Innlent

Nostalgíustemning í apríl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hljómsveitin 10cc ætlar að koma til Íslands.
Hljómsveitin 10cc ætlar að koma til Íslands. mynd/ afp.
Það má búast við sannkallaðri nostalgíustemningu þegar breska hljómsveitin10cc heldur tónleika í Háskólabíói þann 21. apríl næstkomandi. Hljómsveitin er ábyggilega frægust fyrir lögin I´m Not In Love og The Things We Do For Love en öll þekktustu lögin verða flutt á tónleikunum.

Þótt hljómsveitin sé orðin 40 ára gömul segir Guðbjartur Finnbjörnsson, sem flytur hljómsveitina inn, að hljómsveitarmeðlimir hafi engu gleymt. „Ég er búinn að vera að fylgjast með þeim og þeir eru að fá rosalega góða dóma fyrir hljómleikana, til dæmis á síðasta ári," segir Guðbjartur. Hann segir að hljómsveitin sé á leið í tónleikaferð í tilefni af 40 ára afmæli sínu. Þeir muni meðal annars halda tónleika i Royal Albert Hall.

Smelltu á þennan hlekk til að sjá eitt þekktasta lag 10cc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×