Innlent

Lítið skíðafæri á landinu í dag

mynd/Fjallabyggð
Nánast ekkert skíðafæri er á landinu í dag. Lokað er í Bláfjöllum og Skálafelli sem og í Oddskarði en þar er rigning og mjög blautur snjór.

Skíðasvæðið Böggvisstaðafjalli í Dalvík er einnig lokað og sömu sögu er að segja af ísfirska skíðasvæðinu Tungudal en möguleiki er á að gönguskíðasvæðið í Seljarlandsdal verði opnað síðar í dag.

Skíðaáhugamenn í Fjallabyggð geta hins vegar glaðst þar sem skíðasvæðið í Skarðsdal verður opið í dag frá tíu til fjögur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×