Engin sátt í augsýn um lokaútfærslu Rammaáætlunar 31. janúar 2012 03:15 Rætt er um að falla frá virkjun við Urriðafoss en halda fast við hinar tvær virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár. Óvíst er hver niðurstaðan verður. fréttablaðið/anton fréttablaðið/anton Illa gengur að ná saman um þingsályktunartillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynntu áætlunina í haust. Deilur eru innan beggja stjórnarflokkanna um málið. Svandís segir að málið sé á þingmálaskrá í byrjun febrúar. „Það er enn stefnt að því að halda við þá áætlun.“ Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að það gæti reynst þrautin þyngri. Mikil áhersla er lögð á að þingmenn stjórnarflokkanna styðji málið allir sem einn. Það gengur hins vegar illa, ekki síst af því að lítil samskipti eru á milli ólíkra hópa innan flokkanna, ekki síst Vinstri grænna. Helst er deilt um virkjanir í neðrihluta Þjórsár, en einnig um virkjanir á Reykjanesi. Þá telja sumir þingmenn Samfylkingarinnar að of mörg svæði fari í verndarflokk og vilja opna á frekari virkjanir. Hvað Þjórsá varðar hefur komið til tals að heimila aðeins tvær af þeim þremur virkjunum sem þar voru fyrirhugaðar, Holts- og Hvammsvirkjun, en falla frá Urriðafossvirkjun. Það er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, talið koma til móts við þá gagnrýni að síðasttalda virkjunin hafi skaðleg áhrif á fiskistofna í ánni. Óvíst er hvort Katrín Júlíusdóttir muni mæla fyrir málinu, líkt og ætlunin varð. Hún er á leið í fæðingarorlof og hefur varamaður tekið sæti hennar á Alþingi. Ljóst er að málið getur orðið ríkisstjórninni erfitt. Hún þarf að treysta á stuðning allra stjórnarliða, ætli henni að takast að gera áætlunina að veruleika. Sá stuðningur er ekki fyrir hendi nú og óljóst hvort hann næst. Unnið er að því að ná sátt um þá málamiðlun sem áætlunin er, en hingað til hefur það ekki tekist. - kóp Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira
Illa gengur að ná saman um þingsályktunartillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra kynntu áætlunina í haust. Deilur eru innan beggja stjórnarflokkanna um málið. Svandís segir að málið sé á þingmálaskrá í byrjun febrúar. „Það er enn stefnt að því að halda við þá áætlun.“ Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að það gæti reynst þrautin þyngri. Mikil áhersla er lögð á að þingmenn stjórnarflokkanna styðji málið allir sem einn. Það gengur hins vegar illa, ekki síst af því að lítil samskipti eru á milli ólíkra hópa innan flokkanna, ekki síst Vinstri grænna. Helst er deilt um virkjanir í neðrihluta Þjórsár, en einnig um virkjanir á Reykjanesi. Þá telja sumir þingmenn Samfylkingarinnar að of mörg svæði fari í verndarflokk og vilja opna á frekari virkjanir. Hvað Þjórsá varðar hefur komið til tals að heimila aðeins tvær af þeim þremur virkjunum sem þar voru fyrirhugaðar, Holts- og Hvammsvirkjun, en falla frá Urriðafossvirkjun. Það er, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, talið koma til móts við þá gagnrýni að síðasttalda virkjunin hafi skaðleg áhrif á fiskistofna í ánni. Óvíst er hvort Katrín Júlíusdóttir muni mæla fyrir málinu, líkt og ætlunin varð. Hún er á leið í fæðingarorlof og hefur varamaður tekið sæti hennar á Alþingi. Ljóst er að málið getur orðið ríkisstjórninni erfitt. Hún þarf að treysta á stuðning allra stjórnarliða, ætli henni að takast að gera áætlunina að veruleika. Sá stuðningur er ekki fyrir hendi nú og óljóst hvort hann næst. Unnið er að því að ná sátt um þá málamiðlun sem áætlunin er, en hingað til hefur það ekki tekist. - kóp
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Fleiri fréttir Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Sjá meira