Fleiri fréttir

Lýsa eftir vinnuvél

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vinnuvél sem var stolið úr Kjalarvogi við Vogarbakka í Reykjavík sl. fimmtudagsmorgun.

Fengu hugmyndina að Geimgæðingum á barnum - áhuginn gríðarlegur

"Hugmyndin kviknaði svona eiginlega á barnum,“ segir Þorvaldur S. Gunnarsson, leikstjóri Space Stallions sem á þriðja hundrað þúsund manns hafa barið augum á vefnum YouTube. Það er óhætt að segja að myndbandið, sem var útskrifaverkefni Þorvalds og sex manna hóps sem samanstendur af Íslendingum og Dönum, hafa slegið í gegn.

Stúlka varð fyrir líkamsárás í Ármúla

Stúlka varð fyrir líkamsárás í Ármúla eftir hádegi í dag. Hópur stúlkna mun hafa ráðist á hana með nokkuð harkalegum hætti að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Lögregla veit hverjar stúlkurnar sem að árásinni stóðu voru og ætlar sú sem fyrir henni varð að kæra verknaðinn. Ekki kemur fram í tilkynningu lögreglu hvort stúlkan hafi slasast í árásinni.

Upplýsingafulltrúi Marel mun vinna fyrir Hollywoodstjörnur

Jón Ingi Herbertsson er að láta af störfum í markaðsdeildinni hjá Marel til þess að fara að vinna í upplýsingadeild Sameinuðu þjóðanna. Hann mun vinna að samskiptum SÞ við kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinn og hluti af vinnunni snýst um að vinna með velgjörðarsendiherrum SÞ. Á meðal þekktustu velgjörðarsendiherranna eru Angelina Jolie, George Clooney, Michael Douglas og Charlize Theron svo dæmi séu nefnd. Aðspurður segist Jón Ingi þó varla hægt að stilla málum þannig upp að hann hafi yfirgefið Marel fyrir Angelinu Jolie.

Almannatengill segir nafnavandræði draga úr trúverðugleika

"Ég held að það sé alltaf óheppilegt fyrir stjórnmálaöfl að lenda í nafnavandræðum,“ segir Andrés Jónsson, almannatengill. Lilja Mósesdóttir kynnti í dag nafn á nýjum stjórnmálaflokki sínum en hann ber heitið Samstaða. Í frétt á Vísi hér í kvöld var sagt frá því að til er stjórnmálaafl sem heitir Samstaða, en það eru samtök sem voru stofnuð á Patreksfirði árið 1998. Þau eiga núna þrjá fulltrúa í bæjarstjórn bæjarins.

Herjólfur siglir ekki vegna veðurs

Seinni ferð Vestmannaferjunnar Herjólfs hefur verið felld niður vegna veðurs. Farþegar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við afgreiðslu til að breyta pöntun sinni að því er fram kemur í tilkynningu frá Herjólfi. Þá er fólk beðið um að fylgjast með heimasíðu Herjólfs þar sem frekari upplýsingar verða gefnar þegar þær berast.

Póstmálum bjargað á Grundarfirði

Allt útlit er fyrir að íbúar á Grundarfirði geti áfram fengið póstinn borinn til sín áfram eftir að gengið var frá ráðningu nýs starfsmanns. Útburður á póstinum var til umræðu fyrir fáeinum dögum vegna erfiðleika við að ráða bréfbera til starfans.

Geimgæðingar íslenskra listamanna slá í gegn á YouTube

Útskriftaverkefni nokkurra Íslendinga í danska skólanum Animation Workshop í Viborg í Danmörku fer nú sigurför á YouTube. Þannig hafa hátt í þrjú hundruð þúsund manns horft á myndbandið frá því það var sett inn í síðustu viku.

Lögðu hald á 400 lítra af gambra og 14 lítra af landa í húsleit

Lögreglan á Selfossi haldlagði 400 lítra af gambra og fjórtán lítra af ætluðum landa í húsleit sem þeir gerðu um hádegisbilið í dag. Engin tæki eða tól var að finna í húsnæðinu. Karlmaður á sextugsaldri játaði að hafa átt bruggið. Málið telst upplýst.

