Innlent

Hörð gagnrýni á ríkisstjórnina hjá formönnum ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Formenn allra félaga og deilda landssambanda innan ASÍ hittust í morgun á fundi þar sem farið var yfir forsendur kjarasamninganna sem undirritaðir voru í vor. Endurskoðun samninganna á að vera lokið þann 20. janúar næstkomandi.

Snorri Már Skúlason upplýsingafulltrúi ASÍ segir að hörð gagnrýni hafi komið fram á ríkisstjórnina á fundinum. Forsendurnar hafi haldið að mörgu leyti en að þegar komi að ríkisstjórninni og loforðum hennar þyki mönnum mikið standa út af borðinu. Að sögn Snorra eru næstu skref í málinu þau að formennirnir fari heim og kanni bakland sitt en boðað hefur verið til fundar á ný þann 19. janúar, eða degi áður en endurskoðun þarf að vera lokið.

Á þeim fundi verði tekin ákvörðun um hvort segja beri samningunum upp eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×