Denzel er svalari í eigin persónu en í bíómyndunum Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. febrúar 2012 19:57 Baltasar Kormákur segir að Denzel Washington sé svalari í eigin persónu en í bíómyndunum. Að loknum tveggja tíma fundi þeirra í Los Angeles ákvað Denzel að leika aðalhlutverk í nýjustu mynd Baltasars. Það er eflaust óhætt að fullyrða að enginn íslenskur kvikmyndaleikstjóri hafi náð viðlíka árangri í Hollywood og Baltasar Kormákur, en frumsýning Contraband er stærsta opnun í sögu Working Title-kvikmyndaversins sem hefur framleitt á annað hundrað kvikmyndir í Hollywood. Næsta verkefni Baltasars er leikstjórn 2 Guns fyrir Marc Platt Productions en kvikmyndin er að hluta byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Stephen Grant. Um er að ræða 80 milljóna dollara verkefni, jafnvirði tæplega tíu milljarða króna, og nú hefur Baltasar tryggt sér starfskrafta einnar skærustu Hollywood-stjörnu í heimi, tvöfalda óskarsverðlaunahafann Denzel Washington sem mun leika í myndinni við hlið Mark Wahlberg. Er hægt að komast eitthvað lengra í bransanum en þetta? „Já, það er alltaf hægt að gera betri myndir, en það er óhætt að segja að Denzel sé eitt af þessum "iconum" í amerískri kvikmyndagerð," segir Baltasar. Denzel fékk handritið til yfirlestrar og leist vel á. Síðan var haldin sýning fyrir hann á Contraband og var hann ánægður með hana. Í síðustu viku flaug Baltasar síðan til Los Angeles m.a til að funda með kappanum. „Það var nú svona dálítið stressandi. Ég hitti hann með framleiðandanum og framleiðandinn mátti nú bara vera þarna í 15 mínútur og svo átti hann að fara," segir Baltasar. Fundurinn var mun lengri en reiknað var með, eða tveir tímar og voru stressaðir umboðsmenn byrjaðir að hringja í tíma og ótíma. Þegar tveggja tíma fundinum lauk stóð Denzel upp, tók í höndina á Baltasar og sagði: „We'll make it happen." En er Denzel jafn svalur í eigin persónu og í bíómyndunum? „Hann er eiginlega svalari."Heldur sér niðri á jörðinni í faðmi fjölskyldunnar Baltasar er með tvö önnur Hollywood-verkefni í farvatninu því Working Title Films sem framleiddi Contraband ætlar að framleiða kvikmyndirnar Everest og Víking, sem báðar verða teknar upp hér á landi að hluta, en Baltasar skrifaði handritið að síðarnefndu myndinni með Ólafi Egilssyni. Hvernig heldurðu þér niðri á jörðinni þegar svona mikil velgengni er handan við hornið? „Bara með því að ala upp börnin. Það breytist ekkert hjá þeim. Það þarf að glíma við vesenið í skólanum ef þau eru óþekk og svo er ég að fara norður og halda áfram með lífið," segir Baltasar auðmjúkur, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði. Sjá má viðtal við Baltasar í myndskeiði hér fyrir ofan. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman. 8. febrúar 2012 06:44 Verið að klára samninga vegna myndar Baltasars og Denzels Bandaríski stórleikarinn Denzel Washington, sem er tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. 8. febrúar 2012 12:13 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Baltasar Kormákur segir að Denzel Washington sé svalari í eigin persónu en í bíómyndunum. Að loknum tveggja tíma fundi þeirra í Los Angeles ákvað Denzel að leika aðalhlutverk í nýjustu mynd Baltasars. Það er eflaust óhætt að fullyrða að enginn íslenskur kvikmyndaleikstjóri hafi náð viðlíka árangri í Hollywood og Baltasar Kormákur, en frumsýning Contraband er stærsta opnun í sögu Working Title-kvikmyndaversins sem hefur framleitt á annað hundrað kvikmyndir í Hollywood. Næsta verkefni Baltasars er leikstjórn 2 Guns fyrir Marc Platt Productions en kvikmyndin er að hluta byggð á samnefndri teiknimyndasögu eftir Stephen Grant. Um er að ræða 80 milljóna dollara verkefni, jafnvirði tæplega tíu milljarða króna, og nú hefur Baltasar tryggt sér starfskrafta einnar skærustu Hollywood-stjörnu í heimi, tvöfalda óskarsverðlaunahafann Denzel Washington sem mun leika í myndinni við hlið Mark Wahlberg. Er hægt að komast eitthvað lengra í bransanum en þetta? „Já, það er alltaf hægt að gera betri myndir, en það er óhætt að segja að Denzel sé eitt af þessum "iconum" í amerískri kvikmyndagerð," segir Baltasar. Denzel fékk handritið til yfirlestrar og leist vel á. Síðan var haldin sýning fyrir hann á Contraband og var hann ánægður með hana. Í síðustu viku flaug Baltasar síðan til Los Angeles m.a til að funda með kappanum. „Það var nú svona dálítið stressandi. Ég hitti hann með framleiðandanum og framleiðandinn mátti nú bara vera þarna í 15 mínútur og svo átti hann að fara," segir Baltasar. Fundurinn var mun lengri en reiknað var með, eða tveir tímar og voru stressaðir umboðsmenn byrjaðir að hringja í tíma og ótíma. Þegar tveggja tíma fundinum lauk stóð Denzel upp, tók í höndina á Baltasar og sagði: „We'll make it happen." En er Denzel jafn svalur í eigin persónu og í bíómyndunum? „Hann er eiginlega svalari."Heldur sér niðri á jörðinni í faðmi fjölskyldunnar Baltasar er með tvö önnur Hollywood-verkefni í farvatninu því Working Title Films sem framleiddi Contraband ætlar að framleiða kvikmyndirnar Everest og Víking, sem báðar verða teknar upp hér á landi að hluta, en Baltasar skrifaði handritið að síðarnefndu myndinni með Ólafi Egilssyni. Hvernig heldurðu þér niðri á jörðinni þegar svona mikil velgengni er handan við hornið? „Bara með því að ala upp börnin. Það breytist ekkert hjá þeim. Það þarf að glíma við vesenið í skólanum ef þau eru óþekk og svo er ég að fara norður og halda áfram með lífið," segir Baltasar auðmjúkur, en hann býr ásamt fjölskyldu sinni á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði. Sjá má viðtal við Baltasar í myndskeiði hér fyrir ofan. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman. 8. febrúar 2012 06:44 Verið að klára samninga vegna myndar Baltasars og Denzels Bandaríski stórleikarinn Denzel Washington, sem er tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. 8. febrúar 2012 12:13 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
Denzel Washington leikur í nýjustu mynd Baltasars Baltasar Kormákur og Mark Wahlberg eiga nú í samningaviðræðum við Hollywood stjörnuna Denzel Washington um að Washington taki að sér annað aðalhlutverkið í myndinni 2 Guns sem þeir Baltasar og Wahlberg hafa ákveðið að gera saman. 8. febrúar 2012 06:44
Verið að klára samninga vegna myndar Baltasars og Denzels Bandaríski stórleikarinn Denzel Washington, sem er tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, hefur samþykkt að leika í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns. 8. febrúar 2012 12:13