Fleiri fréttir Leggjast gegn breytingum á Fríkirkjuvegi Húsafriðunarnefnd vill að innra byrði hússins að Fríkirkjuvegi 11 verði friðað. Nefndin bókaði þetta í fundargerð á síðasta fundi sínum eftir að Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hafði lagt fram beiðni um breytingar og endurbætur á húsinu. 31.1.2012 21:42 Ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt Það er ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt. Ástæðan er sú að brauðrist ber ekki vörugjöld en samlokugrill bera vörugjöld. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á þessu í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að vörugjöldin séu fáránleg og menn hafi gert sér grein fyrir því um allnokkurt skeið. Hins vegar sé erfitt að afnema þau vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs. "Það er vörugjald á vöfflujárnum en ekki pönnukökupönnum. Kaffivélar bera ekki vörugjald en hraðsuðukönnur bera 25% vörugjald. Það virðist því vera dýrara að drekka te en kaffi,“ segir Magnús Orri. 31.1.2012 19:33 Eyjamenn snöggir að hala inn fyrir Landeyjahöfn og nýrri ferju Gjaldeyristekjur sem Vestmannaeyingar skapa á tíu vikna loðnuvertíð stefna í að verða álíka miklar og kostnaður við bæði Landeyjahöfn og nýjan Herjólf. Skip Vinnslustöðvarinnar, Sighvatur Bjarnason, sést hér sigla inn til Vestmannaeyja síðastliðið laugardagskvöld með tólfhundruð tonn af loðnu en skipið er síðan aftur væntanlegt í nótt með annað eins. 31.1.2012 19:07 Vinkona Vítisengla handtekin með fíkniefni og vopn Kona á þrítugsaldri, sem tengist meðlimum Hells Angels, var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Grunur lék á að hún væri undir áhrifum fíkniefna. Í bíl hennar fundust ennfremur um 200 grömm af efni sem talið er vera amfetamín en lögregla álítur að það hafi verið ætlað til sölu. Í framhaldinu var leitað á heimili konunnar en þar var lagt hald á bæði hnífa og hnúajárn sem og búnað frá lögreglu. Konan var látin laus eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. 31.1.2012 17:53 Vitna leitað vegna sprengjunnar sem sprakk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst við Hverfisgötu í Reykjavík í morgun. Aðili sem var á biðstöð fyrir strætisvagna neðst á Hverfisgötunni, fyrir klukkan sjö, er sérstaklega beðinn um að gefa sig fram. Aðrir, hvort sem þeir geta gefið upplýsingar um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30-7, eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005. 31.1.2012 17:14 Vilhjálmur vill Vaðlaheiðargöng í gang Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óskandi að Alþingi finni flöt á því að koma framkvæmd Vaðlaheiðarganga af stað. Hann segir afar litla áhættu fyrir ríkissjóð í málinu miðað við það sem hann kallar samfélagslega þýðingu ganganna. 31.1.2012 16:54 PIP-málið á þingi - betra að láta IKEA sjá um innköllunina Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett á fót sérstakan starfshóp sem ætlað er að fara yfir sílikonmálið svokallaða og stöðu einkarekinna læknastofa almennt. Sílikonpúðar voru mikið ræddir á Alþingi í dag en Ólína Þorvarðardóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins. 31.1.2012 16:41 Heimavarnarliðið sver af sér sprengjumálið „Það var enginn úr okkar hópi sem kom að þessu," segir Páll Heiðar Magnússon Aadnegar, sem er í Heimavarnarliðinu svokallaða, en uppi var sú kjaftasaga að það væri einhver meðlimur félagskaparins sem hefði búið til sprengju og sprengt á Hverfisgötunni snemma í morgun. 31.1.2012 16:34 Sprengjan var „alvöru græja“ „Þetta var engin flugeldaterta,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu spurður út í sprengjumálið í morgun. Hann segir von á tilkynningu frá lögreglunni sem annast rannsókn málsins. 31.1.2012 16:30 Tugir háhyrninga í Kolgrafarfirði Tugir háhyrninga sáust í dag við brúnna í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Dagbjört Emilsdóttir var þar á ferð og náði myndum af dýrunum. Hún segir að dýralífið í firðinum sé mjög fjölskrúðugt. Undanfarið hafi verið óvenjulega mikið um skarfa og einnig mikið af æðakollu, súlum og mávum. Dagbjört sá síðan stærðarinnar haförn fljúga í rólegheitum við brúnnaí síðustu viku. 31.1.2012 15:46 Hitt saltmálið: Fisksalt notað sem götusalt Þegar bæjaryfirvöld í Grindavík gerðu athugasemdir við að fisksalti sem búið var að nota var sturtað í sjóinn þá voru góð ráð dýr samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 31.1.2012 15:05 Friðlýsing Skerjafjarðar staðfest af ráðherra Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi en með undirskrift ráðherrans öðlast friðlýsingin lagagildi samkvæmt tilkynningu frá Kópavogi. 31.1.2012 14:45 Tólf ára með hníf í skólanum - lögreglan kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að grunnskóla í vesturborginni í dag vegna tólf ára drengs sem var vopnaður hnífi. Drengurinn ógnaði nærstöddum með hnífnum og var lögreglan því kölluð til. 31.1.2012 14:39 Myndir frá atburðum morgunsins Mikill viðbúnaður var á Hverfisgötunni í nánd við Stjórnarráðið í morgun eins og alþjóð veit líklegast nú. Ljósmyndarar Fréttablaðsins, þeir Gunnar V. Andrésson og Stefán Karlssonvoru á staðnum og meðfylgjandi myndir fanga vel umstangið og atburði morgundagsins. 31.1.2012 14:39 Misskilningur segir lögmaður - ætlaði að herma eftir ofsahræddum manni "Dómarinn misskildi þetta. Ég var alls ekki að herma eftir manninum, heldur ætlaði ég að sýna fram á hvernig ofsahræddur maður hagar sér," útskýrir hæstaréttarlögmaðurinn Jón Egilsson sem var dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2012 14:14 Leoncie segist hafa verið áreitt á Leifsstöð Endurkoma söngdívunar Leoncie hingað á klakann virðist hafa fengið snubbóttan endi ef marka má frásögn hennar sem hún sendi Víkurfréttum í tölvupósti. Hún fullyrðir að starfsmaður öryggisgæslunnar á Leifsstöð hafi áreitt sig þegar hún var á leið af landi brott. 31.1.2012 14:14 Herjólfi seinkar Ferð Herjólfs seinkar til Eyja í dag. Hann kemur klukkan 15:30. Ástæðan fyrir seinkunninni er slæmt veður. 31.1.2012 13:46 Sá lágvaxinn og feitlaginn mann á miðjum aldri flýja sprengjuvettvang Lögreglan verst frétta vegna sprengjumálsins við Hverfisgötu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun embættið senda út tilkynningu eða halda blaðamannafund síðar í dag vegna málsins. 31.1.2012 13:38 Búið að opna Hverfisgötu Lokun á Hverfisgötu í Reykjavík hefur verið aflétt, en í morgun fannst þar torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju. 31.1.2012 13:16 Myndskeið sem sýnir sprengjusveitina að störfum Sprengjusveitir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra sprengdu í morgun leifar af torkennilegum pakka sem virðist hafa sprungið fyrr um morguninn við Hverfisgötu 4. Gríðarlegur viðbúnaður var á staðnum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var ítrustu varúðar gætt þegar hluturinn var gerður óvirkur. 31.1.2012 12:35 Hröð atburðarás þegar Hallgrímur sökk - dælurnar biluðu á ögurstundu Rannsóknarnefnd sjóslysa ræddi í gær við Eirík Inga Jóhannsson, sem komst lífs af frá Sjóslysinu í Noregi þar sem þrír félaga hans létu lífið. Formaður nefndarinnar Jóna Arilíus Ingólfsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar sjóslysa, segir að skipið Hallgrímur Si-77 hafi verið í góðu ástandi þegar það hélt í sína síðustu ferð til Noregs í síðustu viku. 31.1.2012 12:15 Sprengjuógn við Hverfisgötu - atburðarásin frá upphafi Svo virðist sem sprengja hafi sprungið í portinu að Hverfisgötu 4, sem er fyrir aftan Stjórnaráð Íslands, um klukkan hálf átta í morgun. Óstaðfestar fregnir herma að það hafi verið starfsmaður ráðuneytisins sem heyrði sprenginguna. 31.1.2012 11:22 Vélmennið sprengdi torkennilega hlutinn Sprengjuleitarvélmennið sem lögregla sendi á vettvang í morgun hefur nú sprengt hinn torkennilega hlut sem fannst við kjallarann að Hverfisgötu 4. Sjónarvottar á staðnum segja síðan að snemma í morgun hafi hvellur heyrst við húsið. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá lögreglu. 31.1.2012 10:41 Leitað að sprengjum í fleiri ráðuneytum Lögreglan hefur leitað í öðrum ráðuneytum í nágrenni Stjórnarráðsins en samkvæmt upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, Jóhannesi Tómassyni, komu lögreglumenn í ráðuneytið í morgun og skimuðu eftir torkennilegum hlut. 31.1.2012 10:17 Ekki talin þörf á að rýma Stjórnarráðið en Hverfisgata 4 rýmd Ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur á fundi í Stjórnarráðshúsinu, hefur rætt við Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins sem nú ríkir við Stjórnarráðið. Þar fannst torkennilegur hlutur sem talinn er vera sprengja eða leifar af sprengju. 31.1.2012 10:08 Sprengjuleitarvélmenni sent á vettvang Sprengjuleitarvélmenni hefur verið gert út af örkinni til þess að finna og rannsaka torkennilegan hlut sem lögreglunni grunar að gæti verið sprengja eða leifar af sprengju. 31.1.2012 10:00 Mikill viðbúnaður við Stjórnarráðið - tilkynnt um sprengju Mikill viðbúnaður er við Stjórnarráðshúsið á Hverfisgötu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning til þeirra um að hlutur hefði fundist sem gæti mögulega verið sprengja eða leifar af sprengju.. 31.1.2012 09:30 Þórhallur gefur kost á sér í biskupskjöri Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. 31.1.2012 08:46 Ögmundur biðst afsökunar á ummælum sínum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra biðst afsöknar, í grein í Fréttablaðinu í dag, á umdeildum ummælum sínum um ferðir opinberra starfsmanna til Brussel. 31.1.2012 07:56 Ógnaði öryggisverði í Austurstræti Rúmlega fertugur maður ógnaði öryggisverði, sem hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í sólarhringsverslun við Austurstræti, upp úr klukkkan eitt í nótt. 31.1.2012 07:28 Tveir teknir á stolnum bíl Tveir menn voru handteknir á stolnum bíl í gærkvöldi, en lyklunum að bílnum höfðu þeir stolið á bílaleigu fyrr um daginn. 31.1.2012 07:05 Norsk loðnuskip landa hérlendis Norskt loðnuskip er nú á leið til löndunar á Eskifirði og bætist þá við nokkur önnur norsk skip, sem landað hafa hér á landi. 31.1.2012 07:00 Einsdæmi að dómur sé ómerktur tvisvar Einsdæmi er að dómsmáli sé vísað til meðferðar í héraði í þriðja sinn hér á landi, líkt og gerst hefur með mál Hauks Þórs Haraldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Landsbankanum. 31.1.2012 07:00 Tveimur hundum bjargað úr reykfylltri íbúð Tveimur hundum var bjargað út úr reykfylltri íbúð í fjölbýlishúsi við Hringbraut i Reykjavík um átta leitið í gærkvöldi og sakaði þá ekki. 31.1.2012 06:47 Vilja breyta lögum um kynferðisbrot Fela á refsiréttarnefnd að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að fyrningarfrestur í alvarlegum kynferðisbrotum verði afnuminn með öllu, samkvæmt tillögum í minnisblaði fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra 16. janúar síðastliðinn. Fyrningarfrestur vegna alvarlegustu kynferðisbrotanna gegn börnum hefur nú þegar verið afnuminn. 