Innlent

Rólegt á Ísafirði í nótt

Rólegt var hjá lögreglunni á Ísafirði í nótt en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hófst þar í gær. Samkvæmt varðstjóra er bærinn troðfullur af fólki - það er þó ekk vitað með hversu margir hafa sótt Ísafjarðarbæ heim þetta árið. Fyrir utan eitt ölvunarakstursmál og tvö smávægileg fíkniefnabrot var fólk almenn rólegt að sögn varðstjóra.

Karlmaður á tvítugsaldri veittist að dyravörðum á skemmtistað á Egilsstöðum um þrjúleytið í nótt þegar þeir reyndu að vísa honum út vegna óláta. Lögreglan var kölluð til og fékk ungi maðurinn að sofa úr sér áfengisvímu í fangageymslum hennar.

Karlmaður var stöðvaður í Borgarnesi í nótt grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit lögreglu fannst lítilræði af fíkniefnum á farþega og var það gert upptækt. Þá var einn stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur á Siglufirði og lögreglan á Selfossi stöðvaði för ökumanns vegna gruns um ölvunarakstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×