Fleiri fréttir

Mögnuð ferð með þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fjöldi manna á líf sitt að launa nætursjónaukum. Um tíu ár eru liðin frá því Landhelgisgæslan tók sjónaukana til notkunar, og á þeim tíma hafa þeir skipt sköpum í björgun hundraða manna. Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir, í Íslandi í dag, kynnti sér málið og fékk að prófa á eigin skinni hvernig það er, að vera hífð upp úr sjó með aðstoð sjónaukans.

Stebbi Hilmars vill sönglagakeppni fyrir Norðurlöndin

"Ég hef lengi verið á því að það væri fín hugmynd að halda samnorræna sönglagakeppni, hafa Færeyjar líka með, 2-3 lög frá hverju landi, jafnvel fleiri. Eurovision er orðið of mikið monster," segir Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður á Facebook-síðu sinni.

Vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision

Á stjórnarfundi Ungra vinstri grænna í kvöld var samþykkt ályktun þess efnis að Ísland dragi sig úr Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í ár. Í ályktuninni segir að Ísland eigi að nýta þá fjármuni sem annars færu í keppnina til að efla tónlistarkennslu hér heima fyrir.

Denzel er svalari í eigin persónu en í bíómyndunum

Baltasar Kormákur segir að Denzel Washington sé svalari í eigin persónu en í bíómyndunum. Að loknum tveggja tíma fundi þeirra í Los Angeles ákvað Denzel að leika aðalhlutverk í nýjustu mynd Baltasars.

Sextíu og tvær milljónir til Finnlands og Noregs

Einn Finni og einn Norðmaður voru með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld og fá þeir um 62 milljónir í sinn hlut. Einn Íslendingur var með 2. vinning og fær hann rúmlega 3 milljónir króna en spilarinn keypti miðann sinn í Happahúsinu í Kringlunni.

Íhuga að kaupa Grímsstaði með láni frá Nubo og leigja honum

Sveitarfélagið Norðurþing íhugar nú að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum með láni frá Huang Nubo og leigja honum hana síðan. Sveitarfélagið myndi þá eiga jörðina gegn 25 prósenta hlut ríkisins. Bæjarstjóri Norðurþings er nú staddur í Peking til að hitta Nubo.

Fundu amfetamín og eina og hálfa milljón í peningum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann 300 grömm af amfetamíni við húsleit í íbúð í Hafnarfirði á föstudag og lagði jafnframt hald á verulega fjármuni, eða um eina og hálfa milljón króna.

Tilkynnt um vatnsleka - fundu 80 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi í gær. Við húsleit fundust tæplega 80 kannabisplöntur, flestar á lokastigi ræktunar, og um 1,4 kg af marijúana.

Magni syngur á plötu tileinkaðri Kiss

Ég var einmitt að reyna rifja það upp áðan og fór og skoðaði e-mail-ana. Þetta var eiginlega ekki merkilegra en það að minn maður hjá plötufyrirtækinu mínu úti sendi mér: Hæ, viltu vera með á Kiss tribute-i?“ segir tónlistarmaðurinn Magni Ásgeirsson, sem flytur lagið Love It Loud með hljómsveitinni Kiss á tribute plötu sem kemur út í Bandaríkjunum eftir nokkrar vikur.

Óvíst að Aserum sé greiði gerður ef Íslendingar sitja heima

Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það að hætta við þátttöku í Eurovision í Aserbaijan, segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Nafni hans, Páll Óskar Hjálmtýsson, hefur sagt opinberlega að hann vilji að Ísland taki ekki þátt í keppninni vegna mannréttindabrota í landinu. Nýjasta dæmi um þau er að íbúar í Bakú, höfuðborg landsins, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu. Þetta er gert til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir keppnina.

Amnesty minnir á ófremdarástandið í Aserbaídjan

Íslandsdeild Amnesty International vekur athygli á skýrslu um ástand mannréttinda í Aserbaídsjan, sem kom út í lok 2011. Landið, sem heldur Eurovision keppnina þetta árið hefur mikið verið í umræðunni í dag sökum þess að Páll Óskar Hjálmtýsson hvetur Íslendinga til þess að sniðganga keppnina í ljósi frétta af mannréttindabrotum gegn íbúm í höfuðborginni Bakú sem hafa verið flæmdir brott af heimilum sínum til þess að hægt sé að byggja Kristalshöllina sem á að hýsa keppnina.

