Innlent

Víða gott skíðafæri í dag

Á Ísafirði verða skíðasvæðin opin frá klukkan tíu til fimm en í Seljarlandsdal fer fram keppni í hinni svokölluðu hótelgöngu og hefst hún klukkan tíu og stendur til hálf tólf.

Opið verður í Hlíðarfjalli frá klukkan níu til fjögur og er færðin sögð betri en í gær vegna næturfrosts.

Nóg verður um að vera á skíðasvæðinu Oddsskarði en þar verður opið frá tíu til fimm og átta til ellefu í kvöld. Tíróla stemning verður ríkjandi í fjallinu allan daginn. Risastórsvig í minningu Gunnars Ólafssonar hefst klukkan eitt og páskaeggjamótið klukkan tvö. Í tilkynningu frá skíðamiðstöðinni segir að það sé vorfæri í austfirsku ölpunum eins og svæðið er oft nefnt.

Skíðasvæðið í Tindastól verður opið frá 10 til 16 í dag. Frábært færi er í Tindastól og nægur snjór.

Skíðasvæðið í Skarðsdal, Siglufirði, verður svo opið frá tíu til fjögur en þar er ágætis skyggni en von á rigningu seinnipartinn.

Við höfuðborgina verður lokað í Bláfjöllum sem og Skálafelli en þar er svartaþoka og sér vart út úr augum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×