Innlent

Morðingja leitað í Oklahoma

Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum leitar nú að karlmanni sem skaut fimm manns, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa í gær.

Árásarmaðurinn, sem er hvítur á hörund, keyrði um hverfi þeldökkra á sendiferðarbifreið og spurði fólkið, fimm karlmenn og eina konu, til vegar áður en hann lét til skara skríða.

Lögregla útilokar ekki að maðurinn eigi sér vitorðsmann eða menn.

Hún telur að morðin tengist kynþáttahatri og eru íbúar hverfisins sagðir skelfingu lostnir þar sem morðinginn gengur enn laus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×