Innlent

Móðir hins látna fær að bera vitni

Sakborningar málsins við aðalmeðferðina.
Sakborningar málsins við aðalmeðferðina. Mynd/GVA
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis að móðir grísks manns sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010, fái að bera vitni í málinu. Ástæðan er sú að maðurinn lést í desember síðastliðnum.

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á manninn og neita þeir allir sök. Ekki er talið að andlát mannsins tengist árásinni en móðir hans verður fengin sem vitni til þess að lýsa líðan mannsins eftir árásina, bæði andlega og líkamlega, en sú lýsing gæti haft áhrif á ákvörðun refsingar í málinu.


Tengdar fréttir

Ferðamaðurinn látinn

Grískur ferðamaður sem varð fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur í maí árið 2010 er látinn. Ríkissaksóknari hefur fengið þær upplýsingar frá Europol að hann hafi látist í desember síðastliðnum. Ekki er þó vitað hvort andlát hans tengist árásinni. Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir að ráðast á manninn en við aðalmeðferð málsins í morgun neituðu þeir sök. Í ákæru segir að mennirnir hafi veist að manninum, sem var grískur ferðamaður hér á landi, með ofbeldi, meðal annars með ítrekuðum höggum og spörkum víðsvegar um líkama hans, höfuð og andlit. Maðurinn hlaut 2 cm langt sár aftan á höfði, nefbrot, mar og yfirborðsáverka á andlit og yfirborðsáverka á kvið, bak, mjaðmagrind og á hendi, segir í ákærunni. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 7. maí árið 2010 í Þingholtsstræti og nokkru síðar í Bankastræti, til móts við veitingastaðinn Sólon. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu neituðu mennirnir þrír, sök við aðalmeðferðina í morgun og sögðust ekki muna eftir árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×