Fylgja Norðurlöndunum við innleiðingu á nýjum lyfjum Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. febrúar 2012 14:00 Steingrímur Ari Arason er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Íslendingar stóðu á tímabili fremstir þjóða við innleiðingu á nýjum sjúkrahússlyfjum. Hins vegar hefur krafa á aðhald í rekstri heilbrigðiskerfisins aukist að undanförnu og nú er svo komið að Íslendingar reyna að fylgja hinum Norðurlöndunum við innleiðingu á lyfjunum. Þetta segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við Vísi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér á Vísi í gær að kostnaður ríkisins vegna sérhæfðra lyfja hefur farið vaxandi síðustu ár. Lyfin sem um ræðir eru kölluð S-lyf og eru til að mynda notuð við slæmum gigtarsjúkdómum, krónískum sjúkdómum og krabbameini. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um tæpan milljarð á milli áranna 2011 og 2012 vegna lyfjanna. Þannig kostuðu lyfin á síðasta ári um 4,5 milljarða en gert ráð fyrir að lyfin kosti ríkið í ár 5,3 milljarða. Steingrímur Ari segir að þessi kostnaðaraukning komi einkum til af tvennu. Annars vegar af því að lyfin sem koma ný inn á markaðinn séu dýr. Hins vegar að notendahópurinn stækki sífellt fyrst eftir að lyfin koma á markaðinn. „Með þessum lyfjum eru menn að ná griðarlegum árangri og auka lifun manna og jafnvel möguleika til atvinnuþátttöku. Þannig að í ákveðinn tíma eftir að þau eru tekin upp eru að bætast notendur í hópinn alveg þangað til fólk fellur frá," segir Steingrímur Ari. Vegna efnahagssamdráttar og aukinnar aðhaldskröfu í heilbrigðiskerfinu hefur viðmiðum fyrir notkun á nýjum lyfjum verið breytt lítillega, að sögn Steingríms Ara. „Það var auðvitað hér áður fyrr að menn voru í einstaka tilvikum að ríða á vaðið og við vorum brautryðjendur í innleiðingu nýrra lyfja en í ljósi þessara aðhaldsaðgerða má segja að menn hafi tekið það skref að við værum að fylgja Norðurlandaþjóðunum," segir Steingrímur Ari. Eftir sem áður verða innleidd mörg kostnaðarsöm lyf. „Og við sjáum fram á að óbreyttu að það verði mikil auking í kostnaði vegna þessara sjúkrahússlyfja og í einhverjum skilningi má halda þvi fram að sá vöxtur sé ekki sjálfbær. En hann er þá heldur ekkert sjálfbær fyrir þær þjóðir sem við erum að miða okkur við. Þannig að í þeim skilningi er þetta auðvitað alþjóðlegt vandamál. Menn hafa svo velt því upp hvort við séum komin i þá þrönga stöðu að við þurfum að breyta þessum viðmiðunarreglum og það kallar þá á pólitíska stefnumörkum og menn veigra sér við því," segir Steingrímur Ari. Tengdar fréttir Lyfjameðferðin kostar 40 milljónir á ári Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. 7. febrúar 2012 18:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Íslendingar stóðu á tímabili fremstir þjóða við innleiðingu á nýjum sjúkrahússlyfjum. Hins vegar hefur krafa á aðhald í rekstri heilbrigðiskerfisins aukist að undanförnu og nú er svo komið að Íslendingar reyna að fylgja hinum Norðurlöndunum við innleiðingu á lyfjunum. Þetta segir Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, í samtali við Vísi. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 og hér á Vísi í gær að kostnaður ríkisins vegna sérhæfðra lyfja hefur farið vaxandi síðustu ár. Lyfin sem um ræðir eru kölluð S-lyf og eru til að mynda notuð við slæmum gigtarsjúkdómum, krónískum sjúkdómum og krabbameini. Í fjárlögum er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins aukist um tæpan milljarð á milli áranna 2011 og 2012 vegna lyfjanna. Þannig kostuðu lyfin á síðasta ári um 4,5 milljarða en gert ráð fyrir að lyfin kosti ríkið í ár 5,3 milljarða. Steingrímur Ari segir að þessi kostnaðaraukning komi einkum til af tvennu. Annars vegar af því að lyfin sem koma ný inn á markaðinn séu dýr. Hins vegar að notendahópurinn stækki sífellt fyrst eftir að lyfin koma á markaðinn. „Með þessum lyfjum eru menn að ná griðarlegum árangri og auka lifun manna og jafnvel möguleika til atvinnuþátttöku. Þannig að í ákveðinn tíma eftir að þau eru tekin upp eru að bætast notendur í hópinn alveg þangað til fólk fellur frá," segir Steingrímur Ari. Vegna efnahagssamdráttar og aukinnar aðhaldskröfu í heilbrigðiskerfinu hefur viðmiðum fyrir notkun á nýjum lyfjum verið breytt lítillega, að sögn Steingríms Ara. „Það var auðvitað hér áður fyrr að menn voru í einstaka tilvikum að ríða á vaðið og við vorum brautryðjendur í innleiðingu nýrra lyfja en í ljósi þessara aðhaldsaðgerða má segja að menn hafi tekið það skref að við værum að fylgja Norðurlandaþjóðunum," segir Steingrímur Ari. Eftir sem áður verða innleidd mörg kostnaðarsöm lyf. „Og við sjáum fram á að óbreyttu að það verði mikil auking í kostnaði vegna þessara sjúkrahússlyfja og í einhverjum skilningi má halda þvi fram að sá vöxtur sé ekki sjálfbær. En hann er þá heldur ekkert sjálfbær fyrir þær þjóðir sem við erum að miða okkur við. Þannig að í þeim skilningi er þetta auðvitað alþjóðlegt vandamál. Menn hafa svo velt því upp hvort við séum komin i þá þrönga stöðu að við þurfum að breyta þessum viðmiðunarreglum og það kallar þá á pólitíska stefnumörkum og menn veigra sér við því," segir Steingrímur Ari.
Tengdar fréttir Lyfjameðferðin kostar 40 milljónir á ári Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. 7. febrúar 2012 18:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Lyfjameðferðin kostar 40 milljónir á ári Ungur maður byrjar á árinu í lyfjameðferð á Landspítalanum sem kostar um fjörtíu milljónir á ári. Um er að ræða dýrustu einstöku lyfjameðferð sem að spítalinn hefur veitt. Óttast er að skera þurfi niður lyfjameðferðir vegna kostnaðar. 7. febrúar 2012 18:45