Fleiri fréttir

Vinstri grænir segjast ekki mæla með eignaupptöku

Líf Magneudóttir formaður Vinstri grænna í Reykjavík segir að tilgangur ályktunarinnar um eignarhald á jarðnæði sem samþykkt var í gær hafi ekki verið sá að mæla með eignaupptöku eða blanda sér í þjóðlendumál. Henni sé einfaldlega ætlað að skapa umræðu. "Misjafnar skoðanir eru innan VG - sumar róttækar og aðrar íhaldssamar - og á það einnig við um stjórn VGR,“ segir Líf í samtali við fréttastofu.

Hringdu í neyðarlínuna og báðu um jólasveininn

Nú þegar desember nálgast eru krakkarnir farnir að iða af spenningi enda mikil gleði og hamingja sem fylgir jólunum. Eitt af því sem krakkarnir eru hvað spenntastir fyrir á jólunum er sjálfur jólasveinninn.

Jólabjórinn flæðir ofan í landsmenn - 206 þúsund lítrar seldir

Sala á jólabjór hefur farið einstaklega vel af stað þetta árið og samkvæmt upplýsingum frá Vínbúðinni hafa nú þegar verið seldir um 206 þúsund lítrar. Athygli vekur að hlutdeild Tuborg jólabjórs eru ríflega 80 þúsund lítrar, eða meira en þriðjungur allrar sölu.

Eldur í Viðarhöfða

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er nú á leið í Viðarhöfða vegna elds í iðnaðarhúsnæðis. Ekki er vitað meira um málið að svo stöddu.

Lögreglan lýsir eftir 16 ára pilti

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Tryggva Bergi, 16 ára. Talið er að hann sé klæddur í svarta úlpu, rauðar adidasbuxur og svarta inniskó. Tryggvi, sem er grannvaxinn og 175 cm á hæð, er með brún augu og stutt dökkt hár. Síðast er vitað um ferðir hans í Mosfellsbæ síðdegis á mánudag. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Tryggva eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

VG í Reykjavík: Vilja afnema eignarhald á jarðnæði almennt

Stjórn Vinstri-grænna í Reykjavík lýsir yfir "létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar, að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi.“ Þetta kemur fram í ályktun frá stjórninni sem birt er á heimasíðu Vinstri grænna. Stjórnin segist vona að ákvörðunin megi verða "vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru.“

Tónleikar til minningar um Hermann Fannar

"Það eru ótrúlegir hlutir að fara gerast þarna og mikið af snillingum sem ætla að koma þarna fram,“ segir Þorkell Máni Pétursson, sem stendur fyrir tónleikum til minningar um Hermann Fannar Valgarðsson, sem var bráðkvaddur í byrjun mánaðarins.

Þarf að borga 950 þúsund vegna bloggfærslu

Bloggari var dæmdur til að greiða konu þrjú hundruð þúsund krónur í miskabætur fyrir meiðyrði í hennar garð og þá voru ummæli sem birtust á heimasíðu mannsins dæmd dauð og ómerk. Dómari telur það vera tilefnislaust og óviðurkvæmilegt að rifja upp 30 ára gamla dóma, sem konan hlaut.

Viskíflaskan komin í 175 þúsund - uppboðið klárast í kvöld

Hæsta boð í viskíflöskuna fornu, sem fannst í Nauthólsvíkinni fyrir margt löngu, er komið í 175.000 krónur. Tilboðsfrestur rennur út í kvöld en andvirði flöskunnar mun óskipt renna til Guðmundar Felix Grétarssonar, fyrrverandi starfsmanns Rafmagnsveitunnar, sem eins og kunnugt er safnar nú fyrir kostnaðarsamri handaágræðsluaðgerð í Frakklandi.

Skammdegið reynist köttunum erfitt

Tólf kettir, sem ekki hefur verið hægt að rekja til eigenda sinna, hafa fundist dauðir í mánuðinum en í október voru slík tilvik aðeins fjögur talsins. Þetta kemur fram á vef Kattholts.

