Innlent

Tilfinningaþrungin stund í Aþenu

mynd/AP
Það var tilfinningaþrungin stund í Aþenu í dag þegar Dimitri Christoula var borinn til grafar.

Dimitri, sem var 77 ára gamall lyfjafræðingur á eftirlaunum, svipti sig lífi á Syntagma-torgi í Aþenu fyrr í vikunni.

Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan þinghús borgarinnar í kjölfarið. Það sló síðan í brýnu með mótmælendum og lögreglu seinna um daginn.

Dimitri lést af skotsárum. Á miða sem hann skildi eftir á torginu kom fram að hann vildi heldur deyja með reisn en að lifa á götunni.

Hundruð manna voru viðstaddir jarðarförina í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×