Innlent

Tafir á flugi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekkert hefur verið flogið á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar í dag en hátíðin Aldrei fór ég suður fór fram þar um helgina og er þar víst staddur fjöldi fólks sem vill komast til síns heima. Athugað verður með flug klukkan ellefu. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands er flug til Akureyrar og Egilsstaða hins vegar á áætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×