Innlent

Danir vilja pólitískan fanga heim

Handtöku Abduls var víða mótmælt í Barein.
Handtöku Abduls var víða mótmælt í Barein. mynd/AP
Utanríkisráðherra Danmerkur, Villy Soevndal, hefur óskað eftir því að yfirvöld í Barein framselji pólitíska fangann Abdul al-Khawaja til Danmerkur.

Abdul var nýlega dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir tengsl sín við andspyrnuhreyfingu Shía múslima í Barein.

Hann var sakaður um að hafa reynt að steypa konungsfjölskyldu landsins af stóli en þau eru Súnní múslimgar.

Abdul er danskur ríkisborgari og hafa yfirvöld því farið fram á að hann verði framseldur. Þá hafa nokkur mannréttindasamtök óskað eftir því að Abdul verði sleppt.

Síðustu 58 daga hefur Abdul veri í hungurverkfalli og var hann fluttur á sjúkrahús í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×