Fleiri fréttir

Brunavarnarkerfið fór í gang í Þjóðleikhúsinu

Slökkviliðið var kallað að Þjóðleikhúsinu síðdegis þegar brunavarnakerfið þar fór í gang. Ekki reyndist um eld að ræða heldur hafði kerfið farið í gang þegar verið var að þrífa í húsinu. Slökkviliðsbílnum var því snúið við um leið og búið var að sannreyna hverjar ástæður brunaboðsins voru.

Lögreglan fann 300 kannabisplöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 300 kannabisplöntur. Tveir menn voru handteknir á vettvangi og viðurkenndu þeir aðild sína að málinu.

Ökklabrotnaði í Kringlunni

Kona rann til í anddyri Kringlunnar skömmu fyrir klukkan þrjú í dag. Sjúkrabifreið var kölluð á vettvang en talið er að konan sé ökklabrotin.

Sprengdu tundurdufl

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning um dufl sem fannst við Selfljótsós á sunnanverðum Héraðssandi samkvæmt upplýsingum sem finna má á vefsíðu Landhelgisgæslunnar.

100 milljón króna hækkun gjalda á innanlandsflug

Lendingargjöld á Reykjavíkurflugvelli hækka um 72% og farþegagjöld á sama flugvelli hækka um 71%, auk þess mun flugleiðsögugjald hækka um 22%. Samtals munu þessar hækkanir þýða yfir 100 milljóna króna kostnaðaraukningu fyrir Flugfélag Íslands á þessu ári.

Nasa verði rifið 1. júní

"Þetta eru sorglegar fréttir fyrir mig og marga aðra," segir Ingibjörg Örlygsdóttir, betur þekkt sem Inga á Nasa, en hún hefur rekið skemmtistaðinn við Austurvöll í rúman áratug. Inga segist í dag hafa fengið þær fregnir að þann 1. júní næstkomandi verði húsið rifið vegna áforma um að byggja hótel á reitnum.

Þrettándanum fagnað með brennum

Í dag er þrettándinn, síðasti dagur jóla og af því tilefni eru brennur fyrirhugaðar víða um land. Í Reykjavík verða þrjár brennur og fjölbreytt dagskrá í boði. Brennurnar verða í Grafarholti, Grafarvogi og í Vesturbæ. Eftirfarandi upplýsingar er að finna á heimasíðu borgarinnar:

Nýja stjórnmálaaflið skal heita Björt framtíð

Björt framtíð (BF) er nafn á nýjum stjórnmálaflokki, sem Guðmundur Steingrímsson og Besti flokkurinn ásamt einstaklingum um land allt, hafa unnið að undanfarið. Efnt var til nafnasamkeppni. Tæplega 2000 manns sendu inn tillögur samkvæmt tilkynningu frá hinu nýja framboði.

Útgerð gert að greiða þunglyndum matsveini laun

Útgerðarfélagið Skinney-Þinganes var dæmt í gær í Héraðsdómi Austurlands til þess að greiða sjómanni rúmlega tvær milljónir í laun í veikindaorlofi. Maðurinn, sem starfaði sem matsveinn um borð í skipinu Ásgrímur Halldórsson, var haldinn þunglyndi.

Tvær bílveltur á Reykjanesbraut

Tveir bílar ultu á Reykjanesbraut nú rétt fyrir klukkan tólf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum slasaðist hvorugur ökumaðurinn. Svakaleg hálka er á Reykjanesbrautinni núna og vill varðstjóri hjá lögreglunni hvetja ökumenn til þess að aka varlega.

Tíu konur íhuga málsókn út af PIP-brjóstum

Tíu íslenskar konur með PIP-sílikonpúða undirbúa nú málsókn gegn lýtalækni sínum. Púðar sumra þeirra eru farnir að leka og þær hafa fundið fyrir óþægindum og útbrotum. Þær vilja að púðarnir verði fjarlægðir þeim að kostnaðarlausu.

Rannsókn lýkur í dag

Rannsókn lögreglu á meintri nauðgun pars í lok nóvember á síðasta ári lýkur líklega í dag, samkvæmt upplýsingum frá Björgvini Björgvinssyni, yfirmanni kynferðisbrotadeildar.

Ljósmyndari heillar Breta með íshellum

"Þetta byrjaði með eldgosi,“ segir Skarphéðinn Þráinsson, áhugaljósmyndari og véltæknifræðingur, en hann er fyrirferðamikill í breskum fjölmiðlum þessa dagana.

