Fleiri fréttir Karlmaður játar að hafa drekkt hundi og kastað honum í höfnina Einn maður hefur verið ákærður fyrir að drekkja hundi á Þingeyri samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Í tilkynningunni kemur fram að einstaklingurinn hafi viðurkennt að hafa drepið hundinn. 30.1.2012 13:23 Ákærður fyrir að kveikja í húsi - aftur Karlmaður hefur ákærður fyrir að kveikja í íbúðarhúsi á Leifsgötu i Reykjavík í júlí árið 2010. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að kveikja í öðru húsi á Tryggvagötu í janúar 2009. Athygli vekur að manninum er gert að sök að hafa borið eld að húsinu tæplega mánuði eftir að Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í júní árið 2010. 30.1.2012 13:19 Lögðu hald á kristal MDMA Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi Árbæ fyrir helgina en um var að ræða rúmlega 60 grömm af amfetamíni, 50 grömm af marijúana, lítilræði af kókaíni og allnokkur grömm af kristal MDMA, en það síðastnefnda er sjaldséð hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30.1.2012 12:59 Ammoníakskýið verulega hættulegt í fyrstu Deildarstjóri hjá slökkviliðinu segir að ammoníakskýið sem myndaðist í morgun í Skútuvogi hafi verið verulega hættulegt í fyrstu. Gríðarlega mikið magn ammoníaks lak út í andrúmsloftið í Skútuvogi í morgun þegar gat kom á fimm hundruð kílóa ammoníakshylki sem verið var að flytja úr gámi. Rýma þurfti nærliggjandi fyrirtæki á meðan á aðgerðum stóð. 30.1.2012 12:15 Allsherjarverkfall lamar Belgíu Nánast allt athafnalíf liggur nú niðri í Belgíu vegna allsherjarverkfalls sem hófst þar í gærkvöldi. Aðgerðirnar hafa áhrif á fund leiðtoga Evrópusambandins sem haldinn verður í höfuðborginni síðdegis. 30.1.2012 12:07 Vopnað rán í Árbæ: Kynntist tálkvendinu á Netinu Létt daður á Netinu þróaðist upp í vopnað rán í Árbæjarhverfi í gærkvöldi. Tilkynnt var um málið á ellefta tímanum í gærkvöldi og var aðdragandi málsins sá að húsráðandi hafði átt í sambandi við konu á Netinu um skeið, sem leiddi til þess að hún þáði heimboð til hans. 30.1.2012 11:45 Slökkviliðsstjóri ryður bíl af götunni - en ekki er allt sem sýnist "Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. 30.1.2012 11:44 Vilja rannsaka sölu þriggja banka Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. 30.1.2012 11:00 Ólafur á Suðurskautið með Cameron, Gore og Branson Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er á leið til Suðurskautslandsins í fríðu föruneyti. Forsetinn þáði boð frá Al Gore, Nóbelsverðlaunahafa og fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og með í för eru menn á borð við kvikmyndaleikstjórann James Cameron og milljarðamæringana Richard Branson og Ted Turner. 30.1.2012 10:50 Aðgerðum vegna ammoníaksleka lokið Aðgerðum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna ammoníaklekans í Skútuvogi, er lokið. Þá er búið að opna fyrir umferð inn í hverfið en, þar var lokað á meðan slökkviliðið athafnaði sig í morgun. 30.1.2012 10:40 300 starfsmönnum Vodafone gert að yfirgefa vinnustaðinn Um þrjú hundruð starfsmönnum Vodafone var gert að yfirgefa vinnustaðinn í morgun vegna ammoníaklekans. 30.1.2012 10:09 Búnir að finna uppruna ammoníaklekans Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið uppruna ammoníaklekans í Skútuvogi. Í ljós kom að gámur innihélt sex frystitanka en þar af lak einn. 30.1.2012 09:40 Skútuvogi lokað vegna ammóníaksleka Lögregla og slökkvilið hafa ákveðið að loka Skútuvogi vegna ammoníaklekans sem upp kom í morgun. Í tilkynningu frá Neyðarlínunni segir að ef fólk á svæðinu finni fyrir óþægindum eigi það að koma sér í burtu af svæðinu. 