Heitavatnslaust í Fossvogi og nágrenni á morgun

Heitavatnslaust verður frá kl. 9:00 í fyrramálið í Fossvogi og nágrenni vegna viðgerðar á heitavatnslögn. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að svæðið sem um ræðir afmarkist af byggð neðan Bústaðavegar frá Reykjanesbraut að Borgarspítala og íbúðabyggð neðan Sléttuvegar að Kringlumýrarbraut. Þá verður einni heitavatnslaust í Ásgarði, raðhúsum við Tunguveg, Stjörnu- og Blesugrófinni í Reykjavík sem og húsum sem standa við Fossvogsbrún í Kópavogi og í hverfinu við Lund í Kópavogi.

Ólafur átti ekki að ráðstafa peningnum

Reykjavíkurborg hefur verið dæmd til að greiða Frjálslynda flokknum tæpar 6,8 milljónir vegna fjárframlaga fyrir árin 2008-2009 sem áttu að fara inn á reikning flokksins eftir að hann fékk einn mann kjörinn í borgarstjórn árið 2006.

Björguðu fólki í flotbúningum með hjálp nætursjónaukans

Landhelgisgæslan hélt á dögunum æfingu í Patreksfirði um miðja nótt þar sem fólk í flotbúningum kastaði sér útbyrðis úr bátum út í ískaldan sjóinn. Þyrla gæslunnar flaug síðan yfir fjörðinn, fann fólkið með hjálp nætursjónauka og bjargaði því um borð.

Mikilvægt að ná samstöðu um nafnið Samstöðu

"Grundvallaratriðið er að það er aðeins ein Samstaða," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, varaformaður stjórnmálahreyfingarinnar Samstaða, flokkur um lýðræði og velferð. Þarna liggur einmitt kjarni málsins, hreyfingin heitir nefnilega líka flokkur um lýðræði og velferð.

Eðlilegt að Ríkisútvarpið ræði ástandið í Bakú

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir eðlilegt að Ríkisútvarpið og önnur félög innan EBU, sem heldur Eurovision söngkeppnina, taki umræðu um mannréttindabrot sem kunna að vera framin í löndum sem eiga aðild að keppninni. Þetta segir hún aðspurð út í viðbrögð sín við skrifum Páls Óskars Hjálmtýssonar um Eurovision.

Búið að bjarga Bretunum

Búið er að bjarga Bretunum sem voru fastir uppi á Vatnajökli. Það var björgunarfélagið á Hornafirði sem fór eftir þeim um klukkan tíu í morgun. Mennirnir voru blautir og hraktir og tjald þeirra brotið þegar þeir sendu neyðarkallið. Mennirnir voru mjög vel búnir til ferðalagsins.

Nostalgíustemning í apríl

Það má búast við sannkallaðri nostalgíustemningu þegar breska hljómsveitin10cc heldur tónleika í Háskólabíói þann 21. apríl næstkomandi. Hljómsveitin er ábyggilega frægust fyrir lögin I´m Not In Love og The Things We Do For Love en öll þekktustu lögin verða flutt á tónleikunum.

Fylgja Norðurlöndunum við innleiðingu á nýjum lyfjum

Íslendingar stóðu á tímabili fremstir þjóða við innleiðingu á nýjum sjúkrahússlyfjum. Hins vegar hefur krafa á aðhald í rekstri heilbrigðiskerfisins aukist að undanförnu og nú er svo komið að Íslendingar reyna að fylgja hinum Norðurlöndunum við innleiðingu á lyfjunum. Þetta segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við Vísi.

Formenn Samstöðu funda á næstu dögum um hið eftirsótta nafn

"Við Lilja [Mósesdóttir, innskt. blm.] ræddum saman í morgun og ætlum að setjast niður á næstu dögum og ræða málið frekar,“ segir Haukur Már Sigurðsson, formaður Samstöðu á Patreksfirði, en nýstofnaður flokkur Lilju reyndist bera sama nafn. Samstaða á Patreksfirði hefur hinsvegar verið til í fjórtán ár og þverpólitískt félag. Núna á það þrjá fulltrúa í bæjarstjórn Patreksfjarðar. Áður var það með meirihluta.

Breskir göngumenn í vandræðum upp á Vatnajökli

Björgunarfélag Hornafjarðar var kallað út um klukkan hálf tíu í morgun til að sækja tvo breska ferðamenn sem eru í vandræðum í Norðlingalægð á miðjum Vatnajökli. Eru þeir blautir og hraktir og tjald þeirra brotið.

Pólskumælandi ráðgjafi kominn til starfa hjá Reykjavíkurborg

Joanna Marcinkowska hefur verið ráðin sem pólskumælandi ráðgjafi innflytjenda hjá Reykjavíkurborg. Joanna starfar á þjónustuskrifstofu Reykjavíkurborgar á Höfðatorgi og mun aðstoða og veita upplýsingar um þjónustu Reykjavíkurborgar á pólsku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Einna minnst fátækt á Íslandi

Rétt tæplega 10% Íslendinga voru með tekjur við fátækramörk árið 2010 og um 1,8% Íslendinga bjuggu við aðstæður sem kalla mætti fátæktaraðstæður. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti í morgun.