31.1.2012 06:00 Lesendur hvattir til að tilnefna Hægt er að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins til miðnættis í kvöld. Lesendur blaðsins eru hvattir til þess að senda inn tilnefningar þannig að dómnefndin hafi úr sem mestu að moða þegar hún tekur til starfa. "Því fleiri tilnefningar frá lesendum, því betra og því meiri fjölbreytni þegar kemur að því að útnefna og verðlauna,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og formaður dómnefndar um Samfélagsverðlaun. 31.1.2012 06:00 Landslénið veltir 207 milljónum á ári Internet á Íslandi hf. (ISNIC) velti 244 milljónum króna á árinu 2011 og hagnaðist um 55 milljónir króna. 206,9 milljónir króna, eða 85% af veltu félagsins, eru tekjur vegna landslénsins .is. 31.1.2012 05:00 Fullveldisframsal í EES-samningi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að menn verði að horfast í augu við það að EES-samningurinn feli í sér framsal á fullveldi. Á móti komi ýmsir hagsmunir fyrir Íslendinga. 31.1.2012 04:00 Engin sátt í augsýn um lokaútfærslu Rammaáætlunar Illa gengur að ná saman um þingsályktunartillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynntu áætlunina í haust. Deilur eru innan beggja stjórnarflokkanna um málið. 31.1.2012 03:15 Segir eldsneytisverð íþyngja fjölskyldum landsins Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að hækkandi eldsneytisverð íþyngi fjölskyldum landsins. Hann leggur til að fjármálaráðherra grípi til tímabundinna úrræða. 30.1.2012 20:27 Vilja breyta lögum um líffæragjafir Hópur þingmanna vill breyta lögum um líffæragjafir þannig að landsmenn verði sjálfkrafa líffæragjafar við andlát nema þeir hafi látið vita um annað áður. 30.1.2012 19:05 Allt tiltækt lið á Hringbrautina Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að íbúð í kjallara á fjölbýlishúsi að Hringbraut 109 nú undir kvöld þegar tilkynnt var um reyk. Þegar fyrsti bíll slökkviliðsins kom á staðinn kom í ljós að pottur hafði gleymst á eldavél. Húsið verður reykræst. 30.1.2012 20:20 Fundu 300 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í sama húsinu í Garðabæ í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sem hefur verið breytt í íbúðir. Samtals var lagt hald á tæplega 300 kannabisplöntur og auk þess 250 grömm af marijúana. Ræktanirnar voru mjög fullkomnar en ein þeirra var með fullvaxnar plöntur tilbúnar til niðurskurðar. Starfseminni var jafnframt mjög haganlega fyrir komið á þessum þremur stöðum í húsinu og greinilegt að töluvert hefur verið í það lagt í íbúðunum. 30.1.2012 19:08 Vilja rannsóknarsetur á sviði utanríkis- og öryggismála Ríkisstjórnin vill að stofnað verði sjálfstætt rannsóknarsetur á Íslandi á sviði utanríkis- og öryggismála. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur skipað nefnd til mótunar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, eins og kveðið er á um í þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í haust. Það verður jafnframt hlutverk nefndarinnar að setja rannsóknarsetrið á fót. 30.1.2012 17:44 Móðir hins látna fær að bera vitni Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að móðir grísks manns sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010, fái að bera vitni í málinu. Ástæðan er sú að maðurinn lést í desember síðastliðnum. 30.1.2012 16:44 Sjá næstu 50 fréttir
Leggjast gegn breytingum á Fríkirkjuvegi Húsafriðunarnefnd vill að innra byrði hússins að Fríkirkjuvegi 11 verði friðað. Nefndin bókaði þetta í fundargerð á síðasta fundi sínum eftir að Ásgeir Ásgeirsson arkitekt hafði lagt fram beiðni um breytingar og endurbætur á húsinu. 31.1.2012 21:42
Ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt Það er ódýrara að rista brauð lóðrétt en lárétt. Ástæðan er sú að brauðrist ber ekki vörugjöld en samlokugrill bera vörugjöld. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á þessu í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að vörugjöldin séu fáránleg og menn hafi gert sér grein fyrir því um allnokkurt skeið. Hins vegar sé erfitt að afnema þau vegna slæmrar stöðu ríkissjóðs. "Það er vörugjald á vöfflujárnum en ekki pönnukökupönnum. Kaffivélar bera ekki vörugjald en hraðsuðukönnur bera 25% vörugjald. Það virðist því vera dýrara að drekka te en kaffi,“ segir Magnús Orri. 31.1.2012 19:33
Eyjamenn snöggir að hala inn fyrir Landeyjahöfn og nýrri ferju Gjaldeyristekjur sem Vestmannaeyingar skapa á tíu vikna loðnuvertíð stefna í að verða álíka miklar og kostnaður við bæði Landeyjahöfn og nýjan Herjólf. Skip Vinnslustöðvarinnar, Sighvatur Bjarnason, sést hér sigla inn til Vestmannaeyja síðastliðið laugardagskvöld með tólfhundruð tonn af loðnu en skipið er síðan aftur væntanlegt í nótt með annað eins. 31.1.2012 19:07
Vinkona Vítisengla handtekin með fíkniefni og vopn Kona á þrítugsaldri, sem tengist meðlimum Hells Angels, var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Grunur lék á að hún væri undir áhrifum fíkniefna. Í bíl hennar fundust ennfremur um 200 grömm af efni sem talið er vera amfetamín en lögregla álítur að það hafi verið ætlað til sölu. Í framhaldinu var leitað á heimili konunnar en þar var lagt hald á bæði hnífa og hnúajárn sem og búnað frá lögreglu. Konan var látin laus eftir yfirheyrslur hjá lögreglu. 31.1.2012 17:53
Vitna leitað vegna sprengjunnar sem sprakk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna í tengslum við rannsókn hennar á sprengju sem fannst neðst við Hverfisgötu í Reykjavík í morgun. Aðili sem var á biðstöð fyrir strætisvagna neðst á Hverfisgötunni, fyrir klukkan sjö, er sérstaklega beðinn um að gefa sig fram. Aðrir, hvort sem þeir geta gefið upplýsingar um fólk eða ökutæki á þessu svæði á tímabilinu 6.30-7, eru einnig beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en upplýsingar má einnig senda í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Sömuleiðis er hægt að koma nafnlausum ábendingum á framfæri í síma 800-5005. 31.1.2012 17:14
Vilhjálmur vill Vaðlaheiðargöng í gang Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir óskandi að Alþingi finni flöt á því að koma framkvæmd Vaðlaheiðarganga af stað. Hann segir afar litla áhættu fyrir ríkissjóð í málinu miðað við það sem hann kallar samfélagslega þýðingu ganganna. 31.1.2012 16:54
PIP-málið á þingi - betra að láta IKEA sjá um innköllunina Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett á fót sérstakan starfshóp sem ætlað er að fara yfir sílikonmálið svokallaða og stöðu einkarekinna læknastofa almennt. Sílikonpúðar voru mikið ræddir á Alþingi í dag en Ólína Þorvarðardóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins. 31.1.2012 16:41
Heimavarnarliðið sver af sér sprengjumálið „Það var enginn úr okkar hópi sem kom að þessu," segir Páll Heiðar Magnússon Aadnegar, sem er í Heimavarnarliðinu svokallaða, en uppi var sú kjaftasaga að það væri einhver meðlimur félagskaparins sem hefði búið til sprengju og sprengt á Hverfisgötunni snemma í morgun. 31.1.2012 16:34
Sprengjan var „alvöru græja“ „Þetta var engin flugeldaterta,“ segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu spurður út í sprengjumálið í morgun. Hann segir von á tilkynningu frá lögreglunni sem annast rannsókn málsins. 31.1.2012 16:30