30.1.2012 09:10 Megn ammoníakslykt í Skútuvogi Starfsmenn Vodafone eru að rýma húsnæði sitt í Skútuvogi vegna þess að megn ammoníakslykt finnst í götunni. 30.1.2012 09:00 Verðhækkun í Víkingalottó Búið er að hækka verð á einni röð í Víkingalottói úr 50 krónum og í 70 krónur en verð á röðinni hefur haldist óbreytt í rúm 7 ár, eða síðan í ágúst 2004. 30.1.2012 08:30 Hálka á vegum víðast hvar á landinu Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Hálkublettir eru víða í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurstrandavegi. 30.1.2012 08:04 Stálu töluverðu af fartölvum Brotist var inn í lager við raftækjaverslun í Garðabæ í nótt og þaðan stolið mörgum nýjum fartölvum, sem eru í umbúðunum. 30.1.2012 07:26 Engin niðurstaða í Kópavogi Fjögurra klukkustunda fundi bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Sjálfsæðisflokks í Kópavogi lauk í gærkvöldi án þess að marka upphaf formlegra meirihlutaviðræðna. 30.1.2012 07:19 Vopnað rán í Árbæjarhverfi Karl og kona frömdu rán á heimili í Árbæjarhverfi í gærkvöldi og er þeirra leitað. 30.1.2012 07:05 Tuttugu norsk loðnuskip á miðunum Tuttugu norsk loðnuskip eru nú komin á miðin austur af landinu og nokkur eru á heimleið með fullfermi. 30.1.2012 07:02 Fjöldi lýtalækna til skoðunar hjá skatti Skattrannsóknarstjóri ríkisins aflar nú gagna um lýtalækna á landinu eftir að ábendingar bárust frá velferðarráðuneytinu um að læknarnir höfðu framið skattsvik. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vonast til þess að ákvörðun um rannsókn á málinu verði tekin í næstu viku. 30.1.2012 07:00 Safnað fyrir sýningarbúnaði Í tilefni af sjötíu ára afmæli Akraneskaupstaðar setur bærinn átta milljónir króna í sjóð vegna endurnýjunar sýningarbúnaðar Bíóhallarinnar. Heildarkostnaður er áætlaður 17 til 19 milljónir. Bærinn verður bakhjarl og hefur umsjón með sjóðnum. Efna á til söfnunarátaks, meðal annars með styrktartónleikum. Með endurnýjun sýningarbúnaðarins eiga til dæmis að opnast möguleikar til beinna útsendinga frá menningar- og íþróttaviðburðum. - gar 30.1.2012 07:00 Vegagerðarmenn og verktakar stóðu í ströngu í nótt Vegagerðarmenn og verktakar unnu fram á nótt við að laga þjóðveginn á milli Núpsvatna og Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Leysingavatn hafði skolað efni úr vegkantinum þannig að farið var að brotna úr malbikinu og vegurinn að mjókka. 30.1.2012 06:44 Vilja ná sátt um nýtingu Öskjuhlíðar Halda á hugmyndasamkeppni um framtíð útivistar- og skógræktarsvæðisins í Öskjuhlíð. Í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsráð Reykjavíkur kemur fram að markmiðið sé að skapa sátt um framtíð og nýtingu svæðisins. 30.1.2012 06:00 Samningur við 5 sveitarfélög Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) hefur gert starfssamning við fimm sveitarfélög til að auka þekkingu og gæði á leikskólastarfi. Sveitarfélögin eru Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Samningurinn er til þriggja ára og verður fyrsta rannsóknin um tengsl leiks við námssvið aðalnámskrár leikskóla frá árinu 2011. Starfendarannsókn og þróunarvinna verður unnin í fimm leikskólum, einum í hverju sveitarfélagi, árin 2012 til 2014.