Hávaði úr Tjarnarbíói hrakti fólk að heiman

„Þetta er alveg hrikalegt þegar maður er með lítið barn og getur ekki verið með það heima,“ segir Sergiy Okhremchuk, íbúðareigandi í Suðurgötu 15, sem fast er við Tjarnarbíó þaðan sem berst svo mikill hávaði að heilbrigðisreglugerðir bresta.

Gamlinginn trónir enn á toppnum á sölulistum bókabúða

Sænski rithöfundurinn Jonas Jonasson, sem skrifaði metsölubókina Gamlinginn sem skreið út um gluggann má vel við una á íslenskum sölulistum en bók hans er enn þá sú mest selda í Eymundsson vikuna 25. janúar til 31. janúar.

Augnlokin frusu saman í kuldanum

„Það er búið að vera alveg ógeðslega kalt eða gusåkalt eins og Svíarnir segja alltaf,“ segir Hallbera Guðný Gísladóttir, landsliðskona í fótbolta sem nýverið gerðist atvinnumaður með sænska liðinu Piteå í Svíþjóð. Gríðarlegur kuldi hefur verið í Evrópu undanfarna daga og þar á meðal í Piteå sem er í norðurhluta Svíþjóðar.

Sautján settir í nálgunarbann

Tíu voru úrskurðaðir í nálgunarbann í fyrra og sjö árið á undan. Árin á undan var úrræðið nánast ekkert notað, en er að sanna gildi sitt að mati aðstoðarlögreglustjóra. Sambúðarslit eru oft bakgrunnur málanna.

Ráðherra fundar um sprengju

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra mun funda með ríkislögreglustjóra og lögreglustjóranum í Reykjavík í næstu viku vegna sprengjutilræðisins nærri Stjórnarráðinu. Enn hefur enginn verið handtekinn vegna málsins en nú er liðin meira en vika síðan atvikið átti sér stað.

Á bílskúr fullan af kubbum

Smiðurinn Guttormur Þorfinnsson er ásamt fleirum að setja upp ævintýraland úr legókubbum í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Efniviðurinn, þúsundir og aftur þúsundir legókubba, er allur í eigu Guttorms og fjölskyldu hans og fyllir sextíu þrjátíu lítra kassa

Jarðskjálftahrina við Grímsey

Jarðskjálftahrina varð norðaustur af Grímsey um fjögur leitið í gær þegar þar urðu þrír skjálftar upp á 2 til 2,3 á Richter með skömmu millibili.

Segir ærumissi ekki skýra meiðyrðamál

Meiðyrðamál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Birni Bjarnasyni er tilraun til að koma höggi á Björn að mati verjanda hans. Alvarleg ærumeiðing að segja Jón Ásgeir dæmdan fyrir fjárdrátt en ekki bókhaldsbrot segir lögmaður hans.

Fyrir þá sem eru þreyttir á spillingu

„Samstaða á að höfða til kjósenda sem hafa fengið nóg af spillingunni í samfélaginu og hafa fengið nóg af misskiptingunni á milli þeirra sem eiga og hinna sem skulda.“ Þetta sagði þingkonan Lilja Mósesdóttir þegar hún kynnti nýjan stjórnmálaflokk sinn, Samstöðu – flokk lýðræðis og velferðar, í Iðnó í gær. Flokkurinn hefur fengið listabókstafinn C.

Reykjanesbrautin nú ein öruggasta leiðin

Hættulegasti vegur landsins er leiðin milli Neskaupstaðar og Stöðvarfjarðar sem meðal annars liggur í gegnum Oddskarð. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Læknablaðinu nýverið.

Páll Óskar vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision

"Ég hef nú þegar hvatt Pál Magnússon til að afþakka þátttöku Íslands í Eurovision í Bakú. Ég vona að hann geri það og taki þessari áskorun minni. Listamaðurinn sem vinnur keppnina á laugardaginn getur líka afþakkað ferðina sjálfur ef hann vill," segir Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari á Facebook-síðu sinni.

Samstaða á Patreksfirði: "Við munum ekki breyta um nafn"

"Það kemur svolítið á óvart að hún skuli velja akkúrat þetta nafn án þess að hafa samband við okkur. Ég fékk bara tölvupóst áðan frá félaga mínum sem sagði mér frá þessu,“ segir Haukur Már Sigurðsson, formaður Samstöðu á Patreksfirði.

Sjá næstu 50 fréttir