Hægri grænir fagna rammaáætlun 7. apríl 2012 11:55 Guðmundur Franklín Jónsson Hægri grænir, flokkur fólksins, fagnar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi. Í ályktuninni segir að flokkurinn styðji virkjanir í neðri hluta Þjórsár, það er Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun, Hvammsvirkjun og vill halda þeim í orkunýtingarflokki. „Landið í kringum þessar virkjanir er í byggð og því eru náttúruspjöll í lágmarki, einnig eru þessar virkjanir rennslisvirkjanir sem falla vel inn í umhverfið," segir í ályktuninni. Hægri grænir vilja bjóða út nýtingarrétt og rekstur á virkjunum í 32.5 ár með framlengingarmöguleika. „Allt orðagjálfur öfga-umhverfissinna ber að taka með korni af salti," segir einnig í ályktuninni. „Eru menn minnugir þess þegar þetta sama fólk mótmælti byggingu Ráðhússins við Tjörnina, en þá hélt þessi hópur því fram að endurnar hyrfi og annað fuglalíf við Tjörnina myndi leggjast af." Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan:Ályktunin í heild sinniHægri grænir, flokkur fólksins ályktar að fagna beri því að loksins hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í ágúst 2011 voru drög að þingsályktunartillögunni send í 12 vikna opið samráðs- og kynningarferli og bárust yfir 200 athugasemdir. Flokkurinn er hlynntur virkjunum í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun, Hvammsvirkjun og vill halda þeim í orkunýtingarflokki. Landið í kringum þessar virkjanir er í byggð og því náttúruspjöll í lágmarki, einnig eru þessar virkjanirnar rennslisvirkjanir sem falla vel inn í umhverfið. Að sjálfsögðu verður að taka tillit til lax og silungsveiði í ánni, en þess má geta að veiði stórjókst í Blöndu með tilkomu Blöndurvirkjunar. Allt orðagjálfur öfga-umhverfissinna ber að taka með korni af salti og eru menn minnugir þess þegar þetta sama fólk mótmælti byggingu Ráðhússins við Tjörnina, en þá hélt þessi hópur því fram að endurnar hyrfu og annað fuglalíf við Tjörnina myndi leggjast af.Flokkurinn vill bjóða út nýtingarréttinn og rekstur á þessum virkjunum í 32,5 ár með framlengingarmöguleika eins og vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gerði með HS Orku. Það er kominn tími til þess að skattborgarar hætti að taka áhættu af virkjanaframkvæmdum eins og hingað til hefur verið og þessi verkefni boðin út á evrópska efnahagssvæðinu og sett í einkaframkvæmd. Þá getur þjóðin loksins fengið langþráða auðlindarentu beint til sín með innheimtu ríkulegs auðlindagjalds. Sigurð Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar segir: „Þegar meta á hugsanleg áhrif fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá verður að líta til þess að Þjórsá er mikið breytt af mannavöldum. Fimm virkjunum þar fylgja mörg miðlunarlón og veitur. Þetta hefur gerbreytt eiginleikum árinnar. Rennsli er mun stöðugra og jökulsvifaur minni. Þetta hefur bætt skilyrði fyrir flestar lífverur í ánni og birtist meðal annars í meiri laxaframleiðslu og laxveiði. Með fiskvegi við fossinn Búða tvöfölduðust búsvæði fyrir lax. Lax er enn að nema þar land og á því laxgengd í Þjórsá enn eftir að aukast. Fyrirhugaðar virkjanir í neðri Þjórsá eru þrjár. Sú efsta er Hvammsvirkjun, sú næsta er Holtavirkjun, báðar ofan við náttúrulegt fiskgengt svæði Þjórsár. Sú neðsta er Urriðafossvirkjun.{….