- sv 30.1.2012 06:00 Íslensk steypa umhverfisvæn Steinsteypa sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Readymix Abu Dhabi hafa þróað, undir stjórn Ólafs Haraldssonar Wallewik, var nýverið valin umhverfisvænasta steinsteypa heims. Steypan var verðlaunuð á Heimsþingi hreinnar orku sem fór fram í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hverju kílói af steypunni sem er framleitt fylgja einungis 50 grömm af koltvísýringi. Það er fjórðungur þess sem fylgir framleiðslu á hefðbundinni steypu af sama styrkleika. Árlega losar framleiðsla á steinsteypu um 3 milljarða tonna af koltvísýringi á heimsvísu. 30.1.2012 05:00 Dregið hefur úr vindstyrk í Reykjavík „Mælingar á vindhraða í borginni seinustu áratugi sýna að vindstyrkur hefur farið lækkandi og má ætla að gróður og ný byggð spili stóran þátt í þeirri þróun,“ segir í umsögn skipulagssviðs vegna ábendinga frá borgarbúum á vefnum Betri Reykjavík um að auka skjólmyndun með markvissari notkun trjágróðurs. 30.1.2012 04:00 Aldraðir reisa blokk í Kópavogi Tímamót urðu hjá Samtökum aldraðra fyrir helgi þegar tekin var skóflustunga að nýju fjölbýlishúsi á Kópavogstúni. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem samtökin byggja utan Reykjavíkur. Leitað var til bæjaryfirvalda í Kópavogi þar sem ekki náðist samkomulag um lóð sem aldraðir höfðu hug á við Skógarveg í Reykjavík. Nýja húsið á að afhendast í nóvember 2013. Það þykir frábærlega staðsett á svokölluðum Landspítalareit, rétt við hlið Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og í göngufæri við Sundlaug Kópavogs. - gar 30.1.2012 03:15 Jákvæð teikn á lofti í atvinnumálum þrátt fyrir minni atvinnuþátttöku Þrátt fyrir minnkandi atvinnuþáttöku eru jákvæð teikn á lofti en alls hafa fjögur fyrirtæki nýtt sér lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til að örva atvinnulífið hér á landi og þá eru tíu sambærilegar umsóknir í vinnslu. 29.1.2012 21:20 Atvinnuþátttaka aldrei mælst lægri á Íslandi Atvinnuþátttaka mældist 78,4 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er það lægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga á Íslandi. 29.1.2012 21:13 Tilkynnt var um reyk á Rauðarárstíg Tilkynnt var um reyk frá íbúð á Rauðarárstíg síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var dælubíll sendur á staðinn og reykkafarar sendir inn. Þegar þangað var komið reyndist pottur vera á eldavél en íbúðin var mannlaus. 29.1.2012 19:02 Ætlar að bjóða sig fram til biskups Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli, ætlar að bjóða sig fram til biskups. Hún segir að margir hafi hvatt sig til þess að gefa kost á sér sem biskupsefni og hún sé til búin í það verkefni. 29.1.2012 18:13 Skemmdir á veginum um Skeiðarársand - unnið að viðgerð Lögreglan á Hvolsvelli vill beina því til ökumanna sem eiga leið um Skeiðarársand að keyra varlega, því skemmdir eru á veginum vegna vatnavaxta í Gígjukvísl í gær. Vegagerðin vinnur að viðgerð á þjóðveginum. Talið er að það hafi hlaupið úr Grímsvötnum í gær en Gígjukvísl var dökk að lit síðdegis í gær og vegfarendur sem áttu leið hjá fundu brennisteinslykt við brúna 29.1.2012 16:43 Snjóflóðahættu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði féllu engin snjóflóð í nótt en snjórinn hverfur nú smá saman úr fjöllunum eftir hlýjuna um helgina. 29.1.2012 15:34 Tjáir sig ekki um Guðrúnu bæjarstjóra - Þrír flokkar funda í dag „Ég ætla ekkert að tjá mig um það, ég held að það sé best að við ræðum þetta innan þessa hóps," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, aðspurð hvort að það komi til greina hjá Samfylkingunni að Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, starfi áfram sem bæjarstjóri ef nýr meirihluti verði myndaður. 29.1.2012 14:24 Náttúruminjasafnið uppfyllir ekki lögbundnar skyldur sínar Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Náttúruminjasafnið sé að mörgu leyti enn á byrjunarreit og uppfylli hvorki lögbundnar skyldur sínar sem safn né höfuðsafn að fullu. Stjórnvöld þurfi að ákveða hvernig haga eigi starfseminni til framtíðar og móta skýra stefnu um hana. 29.1.2012 13:24 Hvað hefur orðið um markmið sérstaks saksóknara? Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvað hafi orðið um árangur og markmið sérstaks saksóknara um ákærur og hvað verði um embættið ef þessi markmið halda ekki. Lítið hafi komið út úr þeim 90 ákærum sem embætti hans hafði sagt að yrðu birtar á síðasta ári og árið á undan. 29.1.2012 12:12 Ekkert snjóflóð í nótt - óvissustig enn í gildi Enn er hálka víða um landið samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni. Hálkublettir eru á Lyngdalsheiði og í uppsveitum á suðurlandi, en Hellisheiðin er greiðfær þó þar sé einhver þoka. Vestanlands er víðast hvar orðið autt þó hálkublettir séu á örfáum útvegum. Fyrir Norðan er er þjóðvegur eitt orðinn greiðfær en hálka er víða á útvegum og flughált inn í Eyjafirði. 29.1.2012 10:03 Tveir með áverka eftir eggvopn Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um miðnætti í gær komu tveir einstaklingar á slysadeild með áverka trúlega eftir eggvopn. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 29.1.2012 10:00 Vatnshæð hélst óbreytt í nótt Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hækkaði óvenju mikið í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Áin var dökk að lit og sumir segjast hafa fundið brennisteinslykt við brúna um fimmleytið í gærdag. 29.1.2012 09:42 Kýldur fyrir utan skemmtistað á Akureyri Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri laust fyrir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Varðstjóri hjá lögreglu segir að maðurinn hafi kýlt annan mann fyrir utan skemmtistað í miðbænum með þeim afleiðingum að sá vankaðist og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn gisti fangageymslu og verður yfirheyrður þegar hann er búinn að sofa úr sér áfengisvímuna. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvunarakstur á Akureyri í nótt. 29.1.2012 09:30 Þrefaldur pottur eftir viku Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður Lottópotturinn þvi þrefaldur næsta laugardag. Heppinn áskrifandi var einn með bónusvinninginn og fær hann í sinn hlut 245.650 kr. Tölur kvöldsins: 3 - 10 - 22 - 26 - 27 Bónustala: 32 Jóker: 9 - 2 - 1 - 4 - 3 28.1.2012 20:12 Leið Hagsmunasamtaka heimilanna óraunhæf að mati ráðherra Forsætisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar sýna að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna lækkun allra íbúðaskulda séu því miður ekki raunhæfar. Hins vegar sé unnið að málefnum þeirra sem fengu svokölluð lánsveð. Þá sé verið að skoða afnám verðtryggingar í áföngum. 28.1.2012 19:40 Jóhanna ætlar að ákveða sig þegar nær dregur kosningum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, útilokar ekki að hún gefi áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar, en tillaga níu flokksmanna um að flýta landsfundi flokksins var dregin til baka á flokksstjórnarfundi. 28.1.2012 19:28 Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28.1.2012 18:58 Sjá næstu 50 fréttir
Karlmaður játar að hafa drekkt hundi og kastað honum í höfnina Einn maður hefur verið ákærður fyrir að drekkja hundi á Þingeyri samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum. Í tilkynningunni kemur fram að einstaklingurinn hafi viðurkennt að hafa drepið hundinn. 30.1.2012 13:23
Ákærður fyrir að kveikja í húsi - aftur Karlmaður hefur ákærður fyrir að kveikja í íbúðarhúsi á Leifsgötu i Reykjavík í júlí árið 2010. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að kveikja í öðru húsi á Tryggvagötu í janúar 2009. Athygli vekur að manninum er gert að sök að hafa borið eld að húsinu tæplega mánuði eftir að Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í júní árið 2010. 30.1.2012 13:19
Lögðu hald á kristal MDMA Fíkniefni fundust við húsleit í fjölbýlishúsi Árbæ fyrir helgina en um var að ræða rúmlega 60 grömm af amfetamíni, 50 grömm af marijúana, lítilræði af kókaíni og allnokkur grömm af kristal MDMA, en það síðastnefnda er sjaldséð hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30.1.2012 12:59
Ammoníakskýið verulega hættulegt í fyrstu Deildarstjóri hjá slökkviliðinu segir að ammoníakskýið sem myndaðist í morgun í Skútuvogi hafi verið verulega hættulegt í fyrstu. Gríðarlega mikið magn ammoníaks lak út í andrúmsloftið í Skútuvogi í morgun þegar gat kom á fimm hundruð kílóa ammoníakshylki sem verið var að flytja úr gámi. Rýma þurfti nærliggjandi fyrirtæki á meðan á aðgerðum stóð. 30.1.2012 12:15
Allsherjarverkfall lamar Belgíu Nánast allt athafnalíf liggur nú niðri í Belgíu vegna allsherjarverkfalls sem hófst þar í gærkvöldi. Aðgerðirnar hafa áhrif á fund leiðtoga Evrópusambandins sem haldinn verður í höfuðborginni síðdegis. 30.1.2012 12:07
Vopnað rán í Árbæ: Kynntist tálkvendinu á Netinu Létt daður á Netinu þróaðist upp í vopnað rán í Árbæjarhverfi í gærkvöldi. Tilkynnt var um málið á ellefta tímanum í gærkvöldi og var aðdragandi málsins sá að húsráðandi hafði átt í sambandi við konu á Netinu um skeið, sem leiddi til þess að hún þáði heimboð til hans. 30.1.2012 11:45
Slökkviliðsstjóri ryður bíl af götunni - en ekki er allt sem sýnist "Síminn þagnar ekki," segir Svanur Tómasson, slökkviliðstjóri á Ólafsvík, en myndband birtist á netinu um helgina sem sýnir Svan í heldur sérkennilegum aðstæðum þegar Svanur er að ryðja snjó af götum bæjarins. 30.1.2012 11:44
Vilja rannsaka sölu þriggja banka Hópur þingmanna úr að minnsta kosti þremur flokkum, auk óháðra, mun í vikunni leggja fram á Alþingi tillögu um rannsókn á einkavæðingu bankanna frá árinu 1998 til 2003. 30.1.2012 11:00
Ólafur á Suðurskautið með Cameron, Gore og Branson Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands er á leið til Suðurskautslandsins í fríðu föruneyti. Forsetinn þáði boð frá Al Gore, Nóbelsverðlaunahafa og fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og með í för eru menn á borð við kvikmyndaleikstjórann James Cameron og milljarðamæringana Richard Branson og Ted Turner. 30.1.2012 10:50
Aðgerðum vegna ammoníaksleka lokið Aðgerðum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu vegna ammoníaklekans í Skútuvogi, er lokið. Þá er búið að opna fyrir umferð inn í hverfið en, þar var lokað á meðan slökkviliðið athafnaði sig í morgun. 30.1.2012 10:40
300 starfsmönnum Vodafone gert að yfirgefa vinnustaðinn Um þrjú hundruð starfsmönnum Vodafone var gert að yfirgefa vinnustaðinn í morgun vegna ammoníaklekans. 30.1.2012 10:09
Búnir að finna uppruna ammoníaklekans Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur fundið uppruna ammoníaklekans í Skútuvogi. Í ljós kom að gámur innihélt sex frystitanka en þar af lak einn. 30.1.2012 09:40
Skútuvogi lokað vegna ammóníaksleka Lögregla og slökkvilið hafa ákveðið að loka Skútuvogi vegna ammoníaklekans sem upp kom í morgun. Í tilkynningu frá Neyðarlínunni segir að ef fólk á svæðinu finni fyrir óþægindum eigi það að koma sér í burtu af svæðinu. 30.1.2012 09:10
Megn ammoníakslykt í Skútuvogi Starfsmenn Vodafone eru að rýma húsnæði sitt í Skútuvogi vegna þess að megn ammoníakslykt finnst í götunni. 30.1.2012 09:00
Verðhækkun í Víkingalottó Búið er að hækka verð á einni röð í Víkingalottói úr 50 krónum og í 70 krónur en verð á röðinni hefur haldist óbreytt í rúm 7 ár, eða síðan í ágúst 2004. 30.1.2012 08:30
Hálka á vegum víðast hvar á landinu Hálka er á Hellisheiði, Þrengslum, Mosfellsheiði og á Lyngdalsheiði. Hálkublettir eru víða í uppsveitum á Suðurlandi. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og á Suðurstrandavegi. 30.1.2012 08:04
Stálu töluverðu af fartölvum Brotist var inn í lager við raftækjaverslun í Garðabæ í nótt og þaðan stolið mörgum nýjum fartölvum, sem eru í umbúðunum. 30.1.2012 07:26
Engin niðurstaða í Kópavogi Fjögurra klukkustunda fundi bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Sjálfsæðisflokks í Kópavogi lauk í gærkvöldi án þess að marka upphaf formlegra meirihlutaviðræðna. 30.1.2012 07:19
Vopnað rán í Árbæjarhverfi Karl og kona frömdu rán á heimili í Árbæjarhverfi í gærkvöldi og er þeirra leitað. 30.1.2012 07:05
Tuttugu norsk loðnuskip á miðunum Tuttugu norsk loðnuskip eru nú komin á miðin austur af landinu og nokkur eru á heimleið með fullfermi. 30.1.2012 07:02
Fjöldi lýtalækna til skoðunar hjá skatti Skattrannsóknarstjóri ríkisins aflar nú gagna um lýtalækna á landinu eftir að ábendingar bárust frá velferðarráðuneytinu um að læknarnir höfðu framið skattsvik. Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri vonast til þess að ákvörðun um rannsókn á málinu verði tekin í næstu viku. 30.1.2012 07:00
Safnað fyrir sýningarbúnaði Í tilefni af sjötíu ára afmæli Akraneskaupstaðar setur bærinn átta milljónir króna í sjóð vegna endurnýjunar sýningarbúnaðar Bíóhallarinnar. Heildarkostnaður er áætlaður 17 til 19 milljónir. Bærinn verður bakhjarl og hefur umsjón með sjóðnum. Efna á til söfnunarátaks, meðal annars með styrktartónleikum. Með endurnýjun sýningarbúnaðarins eiga til dæmis að opnast möguleikar til beinna útsendinga frá menningar- og íþróttaviðburðum. - gar 30.1.2012 07:00
Vegagerðarmenn og verktakar stóðu í ströngu í nótt Vegagerðarmenn og verktakar unnu fram á nótt við að laga þjóðveginn á milli Núpsvatna og Gígjukvíslar á Skeiðarársandi. Leysingavatn hafði skolað efni úr vegkantinum þannig að farið var að brotna úr malbikinu og vegurinn að mjókka. 30.1.2012 06:44
Vilja ná sátt um nýtingu Öskjuhlíðar Halda á hugmyndasamkeppni um framtíð útivistar- og skógræktarsvæðisins í Öskjuhlíð. Í greinargerð sem lögð var fyrir skipulagsráð Reykjavíkur kemur fram að markmiðið sé að skapa sátt um framtíð og nýtingu svæðisins. 30.1.2012 06:00
Samningur við 5 sveitarfélög Rannsóknarstofa í menntunarfræðum ungra barna við Háskóla Íslands (RannUng) hefur gert starfssamning við fimm sveitarfélög til að auka þekkingu og gæði á leikskólastarfi. Sveitarfélögin eru Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Samningurinn er til þriggja ára og verður fyrsta rannsóknin um tengsl leiks við námssvið aðalnámskrár leikskóla frá árinu 2011. Starfendarannsókn og þróunarvinna verður unnin í fimm leikskólum, einum í hverju sveitarfélagi, árin 2012 til 2014.- sv 30.1.2012 06:00