Tugir háhyrninga í Kolgrafarfirði Tugir háhyrninga sáust í dag við brúnna í Kolgrafarfirði á Snæfellsnesi. Dagbjört Emilsdóttir var þar á ferð og náði myndum af dýrunum. Hún segir að dýralífið í firðinum sé mjög fjölskrúðugt. Undanfarið hafi verið óvenjulega mikið um skarfa og einnig mikið af æðakollu, súlum og mávum. Dagbjört sá síðan stærðarinnar haförn fljúga í rólegheitum við brúnnaí síðustu viku. 31.1.2012 15:46
Hitt saltmálið: Fisksalt notað sem götusalt Þegar bæjaryfirvöld í Grindavík gerðu athugasemdir við að fisksalti sem búið var að nota var sturtað í sjóinn þá voru góð ráð dýr samkvæmt tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. 31.1.2012 15:05
Friðlýsing Skerjafjarðar staðfest af ráðherra Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur staðfest friðlýsingu hluta Skerjafjarðar innan bæjarmarka Kópavogs með fjörum ásamt grunnsævi en með undirskrift ráðherrans öðlast friðlýsingin lagagildi samkvæmt tilkynningu frá Kópavogi. 31.1.2012 14:45
Tólf ára með hníf í skólanum - lögreglan kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að grunnskóla í vesturborginni í dag vegna tólf ára drengs sem var vopnaður hnífi. Drengurinn ógnaði nærstöddum með hnífnum og var lögreglan því kölluð til. 31.1.2012 14:39
Myndir frá atburðum morgunsins Mikill viðbúnaður var á Hverfisgötunni í nánd við Stjórnarráðið í morgun eins og alþjóð veit líklegast nú. Ljósmyndarar Fréttablaðsins, þeir Gunnar V. Andrésson og Stefán Karlssonvoru á staðnum og meðfylgjandi myndir fanga vel umstangið og atburði morgundagsins. 31.1.2012 14:39
Misskilningur segir lögmaður - ætlaði að herma eftir ofsahræddum manni "Dómarinn misskildi þetta. Ég var alls ekki að herma eftir manninum, heldur ætlaði ég að sýna fram á hvernig ofsahræddur maður hagar sér," útskýrir hæstaréttarlögmaðurinn Jón Egilsson sem var dæmdur til þess að greiða 100 þúsund krónur í réttarfarssekt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 31.1.2012 14:14
Leoncie segist hafa verið áreitt á Leifsstöð Endurkoma söngdívunar Leoncie hingað á klakann virðist hafa fengið snubbóttan endi ef marka má frásögn hennar sem hún sendi Víkurfréttum í tölvupósti. Hún fullyrðir að starfsmaður öryggisgæslunnar á Leifsstöð hafi áreitt sig þegar hún var á leið af landi brott. 31.1.2012 14:14
Herjólfi seinkar Ferð Herjólfs seinkar til Eyja í dag. Hann kemur klukkan 15:30. Ástæðan fyrir seinkunninni er slæmt veður. 31.1.2012 13:46
Sá lágvaxinn og feitlaginn mann á miðjum aldri flýja sprengjuvettvang Lögreglan verst frétta vegna sprengjumálsins við Hverfisgötu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun embættið senda út tilkynningu eða halda blaðamannafund síðar í dag vegna málsins. 31.1.2012 13:38
Búið að opna Hverfisgötu Lokun á Hverfisgötu í Reykjavík hefur verið aflétt, en í morgun fannst þar torkennilegur hlutur, sem er talinn vera leifar af sprengju. 31.1.2012 13:16
Myndskeið sem sýnir sprengjusveitina að störfum Sprengjusveitir Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjóra sprengdu í morgun leifar af torkennilegum pakka sem virðist hafa sprungið fyrr um morguninn við Hverfisgötu 4. Gríðarlegur viðbúnaður var á staðnum og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var ítrustu varúðar gætt þegar hluturinn var gerður óvirkur. 31.1.2012 12:35