}Hvað vatnalífríki varðar í neðri Þrórsá voru sett skilyrði að greið leið yrði fyrir fisk upp ána og að fiskvegir væru byggðir yfir alla stíflugarða, lágmarksvatn yrði alltaf á farvegum neðan við stíflur svo að vatnalíf þrifist þar og að fært yrði fyrir fisk. Þá voru sett skilyrði um að búnaður væri settur í stíflu Urriðafossvirkjunar til að seiði kæmust þar ósködduð niður ána og til sjávar. Í rannsóknunum Veiðimálastofnunar var lífríki Þjórsár kortlagt og metin áhrif fyrirhugaðra virkjana og bent á mögulegar mótvægisaðgerðir." Sigurður heldur áfram og segir: „Meginniðurstöður rannsóknanna voru að í Þjórsá er ríkulegt lífríki. Víða eru góð búsvæði fyrir laxfiskaseiði og talsvert uppeldi lax og urriða er í Þjórsá og í Kálfá. Ofan við fossinn Búða er vaxandi uppeldi laxa en fiskvegur var byggður þar árið 1991.{….}Möguleg stærð laxastofnsins í Þjórsá mun minnka vegna tapaðra búsvæða sem fara undir lón. Á móti kemur að landnám lax ofan við fossinn Búða á enn eftir að aukast. Án mótvægisaðgerða (fiskvega) myndu virkjanirnar loka aðgengi að búsvæðum ofan þeirra. Gert er ráð fyrir fiskvegum fram hjá öllum stíflum. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir svokallaðri seiðafleytu við Urriðafossvirkjun. Slíkar fleytur byggja á því að laxfiskar á leið til sjávar nýta sér yfirborðsstraum og fylgja honum niður ár og leitast við að fara yfirhindranir. Ef aðgerðir til að tryggja göngur fiska upp og niður virka sem skyldi mun áfram verða sterkur laxastofn í Þjórsá. Afar ólíklegt er að hann hverfi eins og haldið hefur verið fram." Heimild: Fréttablaðið/ www.veidimal.is Fh. stjórnar Hægri grænna, flokks fólksinsGuðmundur Franklín Jónsson, formaður Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Hægri grænir, flokkur fólksins, fagnar rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem nú hefur verið lögð fram á Alþingi. Í ályktuninni segir að flokkurinn styðji virkjanir í neðri hluta Þjórsár, það er Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun, Hvammsvirkjun og vill halda þeim í orkunýtingarflokki. „Landið í kringum þessar virkjanir er í byggð og því eru náttúruspjöll í lágmarki, einnig eru þessar virkjanir rennslisvirkjanir sem falla vel inn í umhverfið," segir í ályktuninni. Hægri grænir vilja bjóða út nýtingarrétt og rekstur á virkjunum í 32.5 ár með framlengingarmöguleika. „Allt orðagjálfur öfga-umhverfissinna ber að taka með korni af salti," segir einnig í ályktuninni. „Eru menn minnugir þess þegar þetta sama fólk mótmælti byggingu Ráðhússins við Tjörnina, en þá hélt þessi hópur því fram að endurnar hyrfi og annað fuglalíf við Tjörnina myndi leggjast af." Hægt er að lesa ályktunina í heild sinni hér fyrir neðan:Ályktunin í heild sinniHægri grænir, flokkur fólksins ályktar að fagna beri því að loksins hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Í ágúst 2011 voru drög að þingsályktunartillögunni send í 12 vikna opið samráðs- og kynningarferli og bárust yfir 200 athugasemdir. Flokkurinn er hlynntur virkjunum í neðri hluta Þjórsár, þ.e. Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun, Hvammsvirkjun og vill halda þeim í orkunýtingarflokki. Landið í kringum þessar virkjanir er í byggð og því náttúruspjöll í lágmarki, einnig eru þessar virkjanirnar rennslisvirkjanir sem falla vel inn í umhverfið. Að sjálfsögðu verður að taka tillit til lax og silungsveiði í ánni, en þess má geta að veiði stórjókst í Blöndu með tilkomu Blöndurvirkjunar. Allt orðagjálfur öfga-umhverfissinna ber að taka með korni af salti og eru menn minnugir þess þegar þetta sama fólk mótmælti byggingu Ráðhússins við Tjörnina, en þá hélt þessi hópur því fram að endurnar hyrfu og annað fuglalíf við Tjörnina myndi leggjast af.Flokkurinn vill bjóða út nýtingarréttinn og rekstur á þessum virkjunum í 32,5 ár með framlengingarmöguleika eins og vinstri stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar gerði með HS Orku. Það er kominn tími til þess að skattborgarar hætti að taka áhættu af virkjanaframkvæmdum eins og hingað til hefur verið og þessi verkefni boðin út á evrópska efnahagssvæðinu og sett í einkaframkvæmd. Þá getur þjóðin loksins fengið langþráða auðlindarentu beint til sín með innheimtu ríkulegs auðlindagjalds. Sigurð Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar segir: „Þegar meta á hugsanleg áhrif fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá verður að líta til þess að Þjórsá er mikið breytt af mannavöldum. Fimm virkjunum þar fylgja mörg miðlunarlón og veitur. Þetta hefur gerbreytt eiginleikum árinnar. Rennsli er mun stöðugra og jökulsvifaur minni. Þetta hefur bætt skilyrði fyrir flestar lífverur í ánni og birtist meðal annars í meiri laxaframleiðslu og laxveiði. Með fiskvegi við fossinn Búða tvöfölduðust búsvæði fyrir lax. Lax er enn að nema þar land og á því laxgengd í Þjórsá enn eftir að aukast. Fyrirhugaðar virkjanir í neðri Þjórsá eru þrjár. Sú efsta er Hvammsvirkjun, sú næsta er Holtavirkjun, báðar ofan við náttúrulegt fiskgengt svæði Þjórsár. Sú neðsta er Urriðafossvirkjun.{….}Hvað vatnalífríki varðar í neðri Þrórsá voru sett skilyrði að greið leið yrði fyrir fisk upp ána og að fiskvegir væru byggðir yfir alla stíflugarða, lágmarksvatn yrði alltaf á farvegum neðan við stíflur svo að vatnalíf þrifist þar og að fært yrði fyrir fisk. Þá voru sett skilyrði um að búnaður væri settur í stíflu Urriðafossvirkjunar til að seiði kæmust þar ósködduð niður ána og til sjávar. Í rannsóknunum Veiðimálastofnunar var lífríki Þjórsár kortlagt og metin áhrif fyrirhugaðra virkjana og bent á mögulegar mótvægisaðgerðir." Sigurður heldur áfram og segir: „Meginniðurstöður rannsóknanna voru að í Þjórsá er ríkulegt lífríki. Víða eru góð búsvæði fyrir laxfiskaseiði og talsvert uppeldi lax og urriða er í Þjórsá og í Kálfá. Ofan við fossinn Búða er vaxandi uppeldi laxa en fiskvegur var byggður þar árið 1991.{….}Möguleg stærð laxastofnsins í Þjórsá mun minnka vegna tapaðra búsvæða sem fara undir lón. Á móti kemur að landnám lax ofan við fossinn Búða á enn eftir að aukast. Án mótvægisaðgerða (fiskvega) myndu virkjanirnar loka aðgengi að búsvæðum ofan þeirra. Gert er ráð fyrir fiskvegum fram hjá öllum stíflum. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir svokallaðri seiðafleytu við Urriðafossvirkjun. Slíkar fleytur byggja á því að laxfiskar á leið til sjávar nýta sér yfirborðsstraum og fylgja honum niður ár og leitast við að fara yfirhindranir. Ef aðgerðir til að tryggja göngur fiska upp og niður virka sem skyldi mun áfram verða sterkur laxastofn í Þjórsá. Afar ólíklegt er að hann hverfi eins og haldið hefur verið fram." Heimild: Fréttablaðið/ www.veidimal.is Fh. stjórnar Hægri grænna, flokks fólksinsGuðmundur Franklín Jónsson, formaður
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira