Innlent

Borgarbúar þurfa að henda jólatrénu sjálfir

Sorphirðumaður að henda jólatréi. Athugið að myndin er tekin árið 2008.
Sorphirðumaður að henda jólatréi. Athugið að myndin er tekin árið 2008. Mynd / Pjetur Sigurðsson

Sorphirðumenn Reykjavíkurborgar munu ekki hirða jólatré í ár frekar en á því síðasta samkvæmt tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Borgarbúar þurfa því sjálfir að fara með jólatrén sín endurgjaldslaust á endurvinnslustöð eða keypt þjónustuna hjá sorphirðufyrirtækjum og íþróttafélögum.

Í tilkynningu á vefnum segir að flestir fari eina ferð um jólin á endurvinnslustöðvar Sorpu með ýmsar umbúðir, pakkningar utan um flugelda og jólatrén.

Nokkur íþróttafélög í Reykjavík munu á nýju ári bjóða borgarbúum upp á þá þjónustu að hirða jólatré að hátíðunum loknum.

Íþróttafélögin kynna þessa þjónustu í sínum hverfum. Skógræktarfélag Reykjavíkur og Gámaþjónustan hafa samstarf um hirðingu jólatrjáa. Allar upplýsingar er að finna á heimasíðu skógræktarfélagsins en verkefnið nefnist Tré fyrir tré.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.