Innlent

Tveir gistu fangageymslur á Akureyri

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tveir menn gistu fangageymslur lögreglunnar á Akureyri eftir nóttina. Annar var tekinn fyrir rúðubrot en hinn fyrir minniháttar líkamsárás. Lögreglan á Akureyri segir að skemmtanahald næturinnar hafi að öðru leyti farið vel fram.

Lítil fólksbifreið valt á Biskupstungnabraut, skammt frá Kerinu í Grímsnesi, um klukkan ellefu í gærkvöld og hafnaði hún utanvegar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi voru þrír í bifreiðinni og voru tveir þeirra fluttir á sjúkrahús. Ekki er vitað hvort fólkið hafi slasast alvarlega. Þá valt einnig jeppabifreið með fimm ungmennum snemma í morgun á veginum um Fagradal í Vopnafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×