Hröð atburðarás þegar Hallgrímur sökk - dælurnar biluðu á ögurstundu Rannsóknarnefnd sjóslysa ræddi í gær við Eirík Inga Jóhannsson, sem komst lífs af frá Sjóslysinu í Noregi þar sem þrír félaga hans létu lífið. Formaður nefndarinnar Jóna Arilíus Ingólfsson, forstöðumaður rannsóknarnefndar sjóslysa, segir að skipið Hallgrímur Si-77 hafi verið í góðu ástandi þegar það hélt í sína síðustu ferð til Noregs í síðustu viku. 31.1.2012 12:15
Sprengjuógn við Hverfisgötu - atburðarásin frá upphafi Svo virðist sem sprengja hafi sprungið í portinu að Hverfisgötu 4, sem er fyrir aftan Stjórnaráð Íslands, um klukkan hálf átta í morgun. Óstaðfestar fregnir herma að það hafi verið starfsmaður ráðuneytisins sem heyrði sprenginguna. 31.1.2012 11:22
Vélmennið sprengdi torkennilega hlutinn Sprengjuleitarvélmennið sem lögregla sendi á vettvang í morgun hefur nú sprengt hinn torkennilega hlut sem fannst við kjallarann að Hverfisgötu 4. Sjónarvottar á staðnum segja síðan að snemma í morgun hafi hvellur heyrst við húsið. Þetta fæst þó ekki staðfest hjá lögreglu. 31.1.2012 10:41
Leitað að sprengjum í fleiri ráðuneytum Lögreglan hefur leitað í öðrum ráðuneytum í nágrenni Stjórnarráðsins en samkvæmt upplýsingafulltrúa innanríkisráðuneytisins, Jóhannesi Tómassyni, komu lögreglumenn í ráðuneytið í morgun og skimuðu eftir torkennilegum hlut. 31.1.2012 10:17
Ekki talin þörf á að rýma Stjórnarráðið en Hverfisgata 4 rýmd Ríkisstjórn Íslands, sem setið hefur á fundi í Stjórnarráðshúsinu, hefur rætt við Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins sem nú ríkir við Stjórnarráðið. Þar fannst torkennilegur hlutur sem talinn er vera sprengja eða leifar af sprengju. 31.1.2012 10:08
Sprengjuleitarvélmenni sent á vettvang Sprengjuleitarvélmenni hefur verið gert út af örkinni til þess að finna og rannsaka torkennilegan hlut sem lögreglunni grunar að gæti verið sprengja eða leifar af sprengju. 31.1.2012 10:00
Mikill viðbúnaður við Stjórnarráðið - tilkynnt um sprengju Mikill viðbúnaður er við Stjórnarráðshúsið á Hverfisgötu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu barst tilkynning til þeirra um að hlutur hefði fundist sem gæti mögulega verið sprengja eða leifar af sprengju.. 31.1.2012 09:30
Þórhallur gefur kost á sér í biskupskjöri Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. 31.1.2012 08:46
Ögmundur biðst afsökunar á ummælum sínum Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra biðst afsöknar, í grein í Fréttablaðinu í dag, á umdeildum ummælum sínum um ferðir opinberra starfsmanna til Brussel. 31.1.2012 07:56
Ógnaði öryggisverði í Austurstræti Rúmlega fertugur maður ógnaði öryggisverði, sem hafði afskipti af honum vegna þjófnaðar í sólarhringsverslun við Austurstræti, upp úr klukkkan eitt í nótt. 31.1.2012 07:28
Tveir teknir á stolnum bíl Tveir menn voru handteknir á stolnum bíl í gærkvöldi, en lyklunum að bílnum höfðu þeir stolið á bílaleigu fyrr um daginn. 31.1.2012 07:05
Norsk loðnuskip landa hérlendis Norskt loðnuskip er nú á leið til löndunar á Eskifirði og bætist þá við nokkur önnur norsk skip, sem landað hafa hér á landi. 31.1.2012 07:00
Einsdæmi að dómur sé ómerktur tvisvar Einsdæmi er að dómsmáli sé vísað til meðferðar í héraði í þriðja sinn hér á landi, líkt og gerst hefur með mál Hauks Þórs Haraldssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri í Landsbankanum. 31.1.2012 07:00
Tveimur hundum bjargað úr reykfylltri íbúð Tveimur hundum var bjargað út úr reykfylltri íbúð í fjölbýlishúsi við Hringbraut i Reykjavík um átta leitið í gærkvöldi og sakaði þá ekki. 31.1.2012 06:47