Ráðhúsinu breytt í Lególand

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir Vetrarhátíð sem sett verður fimmtudaginn 9. febrúar næstkomandi. Á heimasíðu Reykjavíkurborgar segir að nú sé í fullum gangi undirbúningur að því að breyta Tjarnarsal Ráðhússins í undraheima Legó. Þar gefst gestum og gangandi "tækifæri á að sýsla með tannhjól, mótora og fleira og boðið verður upp á aðstoð við að skapa eigin módel.“

Reykjanesbrautin einn öruggasti vegur landsins - samt flest slys á ári

Hættulegasti vegur landsins er leiðin á milli Neskaupsstaðar og Stöðvarfjarðar sem meðal annars liggur í gegnum Oddsskarð. Þetta kemur fram í rannsókn sem birtist í Læknablaðinu nýverið. Það voru þeir Þóroddur Bjarnason og Sveinn Arnarson sem framkvæmdu rannsóknina. Niðurstöðurnar eru athyglisverðar, ekki síst vegna þess að Reykjanesbrautin á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar er ein öruggasta leiðin á Íslandi.

PIP-púðar fjarlægðir á kostnað ríkisins

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að bjóða öllum konum með PIP-púða að láta fjárlægja þá, þeim að kostnaðarlausu. Kostnaður ríkisins getur numið allt að 150 milljónum. Þær konur sem vilja nýja púða þurfa sjálfar að greiða fyrir aðra aðgerð.

Búist við vitlausu veðri þegar líður á daginn

Veður fer versnandi um og eftir miðjan daginn í dag og verður ástandið verst á vestanverðu landinu. Veðurstofan gerir ráð fyrir stormi og allt að 20 til 25 metrum á sekúndu og þá er búist við því að það taki að frysta á fjallvegum.

Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald - sætir geðrannsókn

Karlmaðurinn, sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu aðfaranótt mánudags, var í dag í héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Tvö börn urðu fyrir bíl

Tvö börn urðu fyrir bíl um klukkan átta í morgun. Í öðru tilfellinu varð barn fyrir bíl við skóla í Hafnarfirði og í hinu tilfellinu varð barn fyrir bíl við skóla í Garðabæ. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl á börnunum. Lögreglan brýnir fyrir fólki að vera sífellt á varðbergi í umferðinni hvort sem er við skóla eða annars staðar.

Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja

Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur.

Eldsneytisþjófur ók á tvo bíla og stakk af

Eigandi vörubifreiðar á Ártúnshöfða kom að manni sem var að stela díselolíu af eldsneytistanki bifreiðarinnar. Þegar þjófurinn varð eigandans var kom styggð að honum og flúði hann af vettvangi. Áður en hann komst í burtu hafði hann þó afrekað að bakka utan í vörubílinn og rekast síðan á jeppabifreið sem var á stæðinu.

Frændinn talinn sekur en samt sýknaður

Maður sem ákærður var fyrir fjölda kynferðisbrota gagnvart bróðurdóttur sinni hefur verið sýknaður í dómi Héraðsdóms Vesturlands frá fyrsta þessa mánaðar.

Aðalmeðferðin hefst 5. mars

Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu á hendur Geir H. Haarde hefst í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 5. mars næstkomandi. Þetta kemur fram á vefsíðu saksóknara Alþingis. Eins og kunnugt er liggur þó ekki ljóst fyrir hvort málinu muni ljúka fyrir dómstólum því að fyrir þinginu liggur fyrir tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella málshöfðunina niður. Alls óvíst er hver afdrif þess þingmáls verða.

Byrjað að reisa uppblásnu íþróttahöllina í Hveragerði

Framkvæmdir eru nú hafnar við nýju Hamarshöllina í Hveragerði, fyrsta uppblásna íþróttahúsið á Íslandi. Húsið verður tekið í notkun á Blómstrandi dögum í ágúst í sumar samkvæmt Fréttablaði Suðurlands.Keppnir eru leyfðar í húsinu sem er hannað fyrir 300 áhorfendur.

