Innlent

Rífandi stemning á Aldrei fór ég suður

mynd/Stefán
Tónlistarhátíðin „Aldrei fór ég suður" er nú haldin í níunda sinn á Ísafirði. Jón Þór Þorleifsson, rokkstjóri hátíðarinnar, segir að mun fleiri hafi sótt hátíðina nú en fyrri ár.

Ekkert aðgangsgjald er á hátíðina og hefur stjórnendum hennar því reynst erfitt að henda reiðu á fjölda hátíðargesta. „Aldrei fór ég suður" hófst í gær og lýkur í kvöld.

Þá munu Dúkkulísurnar og Retro Stefson stíga á stokk ásamt fleirum og skemmta gestum. Jón Þór segir að hátíðin sé afar sérstakt fyrirbæri og lýsir henni sem bæjarhátíð með tónlistarívafi.

Nóttin var nær tíðindalaus hjá lögreglunni á Ísafirði. Fyrir utan eitt ölvunarakstursmál og tvö smávægileg fíkniefnabrot var fólk almennt rólegt að sögn varðstjóra lögreglunnar.

Þeir sem ekki komast á Ísafjörð þetta árið geta fylgst með beinni útsendingu frá hátíðinni á vefsíðu Inspired by Iceland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×