Vilja breyta lögum um kynferðisbrot Fela á refsiréttarnefnd að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að fyrningarfrestur í alvarlegum kynferðisbrotum verði afnuminn með öllu, samkvæmt tillögum í minnisblaði fagráðs innanríkisráðuneytisins um kynferðisbrot til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra 16. janúar síðastliðinn. Fyrningarfrestur vegna alvarlegustu kynferðisbrotanna gegn börnum hefur nú þegar verið afnuminn. 31.1.2012 06:00
Lesendur hvattir til að tilnefna Hægt er að tilnefna til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins til miðnættis í kvöld. Lesendur blaðsins eru hvattir til þess að senda inn tilnefningar þannig að dómnefndin hafi úr sem mestu að moða þegar hún tekur til starfa. "Því fleiri tilnefningar frá lesendum, því betra og því meiri fjölbreytni þegar kemur að því að útnefna og verðlauna,“ segir Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins og formaður dómnefndar um Samfélagsverðlaun. 31.1.2012 06:00
Landslénið veltir 207 milljónum á ári Internet á Íslandi hf. (ISNIC) velti 244 milljónum króna á árinu 2011 og hagnaðist um 55 milljónir króna. 206,9 milljónir króna, eða 85% af veltu félagsins, eru tekjur vegna landslénsins .is. 31.1.2012 05:00
Fullveldisframsal í EES-samningi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að menn verði að horfast í augu við það að EES-samningurinn feli í sér framsal á fullveldi. Á móti komi ýmsir hagsmunir fyrir Íslendinga. 31.1.2012 04:00
Engin sátt í augsýn um lokaútfærslu Rammaáætlunar Illa gengur að ná saman um þingsályktunartillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynntu áætlunina í haust. Deilur eru innan beggja stjórnarflokkanna um málið. 31.1.2012 03:15
Segir eldsneytisverð íþyngja fjölskyldum landsins Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir að hækkandi eldsneytisverð íþyngi fjölskyldum landsins. Hann leggur til að fjármálaráðherra grípi til tímabundinna úrræða. 30.1.2012 20:27
Vilja breyta lögum um líffæragjafir Hópur þingmanna vill breyta lögum um líffæragjafir þannig að landsmenn verði sjálfkrafa líffæragjafar við andlát nema þeir hafi látið vita um annað áður. 30.1.2012 19:05
Allt tiltækt lið á Hringbrautina Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að íbúð í kjallara á fjölbýlishúsi að Hringbraut 109 nú undir kvöld þegar tilkynnt var um reyk. Þegar fyrsti bíll slökkviliðsins kom á staðinn kom í ljós að pottur hafði gleymst á eldavél. Húsið verður reykræst. 30.1.2012 20:20
Fundu 300 kannabisplöntur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði þrjár kannabisræktanir í sama húsinu í Garðabæ í gær. Um er að ræða iðnaðarhúsnæði sem hefur verið breytt í íbúðir. Samtals var lagt hald á tæplega 300 kannabisplöntur og auk þess 250 grömm af marijúana. Ræktanirnar voru mjög fullkomnar en ein þeirra var með fullvaxnar plöntur tilbúnar til niðurskurðar. Starfseminni var jafnframt mjög haganlega fyrir komið á þessum þremur stöðum í húsinu og greinilegt að töluvert hefur verið í það lagt í íbúðunum. 30.1.2012 19:08
Vilja rannsóknarsetur á sviði utanríkis- og öryggismála Ríkisstjórnin vill að stofnað verði sjálfstætt rannsóknarsetur á Íslandi á sviði utanríkis- og öryggismála. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur skipað nefnd til mótunar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland, eins og kveðið er á um í þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í haust. Það verður jafnframt hlutverk nefndarinnar að setja rannsóknarsetrið á fót. 30.1.2012 17:44
Móðir hins látna fær að bera vitni Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að móðir grísks manns sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010, fái að bera vitni í málinu. Ástæðan er sú að maðurinn lést í desember síðastliðnum. 30.1.2012 16:44