Innlent

Andstæðingar frumvarps mótmæla með frumlegum hætti

Ráðamennirnir fengu handprjónuð móðurlíf, hvert og eitt með tveimur augum sem mættu augnaráði þeirra.
Ráðamennirnir fengu handprjónuð móðurlíf, hvert og eitt með tveimur augum sem mættu augnaráði þeirra. mynd/AP
Andstæðingar væntanlegrar löggjafar í Arizona í Bandaríkjunum sem mun takmarka styrki vegna kaupa á getnaðarvörnum sendu heldur óvanalegar gjafir til löggjafa í ríkinu.

Ráðamennirnir fengu handprjónuð móðurlíf, hvert og eitt með tveimur augum sem mættu augnaráði þeirra.

Um 30 móðurlíf bárust í pósti til löggjafanna í síðustu viku. Hver sending innihélt eitt móðuríf og handskrifað bréf frá konunum sem hvöttu ráðamennina til að kjósa gegn frumvarpinu.

Frumvarpið hefur sætt mikilli gagnrýni í Arizona. Stuðningsmenn þess segja að það sé nauðsynlegt að vernda trúarfrelsi vinnuveitenda. Í mörgum tilfellum samrýmast trúarskoðanir þeirra ekki notkun getnaðarvarna. Vinnuveitendur sjá launþegum sínum fyrir sjúkratryggingu og eru getnaðarvarnirnar hluti af þeim.

Gagnrýnendur þess eru þó á öðru máli og segja að skerðing slíkra styrkja hefti friðhelgi kvenna. Margar konur nota getnaðarvarnir í læknisfræðilegum tilgangi og því þurfa Þær að færa rök fyrir notkun þeirra verði frumvarpið samþykkt.

Kosið verður um málið í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×