Innlent

Þriggja saknað eftir brotlendingu í Virginíu

Frá vettvangi í Virginíu.
Frá vettvangi í Virginíu. mynd/AP
Þriggja er saknað eftir að bandarísk F-18 herþota hrapaði í íbúðarhverfi í Virginíu í gær. Að minnsta kosti sjö særðust.

Ástæða brotlendingarinnar er ókunn. Grunur leikur á að stórfelld bilun hafi orðið í stýrikerfi þotunnar en þetta hefur ekki verið staðfest.

Stuttu eftir að þotan hrapaði bárust fregnir af því að eldsneyti hafi rignt yfir nálæg íbúðahverfi. Talsmaður Bandaríska hersins hefur staðfest þetta. Talið er að flugmennirnir hafi reynt að tæma eldsneytisgeyma þotunnar áður en hún hrapaði.

Mynd sem íbúi í Virginíu náði af herþotunni.mynd/Zacp Zapatero
Tveir flugmenn voru í þotunni - nemandi og leiðbeinandi. Þeir skutu sér út áður en vélin hrapaði og komust lífs af. Þeir særðust þó og er nú hlúð að sárum þeirra á sjúkrahúsi.

Mikill eldur myndaðist þegar þotan hrapaði. Slökkviliðsmenn börðust við eldhafið í nokkrar klukkustundir en tókst loks að ráða niðurlögum eldsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×