Rafmagnsvespur valda íbúum áhyggjum - engin aldurstakmörk

Rafmagnsvespur voru talsvert til umræðu þegar Garðbæingar hittu fulltrúa lögreglunnar að máli í fyrradag. Að sögn lögreglu eru vespurnar algengar í bænum og hafa bæjarbúar verulegar áhyggjur af tækjunum að sögn lögreglu. Þeim áhyggjum deila Garðbæingar með öðrum íbúum höfuðborgarsvæðisins en viðlíka kvartanir hafa komið fram á öðrum hverfafundum lögreglunnar.

Landsbankinn innkallar brúsa - tappinn gætið losnað

Landsbankinn hefur af öryggisástæðum ákveðið að innkalla alla nýlega drykkjarbrúsa sem merktir eru Sprota. Komið hefur í ljós að tappi brúsans getur losnað og það gæti valdið börnum hættu. Um er að ræða litla brúsa í fimm mismunandi litum með svörtum tappa.

Ræddu fjárlögin í sautján tíma samfleytt

Fjárlagafrumvarpið var rætt á Alþingi í alla nótt en umræðan hófst klukkan hálf þrjú í gær og henni lauk ekki fyrr en klukkan hálf átta í morgun. Útgjöld ríkissjóðs aukast um fjóra milljarða samkvæmt breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar.

Varaborgarfulltrúi VG spáir úrsögnum úr flokknum fari Jón

Fjöldi Vinstri grænna, sem lýsir stuðningi við Jón Bjarnason landbúnaðar-og sjávarútvegsráðherra í heilsíðuauglýsingum í dagblöðunum í dag, fullyrðir að Jóhanna Sigurðardóttir krefjist þess að Jón víki úr ríkisstjórninni. Varaborgarfulltrúi flokksins spáir úrsögnum úr flokknum ef það verður niðurstaðan.

Þrír teknir við kannabisrækt í Mosfellsbæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Mosfellsbæ í gærkvöld. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á rúmlega 150 kannabisplöntur að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Jóni boðið að víkja en tekur slaginn - fréttaskýring

Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var boðið að velja sjálfur með hvaða hætti hann hyrfi úr ríkisstjórninni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Jón þáði það boð ekki og berst nú fyrir framtíð sinni á ráðherrastól.

19 stiga frost í Svartárkoti

Eftir milda vetrarbyrjun upplifa landsmenn nú köldustu daga vetrarins til þessa. Sautján stiga frost mælist nú á Þingvöllum og í Mývatnssveit er kuldinn litlu minni eða fimmtán stiga frost. Allra mest mælist frostið þó í Svartárkoti, eða -18,9 gráður, en á þessum stöðum hefur verið kaldast í byggð í morgun.

Bloggari um nafnlaus SMS frá fyrrum þingmanni: "Merki um sjúkleika"

Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins.

Mildi var að fjórir gestir á hótelinu voru við vinnu úti í bæ

"Ég mun berjast fyrir því að koma því í gírinn aftur og vonandi er það hægt,“ segir Þröstur Johnsen, eigandi Hótels Eyja. En í húsnæðið sem hýsir meðal annars hótelið stór skemmdist í eldsvoða í nótt. Engan sakaði í eldsvoðanum.

Jóhanna í hópi helstu hugsuða

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra er í 87. sæti yfir 100 mestu hugsuði heims í úttekt tímaritsins Foreign Policy.

Heilsíðuauglýsingar til stuðnings Jóni Bjarnasyni

Vel á annað hundrað manns úr röðum Vinstri grænna birta heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Eldurinn blossaði aftur upp í Eyjum

Eldurinn í stórhýsinu Drífandi í Vestmannaeyjum blossaði upp aftur um sjöleytið í morgun. Allt tiltækt slökkvilið Vestmannaeyja er aftur komið á staðinn og berst við eldinn.

Hærri gjöld lögð á herðar Kópavogsbúa

Gert er ráð fyrir að ýmis gjöld muni hækka í Kópavogi á næsta ári til að standa undir auknum rekstrarkostnaði, að því er fram kemur í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár, sem lögð var fram til umræðu síðdegis í gær.

