Innlent

Bónorð á Aldrei fór ég suður

„Það er ást á Aldrei fór ég suður," sagði Sverrir Örn Ingólfsson, unnusti. „Ég verð bara að gera þetta núna. Halldóra Gunnlaugsdóttir, viltu giftast mér?"

Svona kom Sverrir Rafn henni Halldóru á óvart í gær, en hann lét kunningja sína í Hljómsveitinni Reykjavík kalla hana upp á svið, þar sem hann bað hana um að giftast sér. Hann segist hafa verið búinn að hugsa um þetta í dágóðan tíma.

„Svo datt mér þetta bara í hug," segir Sverrir. „Það er hvergi betri staður en á Aldrei fór ég suður - þar er ástin."

Halldóra segist fyrst um sinn ekki hafa skilið hvað væri í gangi.

„Ég var svo lengi að átta mig á þessu," sagði Halldóra Gunnlaugsdóttir, unnusta. „Þegar nafnið mitt var kallað og ég boðuð upp á svið þá hélt ég að einhver önnur Halldóra ætti að stíga á svið. Síðan var mér bara ýtt upp á sviðið. Síðan var hann bara kominn á skeljarnar."

Og Halldóra tók blessunarlega vel í bónorðið.

„Þetta var bara æðislegt," segir Halldóra. „Að horfa yfir fjöldann... Þetta var svakalegt."

Og troðfullur tónleikasalurinn fyrir vestan fagnaði hinum nýtrúlofuðu ákaft.

„Já, já, hörðustu rokkararnir voru farnir að há grenja í salnum," segir Sverrir og Halldóra bætti við: „Það var ekki þurrt auga í salnum."Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.