Stórtækur þjófur: Stal rútu og ók henni út í skurð

Stórtækur bílþjófur var á ferðinni í Skógarhlíð í Reykjavík í nótt eða í morgun. Hann tók rútubifreið frá fyrirtækinu Þingvallaleið ófrjálsri hendi og fannst hún nokkru síðar á Strandvegi í Grafarvogi. Þar hafði þjófurinn ekið henni út í skurð utan vegar í grennd við Vesturlandsveg. Nú vinna eigendur rútunnar að því að koma henni upp úr skurðinum. Að sögn lögreglu er málið í rannsókn.

Framsókn fær ekki 60 milljónir út af skussaskap

Framsóknarflokkurinn fær ekki rúmlega sextíu milljónir af árlegu framlagi ríkissjóðs til flokksins fyrir 2012 vegna þess að flokkurinn hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

Rannsókn lokið í stærsta fíkniefnamáli síðasta árs

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á umfangsmesta fíkniefnamáli ársins og er það nú komið til ríkissaksóknara. Tveir menn á fimmtugs- og sextugsaldri sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Laxastofn Þjórsár gæti hrunið

Orri Vigfússon formaður NASF, Verndarsjóðs villta laxa, hefur tekið baráttuna fyrir tilverurétti laxastofnsins í Þjórsá upp á sína arma og hvertur til umtalsvert meiri rannsókna á lífríki árinnar áður en frekari ákvarðanir eru teknar um virkjanirnar þrjár í neðri hluta Þjórsár.

Losuðu um 50 bíla í morgun

Nóttin var nokkuð annasöm hjá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu. Upp úr klukkan eitt fóru að berast aðstoðarbeiðnir frá ökumönnum sem sátu fastir í bílum sínum eftir nokkra snjókomu og skafrenning.

Tveir menn teknir með kókaín

Þrír íslenskir karlmenn eru í haldi lögreglu vegna tveggja óskyldra fíkniefnamála. Hinn 22. desember síðastliðinn var karlmaður á sextugsaldri stöðvaður í Leifsstöð við komuna til landsins frá Kaupmannahöfn. Hann var stöðvaður við hefðbundna leit tollgæslu og fannst um eitt kíló af kókaíni vel falið í farangri hans. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á Þorláksmessu þangað til í gær. Varðhaldið var framlengt um viku í gær, en þá var karlmaður á fertugsaldri einnig handtekinn vegna málsins. Ekki hafði verið tekin ákvörðun um gæsluvarðhald yfir honum í gær. Mennirnir hafa báðir komið við sögu lögreglunnar, en ekki í stórum málum.

Flugvél Icelandair frá London lenti á Egilsstöðum

Flugvél Icelandair, sem var að koma frá London seint í gærkvöldi var snúið frá Keflavíkurflugvelli vegna mikillar hálku á vellinum, og lenti hún þess í stað á Egilsstaðaflugvelli um eitt leitið í nótt.

Samstarf við Svía um iðnframleiðslu úr áli

„Það er í bígerð samstarf um þróunar- og nýsköpunarverkefni milli íslenskra hönnuða, sænskra álframleiðenda og áliðnarins hér heima,“ segir Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Vantar fleiri hunda fyrir blinda á Íslandi

Hundaþjálfarinn Drífa Gestsdóttir þjálfar nú fjóra leiðsöguhunda sem fá það hlutverk, uppfylli þeir kröfur, að leiða lögblinda notendur. Drífa starfar fyrir þjónustu- og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda.

Ný skilti sýna vindstyrk undir Ingólfsfjalli

Á næstu dögum verða tekin í notkun tvö upplýsingaskilti sem sýna vindstyrk undir Ingólfsfjalli við Selfoss. „Það er búið að leggja að þessu rafmagn og á bara eftir að setja upp svokallað samskiptabox í skiltin,“ segir Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Selfossi.

Mistök að veita ekki upplýsingar án tafar

Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), viðurkennir að það hafi verið mistök að upplýsa ekki bændur og almenning um að áburður með of háu kadmíum-innihaldi hafi verið seldur og honum dreift. Af því verði lært og verklagsreglum breytt. Málið gefur hins vegar ekki tilefni til afsökunarbeiðni frá hendi stofnunarinnar, að hans mati, hvað þá að honum sem forstjóra beri að segja af sér vegna þess.

50 þúsund hús sýkt af svepp

Gert er ráð fyrir að um 30 prósent íslenskra húsa séu sýkt af myglusvepp. Um 160 þúsund hús eru skráð á Íslandi, þar af 70 þúsund íbúðahús sem í eru um 130 þúsund íbúðir.

Um 80% horfðu á Skaupið

Rétt tæplega 80% landsmanna horfðu á Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins, samkvæmt niðurstöðum fjölmiðlakönnunar Capacent Gallup. Skaupið var venju samkvæmt langvinsælasta sjónvarpsefnið síðustu viku ársins, hvort sem horft er til aldurshópsins 12-49 eða 12-80 ára.

Fíkniefnaleitirnar höfðu fælingaráhrif

Fíkniefnaleitir líkt og þær sem voru gerðar í framhaldsskólum landsins höfðu fælingarmátt að mati lögreglunnar, segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir að slíkum leitum hafi verið hætt eftir að Umboðsmaður Alþingis fór að skoða hvort þær væru ólögmætar.

Braust inn á lögheimili sitt

Fertugur heimilislaus maður hefur tvisvar í vikunni brotist inn í Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu. Hann var þangað til í dag með skráð lögheimili í bústaðnum.

Grunar að sílikonbrjóstin séu farin að leka

Kolbrún Jónsdóttir hefur greitt hálfa aðra milljón fyrir sílíkonpúða og aðgerðir á brjóstum. Hún er núna með sílíkonpúða frá PIP. Undanfarið hálft ár hefur hún fundið fyrir miklum verkjum og grunar að sílíkonið sé farið að leka.

Kolgalið að hafa nýja spítalann við Hringbraut

Það er kolgalið að staðsetja nýja Landspítalann við Hringbraut, segir Guðjón Baldursson sjálfstætt starfandi læknir, og telur það verstu hugsanlegu framtíðarstaðsetningu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Hann segir ekki of seint í rassinn gripið að velja honum nýjan stað og skorar á stjórnendur spítalans að endurskoða málið.

Kannabisræktun stöðvuð

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 30 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Húsráðandi, karl um þrítugt, var handtekinn á staðnum og viðurkenndi hann aðild sína að málinu.

Flestir vilja Ólaf áfram - Ragna fylgir fast á eftir

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hlaut flest atkvæði í könnun sem Vísir gerði á meðal lesenda sinna um hver eigi að verða næsti forseti íslenska lýðveldisins. Um fimm þúsund manns tóku þátt í könnuninni sem stóð yfir í tæpan sólarhring og gátu lesendur valið á milli 25 einstaklinga sem oft hafa verið nefndir sem mögulegir frambjóðendur.

Hross aflífað - talið að það hafi orðið hrætt vegna flugelda

Umferðaróhapp varð um klukkan sex í morgun á Laugarvatnsvegi við Brúará á móts við bæina Efri-Reyki og Syðri-Reyki er hross varð fyrir pallbifreið sem átti leið um veginn. Hrossið slasaðist það mikið að ekki var hjá því komist að aflífa það, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi.

Humar innkallaður

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur innkallað blandaðan humar frá Humarsölunni ehf vegna að ofnæmis- og óþolsvaldurinn súlfít er ekki merktur á umbúðum vörunnar. Í tilkynningu segir að varan sé skaðlaus fyrir þá sem ekki eru viðkvæmir fyrir súlfíti. Þeir neytendur sem eiga umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir súlfíti eru beðnir um að farga henni eða skila til Humarsölunnar ehf., sem er til húsa að Básvegi 1, Reykjanesbæ. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Humarsölunnar ehf. í síma 867 6677.

Húsleit í Tækniskólanum ólögmæt

Umboðsmaður Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að húsleit í Tækniskólanum í febrúar árið 2010 hafi ekki verið í samræmi við lög. Þá leitaði lögreglan að fíkniefnum í skólanum og notaðist við fíkniefnahunda. Á sama tíma voru útgönguleiðir lokaðar. Yfir þúsund nemendur voru lokaðir inni á meðan.

Hörð gagnrýni á ríkisstjórnina hjá formönnum ASÍ

Formenn allra félaga og deilda landssambanda innan ASÍ hittust í morgun á fundi þar sem farið var yfir forsendur kjarasamninganna sem undirritaðir voru í vor. Endurskoðun samninganna á að vera lokið þann 20. janúar næstkomandi.

Landsbankinn biður bæjarstjóra Akureyrar velvirðingar

"Þetta var yfirsjón af okkar hálfu og við höfum beðist velvirðingar á því,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, en bæjarstjóri Akureyrar, Eiríkur Björn Björgvinsson, var afar ósáttur við að hafa birst í sérstakri áramótaauglýsingu sem birtist í fjölmiðlum um hátíðirnar.

Sjá næstu 50 fréttir