Innlent

Vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision

Vinir Sjonna tóku þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Þýskalandi í fyrra.
Vinir Sjonna tóku þátt fyrir Íslands hönd í Eurovision í Þýskalandi í fyrra. mynd úr safni
Á stjórnarfundi Ungra vinstri græanna í kvöld var samþykkt ályktun þess efnis að Ísland dragi sig úr Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva í ár. Í ályktuninni segir að Ísland eigi að nýta þá fjármuni sem annars færu í keppnina til að efla tónlistarkennslu hér heima fyrir.

Í tilkynningu frá félaginu segir að verið sé að fremja stórfelld mannréttindabrot á íbúum Bakú í Aserbaídjan „ þar sem byggja á höll undir lokakvöld keppninnar og hlýtur það að vekja upp alvarlegar spurningar um hversu verðmæt þátttaka í keppninni er fyrir Íslendinga. Íslendingar eiga ekki að leggja blessun sína yfir mannréttindabrot af neinu tagi."



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×