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs vegna Rosabaugs

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Birni Bjarnasyni hófst rúmlega níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir stefndi fyrrverandi dómsmálaráðherranum í september á síðasta ári fyrir meiðyrði sem birtust í bók Björns, Rosabaugur.

Vinnuferðir en ekki boðsferðir

„Starfsmennirnir sem fóru í þessar ferðir – þeir voru ekki að þiggja neitt boð. Það er meginatriði og þess vegna voru þetta engar boðsferðir,“ sagði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, í viðtali við Kastljós RÚV í gærkvöldi.

Vill rannsókn á lífeyrissjóðum

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun á næstunni leggja fram þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna frá árinu 1997 til 2011.

Ferðakonan í Hvalfirði þakkaði Neyðarlínunni fyrir hjálpina

Dönsk ferðakona, sem björgunarsveitarmenn komu til hjálpar í ofsaveðri í Hvalfirði í fyrrinótt, heimsótti starfsfólk Neyðarlínunnar í gærkvöldi og færði því körfu með góðgæti, í þakklætisskyni fyrir þátt þeirra í björguninni.

Framsýn vill fund um málefni Stapa-lífeyrissjóðs

Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fara þess á leit við stjórn Stapa-lífeyrissjóðs að þegar í stað verði boðað til fulltrúaráðsfundar í sjóðnum.

Óreglumaður í haldi grunaður um morð

Ungur maður kom í annarlegu ástandi á lögreglustöð í gær og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst látin kona á heimili hans og svo virðist sem henni hafi verið ráðinn bani með hníf. Maðurinn er góðkunningi lögreglu.

Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna

Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra.

Íbúarnir fóru út úr brennandi húsi

Eldur kom upp í húsi í Eikjuvogi í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn voru tveir íbúar í húsinu komnir út. Slökkviliðið náði hinsvegar tökum á eldinum á skömmum tíma og hefur nú slökkt hann. Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við fréttastofu að tjón sé vegna elds og reyks en unnið er að því að reykræsta húsið. Eldsupptök eru ókunn.

Gefa skýrslu um fundinn fræga 7. febrúar nái Landsdómsmál fram að ganga

Verði ákæra á hendur Geir H. Haarde ekki felld niður fær þjóðin í fyrsta sinn frásögn fyrir dómi um hvaða upplýsingum bankastjórn Seðlabankans kom á framfæri við þrjá ráðherra í ríkisstjórninni um alvarlega stöðu íslensku bankanna sjöunda febrúar 2008. Fimmtíu og sex eru á vitnalista ákæruvaldsins í málinu en þar má finna ráðherra, bankastjóra og embættismenn.

Ólafur sendi nýjum forseta Finnlands kveðju frá þjóðinni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í dag nýkjörnum forseta Finnlands, Sauli Niinistö, hamingjuóskir frá íslensku þjóðinni. Í kveðjunni minnti Ólafur Ragnar á trausta og langvarandi vináttu Finna og Íslendinga, þjóða sem báðar tilheyrðu hinni norrænu fjölskyldu. Í tilkynningu frá embættinu segir að Ólafur hafi jafnframt bent á að málefni Norðurslóða væru sameiginlegt hugðarefni þjóðanna sem hafa mundi sívaxandi þýðingu á komandi áratugum.

Stal lunda og fór með hann á Lundann

Um helgina var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt að uppstoppuðum lunda hafi verið stolið af skemmtistaðnum Conero. Þetta kemur fram á vefnum Eyjarfréttir.is

Lilja kynnir nýtt stjórnmálaafl - hvorki til vinstri né hægri

Lilja Mósesdóttir hefur formlega stofnað nýtt stjórnmálaafl en framboðið mun bjóða fram í öllum kjördæmum landsins samkvæmt tilkynningu frá Lilju. Sjálf sagði Lilja sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrir um ári síðan ásamt Atla Gíslasyni. Síðar sögðu þau sig formlega úr flokknum sjálfum.

Átt þú þessa skartgripi?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda skartgripa sem eru í hennar vörslu. Gripirnir sjást á meðfylgjandi mynd og einnig er leitað að eiganda snyrtivara sem sjást líka á myndinni.

Sjá næstu 50 fréttir