Áhyggjuefni að færri feður fari í fæðingarorlof 8. apríl 2012 12:30 Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Velferðarráðherra segir það áhyggjuefni að feðrum sem taka fæðingarorlof fari fækkandi. Verið sé að skoða að hækka aftur hámarksgreiðslur Fæðingarorlofssjóðs til að bregðast við þessu. Nýjar tölur frá Fæðingaorlofssjóði sýna að feðrum sem taka fæðingarorlof heldur áfram að fækka en á milli áranna 2010 og 2011 fækkaði þeim um 10%. Á sama tíma fækkaði mæðrum sem tóku fæðingarorlof um 5%. Vert er að hafa í huga að fæðingum fækkaði nokkuð á þessu tímabili en engu að síður fækkaði þeim feðrum sem tóku fæðingarorlof hlutfallslega mun meira en mæðrum. Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs segir marga feður ekki hafa tök á því að fara í fæðingarorlof eftir að hámarksgreiðslur sjóðsins voru lækkaðar. Þær voru hæstar 535 þúsund krónur í lok árs 2008 í upphafi árs 2010 voru þær orðnar 300 þúsund krónur. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir áhyggjuefni að feðrum sem taka fæðingarorlof sé að fækka. „Það er náttúrulega klár öfug þróun ef að karlmenn taka ekki fæðingarorlof í svipuðu mæli og ætlast var til í byrjun, en sú þróun var öll í rétta átt og karlmenn voru farnir að taka sinn þriðjung af fæðingarorlofinu. Það er náttúrulega mikið áhyggjuefni ef það breytist," segir Guðbjartur. „Við höfum raunar vitað það að í niðurskurðinum hefur þetta verið að breytast. Þess vegna höfum við verið að gera áætlanir um að snúa þessu til baka. Í raun hafa allir verið sammála um það. Við vorum í raun að fara í gegnum niðurskurðartímabil og aðlögun sem var óhjákvæmileg." Guðbjartur segir ráðuneytið nú skoða hvernig hægt sé að bregðast við þessu. Hann á von á að kynntar verði breytingar á fæðingarorlofinu samhliða fjárlagafrumvarpinu næsta haust. „Það má að vísu segja að þegar við skoðum þessar tölur undanfarin tvö ár þá vitum við ekki nákvæmlega hversu margir eru að bíða með sitt fæðingarorlof því menn mega taka það seinna en það er augljóst að það eru færri karlmenn sem eru að taka orlofið," segir Guðbjartur. „Og þá er bara spurning um að fara að hækka aftur viðmiðunarmörkin sem voru lækkuð verulega í samdrættinum. Við verum að gefa það til baka á einhverjum tíma. Við náum ekki að gera það allt á næsta ári." Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Velferðarráðherra segir það áhyggjuefni að feðrum sem taka fæðingarorlof fari fækkandi. Verið sé að skoða að hækka aftur hámarksgreiðslur Fæðingarorlofssjóðs til að bregðast við þessu. Nýjar tölur frá Fæðingaorlofssjóði sýna að feðrum sem taka fæðingarorlof heldur áfram að fækka en á milli áranna 2010 og 2011 fækkaði þeim um 10%. Á sama tíma fækkaði mæðrum sem tóku fæðingarorlof um 5%. Vert er að hafa í huga að fæðingum fækkaði nokkuð á þessu tímabili en engu að síður fækkaði þeim feðrum sem tóku fæðingarorlof hlutfallslega mun meira en mæðrum. Forstöðumaður Fæðingarorlofssjóðs segir marga feður ekki hafa tök á því að fara í fæðingarorlof eftir að hámarksgreiðslur sjóðsins voru lækkaðar. Þær voru hæstar 535 þúsund krónur í lok árs 2008 í upphafi árs 2010 voru þær orðnar 300 þúsund krónur. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, segir áhyggjuefni að feðrum sem taka fæðingarorlof sé að fækka. „Það er náttúrulega klár öfug þróun ef að karlmenn taka ekki fæðingarorlof í svipuðu mæli og ætlast var til í byrjun, en sú þróun var öll í rétta átt og karlmenn voru farnir að taka sinn þriðjung af fæðingarorlofinu. Það er náttúrulega mikið áhyggjuefni ef það breytist," segir Guðbjartur. „Við höfum raunar vitað það að í niðurskurðinum hefur þetta verið að breytast. Þess vegna höfum við verið að gera áætlanir um að snúa þessu til baka. Í raun hafa allir verið sammála um það. Við vorum í raun að fara í gegnum niðurskurðartímabil og aðlögun sem var óhjákvæmileg." Guðbjartur segir ráðuneytið nú skoða hvernig hægt sé að bregðast við þessu. Hann á von á að kynntar verði breytingar á fæðingarorlofinu samhliða fjárlagafrumvarpinu næsta haust. „Það má að vísu segja að þegar við skoðum þessar tölur undanfarin tvö ár þá vitum við ekki nákvæmlega hversu margir eru að bíða með sitt fæðingarorlof því menn mega taka það seinna en það er augljóst að það eru færri karlmenn sem eru að taka orlofið," segir Guðbjartur. „Og þá er bara spurning um að fara að hækka aftur viðmiðunarmörkin sem voru lækkuð verulega í samdrættinum. Við verum að gefa það til baka á einhverjum tíma. Við náum ekki að gera það allt á næsta ári."
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira