Innlent

Vinkona Vítisengla handtekin með fíkniefni og vopn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kona á þrítugsaldri, sem tengist meðlimum Hells Angels, var stöðvuð við akstur á höfuðborgarsvæðinu í gær. Grunur lék á að hún væri undir áhrifum fíkniefna. Í bíl hennar fundust ennfremur um 200 grömm af efni sem talið er vera amfetamín en lögregla álítur að það hafi verið ætlað til sölu. Í framhaldinu var leitað á heimili konunnar en þar var lagt hald á bæði hnífa og hnúajárn sem og búnað frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×