Innlent

Tíðindalaus páskahelgi hjá lögreglunni

mynd/Anton Brink
Nóttin var hin rólegasta hjá lögreglunni um allt land, og engar upplýsingar hafa borist um neitt stórvægilegt.

Nokkuð var um ölvun á hinum ýmsu stöðum, til að mynda á Ísafirði þar sem rokkhátíðin Aldrei fór ég suður er nú haldin, en allt fór þar fram með friðsamlegum hætti.

Þá var ekki annað að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en að líta eftir skemmtanahaldi í heimahúsum og biðja húsráðendur um að lækka í græjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×