Ingólfsson, unnusti. "Ég verð bara að gera þetta núna. Halldóra Gunnlaugsdóttir, viltu giftast mér?"

Karl biskup flutti sína síðustu páskapredikun í dag

Karl Sigurbjörnsson, biskup, flutti sína síðustu páskahátíðarpredikun í Dómkirkjunni í morgun en hann lætur af embætti í sumar. Hann segir það hafa verið gleðilegt að fá að flytja þjóðinni boðskapinn í gegnum árin.

Tannlæknar uggandi yfir munntóbaksnotkun

Tannlæknar sjá í auknu mæli illa farið tannhold vegna munntóbaksnotkunar. Þeir eru uggandi yfir þróuninni og óttast þau vandamál sem kunna að koma upp þegar fram líða stundir.

Erfið staða hjá Samkeppniseftirlitinu

Fjárheimildir Samkeppniseftirlitsins hafa dregist saman um átta prósent á sama tíma og málafjöldi hefur aukist um áttatíu prósent. Þessi staða gengur ekki upp til lengdar, segir forstjóri eftirlitsins.

Áhyggjuefni að færri feður fari í fæðingarorlof

Velferðarráðherra segir það áhyggjuefni að feðrum sem taka fæðingarorlof fari fækkandi. Verið sé að skoða að hækka aftur hámarksgreiðslur Fæðingarorlofssjóðs til að bregðast við þessu.

Karl segir siðferðisgildin ekki horfin úr þjóðarvitundinni

Hátíðarguðsþjónustum er nú að ljúka um allt land, en í Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands, predikaði í Dómkirkjunni klukkan átta í morgun. Þar sagði hann gömlu, góðu siðferðisgildin ekki horfin úr vitund þjóðarinnar.

Danir vilja pólitískan fanga heim

Utanríkisráðherra Danmerkur, Villy Soevndal, hefur óskað eftir því að yfirvöld í Barein framselji pólitíska fangann Abdul al-Khawaja til Danmerkur.

Lítið skíðafæri á landinu í dag

Nánast ekkert skíðafæri er á landinu í dag. Lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli sem og í Oddskarði en þar er rigning og mjög blautur snjór.

Óvissa ríkir um vopnahlé í Sýrlandi

Mikil óvissa ríkir um vopnahlé sem á að hefjast í Sýrlandi eftir tvo daga eftir að stjórnvöld í landinu kröfðust þess að stjórnarandstaðan undirriti skriflega yfirlýsingu um vopnahléið.

Morðingja leitað í Oklahoma

Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum leitar nú að karlmanni sem skaut fimm manns, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa í gær.

Þriggja ára og berst við illkynja æxli

"Hún er harkan og fæst ekki til að liggja í rúminu" segir móðir Emmu Lindar Aðalsteinsdóttur þriggja ára stúlku sem berst nú við illkynja æxli. Frændi mæðgnanna heldur styrktartónleika í kvöld enda ekki annað hægt fyrir jafn æðislega frænku.

Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í Lottóinu í kvöld. Vinningstölurnar voru 6, 7, 14, 29, 39 og bónustalan var 3.

"Fjölmörg krabbameinsvaldandi efni í munntóbaki"

Læknir óttast áhrif mikillar notkunnar ungmenna á nef- og munntóbaki. Um sé að ræða gríðarlega heilspillandi efni sem sannað sé að valdi sjúkdómum. Þá fylgi notkuninni mjög sterk fíkn.

Feður fara sjaldnar í fæðingarorlof

Feðrum sem taka fæðingarorlof heldur áfram að fækka en á milli áranna 2010 og 2011 fækkaði þeim um 10 prósent. Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs segir marga feður ekki hafa tök á því að fara í fæðingarorlof eftir að hámarksgreiðslur sjóðsins voru lækkaðar.

Rokkhátíð Alþýðunnar heillar

Fólk á öllum aldri er nú statt í KNH-skemmunni á Ísafirði á rokkhátíð Alþýðunnar, Aldrei fór ég suður. Hátíðarhöldin gengu vel í gær og lítið sem ekkert að gera hjá Lögreglunni fyrir vestan.

Búið að opna Hafnarfjarðarveg

Búið er að opna Hafnarfjarðarveg á ný. Loka þurfti veginum vegna umferðaslyss sem átti sér stað á fjórða tímanum í dag.

Þóra náði lágmarksfjölda undirskrifta

Þóra Arnórsdóttir hefur náð lágmarksfjölda undirskrifta í öllum landshlutum vegna forsetaframboðs síns. Stuðningsmenn Þóru hófu söfnun meðmælenda í morgun.

Rífandi stemning á Aldrei fór ég suður

Tónlistarhátíðin "Aldrei fór ég suður" er nú haldin í níunda sinn á Ísafirði. Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíðarinnar, segir að mun fleiri hafi sótt hátíðina nú en fyrri ár.

Hrísey verður heimili hamingjusamra landnámshæna

Hugvitssamir Hríseyjingar hyggjast nú koma á fót eggjabúi í eyjunni með hátt í þúsund íslenskum landnámshænum. Hugmyndin er að nýta gamla einangrunarstöð fyrir svín undir hænurnar.

"Það er eitthvað skringilegt við þetta kerfi"

Fyrrum sveitarstjóri Dalabyggðar og Bolungarvíkur segir aflaverðmæti útgerðarfyrirtækjanna skila sér að litlu leyti til samfélagana úti á landi. Peningar flæði til að mynda í gegnum Bolungarvík, en þar hafi ekki verið malbikuð gata um árabil.

Hægri grænir fagna rammaáætlun

Hægri grænir, flokkur fólksins, fagnar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi.

Stuðningsmenn Þóru safna undirskriftum í dag

Stuðningsmenn Þóru Arnórsdóttur hófu söfnun meðmælenda í morgun vegna forsetaframboðs hennar. Söfnun fer fram um allt land taka um það bil 320 manns þátt í henni.

Færð víðast hvar góð

Vegir eru auðir á Suðurlandi og Vesturlandi. Sama er að segja um vegi á Vestfjörðum. Þeir vegir sem opnir eru greiðfærir en Dynjandisheiði og Hrafnseyrar heiðir eru enn ófærar eftir veturinn.

Víða gott skíðafæri í dag

Á Ísafirði verða skíðasvæðin opin frá klukkan tíu til fimm en í Seljarlandsdal fer fram keppni í hinni svokölluðu hótelgöngu og hefst hún klukkan tíu og stendur til hálf tólf.

Rólegt á Ísafirði í nótt

Rólegt var hjá lögreglunni á Ísafirði í nótt en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hófst þar í gær. Samkvæmt varðstjóra er bærinn troðfullur af fólki - það er þó ekk vitað með hversu margir hafa sótt Ísafjarðarbæ heim þetta árið. Fyrir utan eitt ölvunarakstursmál og tvö smávægileg fíkniefnabrot var fólk almenn rólegt að sögn varðstjóra.

Hafnarfjarðarvegur lokaður

Umferðarslys varða á Hafnarfjarðarvegi í Engidal, vestan Lyngás um klukkan 16:10 í dag. Hafnarfjarðarvegur verður lokaður á gatnamótum við Lækjarfit - Lyngás í báðar áttir í óákveðinn tíma.

Sjá næstu 50 fréttir