Íslensk steypa umhverfisvæn Steinsteypa sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Readymix Abu Dhabi hafa þróað, undir stjórn Ólafs Haraldssonar Wallewik, var nýverið valin umhverfisvænasta steinsteypa heims. Steypan var verðlaunuð á Heimsþingi hreinnar orku sem fór fram í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hverju kílói af steypunni sem er framleitt fylgja einungis 50 grömm af koltvísýringi. Það er fjórðungur þess sem fylgir framleiðslu á hefðbundinni steypu af sama styrkleika. Árlega losar framleiðsla á steinsteypu um 3 milljarða tonna af koltvísýringi á heimsvísu. 30.1.2012 05:00
Dregið hefur úr vindstyrk í Reykjavík „Mælingar á vindhraða í borginni seinustu áratugi sýna að vindstyrkur hefur farið lækkandi og má ætla að gróður og ný byggð spili stóran þátt í þeirri þróun,“ segir í umsögn skipulagssviðs vegna ábendinga frá borgarbúum á vefnum Betri Reykjavík um að auka skjólmyndun með markvissari notkun trjágróðurs. 30.1.2012 04:00
Aldraðir reisa blokk í Kópavogi Tímamót urðu hjá Samtökum aldraðra fyrir helgi þegar tekin var skóflustunga að nýju fjölbýlishúsi á Kópavogstúni. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem samtökin byggja utan Reykjavíkur. Leitað var til bæjaryfirvalda í Kópavogi þar sem ekki náðist samkomulag um lóð sem aldraðir höfðu hug á við Skógarveg í Reykjavík. Nýja húsið á að afhendast í nóvember 2013. Það þykir frábærlega staðsett á svokölluðum Landspítalareit, rétt við hlið Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar og í göngufæri við Sundlaug Kópavogs. - gar 30.1.2012 03:15
Jákvæð teikn á lofti í atvinnumálum þrátt fyrir minni atvinnuþátttöku Þrátt fyrir minnkandi atvinnuþáttöku eru jákvæð teikn á lofti en alls hafa fjögur fyrirtæki nýtt sér lög um ívilnanir vegna nýfjárfestinga til að örva atvinnulífið hér á landi og þá eru tíu sambærilegar umsóknir í vinnslu. 29.1.2012 21:20
Atvinnuþátttaka aldrei mælst lægri á Íslandi Atvinnuþátttaka mældist 78,4 prósent á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er það lægsta hlutfall sem mælst hefur frá upphafi mælinga á Íslandi. 29.1.2012 21:13
Tilkynnt var um reyk á Rauðarárstíg Tilkynnt var um reyk frá íbúð á Rauðarárstíg síðdegis í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var dælubíll sendur á staðinn og reykkafarar sendir inn. Þegar þangað var komið reyndist pottur vera á eldavél en íbúðin var mannlaus. 29.1.2012 19:02
Ætlar að bjóða sig fram til biskups Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli, ætlar að bjóða sig fram til biskups. Hún segir að margir hafi hvatt sig til þess að gefa kost á sér sem biskupsefni og hún sé til búin í það verkefni. 29.1.2012 18:13
Skemmdir á veginum um Skeiðarársand - unnið að viðgerð Lögreglan á Hvolsvelli vill beina því til ökumanna sem eiga leið um Skeiðarársand að keyra varlega, því skemmdir eru á veginum vegna vatnavaxta í Gígjukvísl í gær. Vegagerðin vinnur að viðgerð á þjóðveginum. Talið er að það hafi hlaupið úr Grímsvötnum í gær en Gígjukvísl var dökk að lit síðdegis í gær og vegfarendur sem áttu leið hjá fundu brennisteinslykt við brúna 29.1.2012 16:43
Snjóflóðahættu aflétt Veðurstofa Íslands hefur aflétt óvissustigi vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði féllu engin snjóflóð í nótt en snjórinn hverfur nú smá saman úr fjöllunum eftir hlýjuna um helgina. 29.1.2012 15:34
Tjáir sig ekki um Guðrúnu bæjarstjóra - Þrír flokkar funda í dag „Ég ætla ekkert að tjá mig um það, ég held að það sé best að við ræðum þetta innan þessa hóps," segir Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Kópavogs, aðspurð hvort að það komi til greina hjá Samfylkingunni að Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, starfi áfram sem bæjarstjóri ef nýr meirihluti verði myndaður. 29.1.2012 14:24
Náttúruminjasafnið uppfyllir ekki lögbundnar skyldur sínar Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að Náttúruminjasafnið sé að mörgu leyti enn á byrjunarreit og uppfylli hvorki lögbundnar skyldur sínar sem safn né höfuðsafn að fullu. Stjórnvöld þurfi að ákveða hvernig haga eigi starfseminni til framtíðar og móta skýra stefnu um hana. 29.1.2012 13:24
Hvað hefur orðið um markmið sérstaks saksóknara? Reimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, spyr hvað hafi orðið um árangur og markmið sérstaks saksóknara um ákærur og hvað verði um embættið ef þessi markmið halda ekki. Lítið hafi komið út úr þeim 90 ákærum sem embætti hans hafði sagt að yrðu birtar á síðasta ári og árið á undan. 29.1.2012 12:12
Ekkert snjóflóð í nótt - óvissustig enn í gildi Enn er hálka víða um landið samkvæmt upplýsingum frá vegagerðinni. Hálkublettir eru á Lyngdalsheiði og í uppsveitum á suðurlandi, en Hellisheiðin er greiðfær þó þar sé einhver þoka. Vestanlands er víðast hvar orðið autt þó hálkublettir séu á örfáum útvegum. Fyrir Norðan er er þjóðvegur eitt orðinn greiðfær en hálka er víða á útvegum og flughált inn í Eyjafirði. 29.1.2012 10:03
Tveir með áverka eftir eggvopn Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Um miðnætti í gær komu tveir einstaklingar á slysadeild með áverka trúlega eftir eggvopn. Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 29.1.2012 10:00
Vatnshæð hélst óbreytt í nótt Vatnshæð og leiðni í Gígjukvísl á Skeiðarársandi hækkaði óvenju mikið í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Áin var dökk að lit og sumir segjast hafa fundið brennisteinslykt við brúna um fimmleytið í gærdag. 29.1.2012 09:42
Kýldur fyrir utan skemmtistað á Akureyri Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á Akureyri laust fyrir klukkan fjögur í nótt grunaður um líkamsárás. Varðstjóri hjá lögreglu segir að maðurinn hafi kýlt annan mann fyrir utan skemmtistað í miðbænum með þeim afleiðingum að sá vankaðist og var fluttur á slysadeild með sjúkrabíl. Árásarmaðurinn gisti fangageymslu og verður yfirheyrður þegar hann er búinn að sofa úr sér áfengisvímuna. Einn ökumaður var tekinn grunaður um ölvunarakstur á Akureyri í nótt. 29.1.2012 09:30
Þrefaldur pottur eftir viku Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður Lottópotturinn þvi þrefaldur næsta laugardag. Heppinn áskrifandi var einn með bónusvinninginn og fær hann í sinn hlut 245.650 kr. Tölur kvöldsins: 3 - 10 - 22 - 26 - 27 Bónustala: 32 Jóker: 9 - 2 - 1 - 4 - 3 28.1.2012 20:12
Leið Hagsmunasamtaka heimilanna óraunhæf að mati ráðherra Forsætisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar sýna að tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um almenna lækkun allra íbúðaskulda séu því miður ekki raunhæfar. Hins vegar sé unnið að málefnum þeirra sem fengu svokölluð lánsveð. Þá sé verið að skoða afnám verðtryggingar í áföngum. 28.1.2012 19:40
Jóhanna ætlar að ákveða sig þegar nær dregur kosningum Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, útilokar ekki að hún gefi áfram kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar, en tillaga níu flokksmanna um að flýta landsfundi flokksins var dregin til baka á flokksstjórnarfundi. 28.1.2012 19:28
Hyggst senda borskip á Jan Mayen-hrygginn Olíustofnun Noregs hefur leigt tvö skip til hljóðbylgjumælinga á Jan Mayen-hryggnum í sumar og hyggst í framhaldinu senda borskip þangað til rannsóknarborana þarnæsta sumar. 28.1.2012 18:58