Lögregla rannsakar SMS-skeyti

Bloggarinn Teitur Atlason hefur kært athafnamanninn Gunnlaug M. Sigmundsson til lögreglu fyrir SMS-sendingar þar sem Gunnlaugur villti á sér heimildir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Gunnlaugs í Fréttablaðinu í dag. Lögregla rannsakar málið, samkvæmt heimildum blaðsins.

Kennarar á Akranesi segjast vera smánaðir

Tveir kennarar með samtals 67 ára starfsreynslu segja upp í Brekkubæjarskóla á Akranesi vegna vantrausts á stjórn skólans. Bæjarfulltrúi segir ömurlegt að þeim finnist þeir hraktir á braut og að enn virðist vandamál vera í skólanum.

Ísland enn valið besti kosturinn

Ísland var valið „Best European Adventure Destination“ af lesendum Sunday Times Travel Magazine, að því er kemur fram á heimasíðu Íslandsstofu. Í lauslegri þýðingu er Ísland því álitlegasti kosturinn þegar kemur að ævintýraferðum innan Evrópu.

Ekki hægt að meta erfðabreytt matvæli

Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar.

Vill draga úr niðurskurði um 4 milljarða

Breytingartillögur meirihluta fjárlaganefndar gera ráð fyrir að skorið verði minna niður, sem nemur 4,1 milljarði króna, miðað við fjárlög 2011. Tekjuáætlun frumvarpsins hefur verið lækkuð um 35 milljónir króna.

Orkuveita með jólaskreytingar

Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði Orkuveitunnar í uppsetningu jólaskreytinga fyrir komandi hátíðar. Að því er fram kemur í erindi Framkvæmdastofu til bæjarstjórnarinnar var ætlunin að bjóða út uppsetningu jólaskreytinganna að þessu sinni í kjölfar þess að Orkuveitan tilkynnti að fyrirtækið væri hætt að kosta skreytingarnar eins og tíðkast hafi.

Íslandsvasi fór á 3,5 milljónir

Postulínsvasi með mynd af Bessastöðum var á mánudag seldur hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen í Kaupmannahöfn fyrir 3,5 milljónir króna með uppboðsgjöldum.

Sýna Færeyjum stuðning í verki

Vinirnir og söngvararnir Jógvan Hansen og Friðrik Ómar ætla að standa fyrir samstöðutónleikum sunnudaginn 11. desember í Hörpu.

Með burðargetu á við fimmtíu sæstrengi

Nýr hátæknisæstrengur milli Íslands og Rússlands gæti orðið að veruleika á næstunni. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, lýsti yfir áhuga sínum á lagningunni á blaðamannafundi með Össuri Skarphéðinssyni í Moskvu í gær.

Finna undanþágur frá árinu 1966

Innanríkisráðuneytið vinnur að því að taka saman svör við fyrirspurn þingmanns um undanþágur til aðila utan EES um kaup á jörðum og fasteignum hér á landi síðan árið 1966.

Fimm ára starfi nefndar lokið

Lokaskýrsla nefndar um aðstæður barna og unglinga á upptöku- og vistheimilum er nú í prentun og verður kynnt formlega í næstu viku.

Isavia styður Landsbjörg

Isavia ohf. hefur stofnað sérstakan sjóð til að styðja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tilgangur sjóðsins er að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita félagsins.

Manúela íhugar að stefna Grétari vegna njósna

Grétar Rafn Steinsson réði einkaspæjara til að fylgjast með ferðum fyrrverandi eiginkonu sinnar, Manúelu Óskar Harðardóttur, á meðan skilnaðarmál þeirra stóð yfir. Þá lét hann koma fyrir staðsetningartæki á bíl sem hún hafði til umráða. Hún íhugar að leita réttar síns hér á landi.

Guðfríður Lilja sendir formanni og þingflokksformanni tóninn

Átökin innan þingflokks Vinstri grænna opinberuðust í þingsal Alþingis þegar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skaut föstum skotum á formann og þingflokksformann síns eigin flokks um leið og hún lýsti eindregnum stuðningi við Jón Bjarnason. Sjálfstæðismenn krefjast þingkosninga.

Tunglmyrkvi á Íslandi 10. desember

Tunglmyrkvi verður á Íslandi þann 10. desember næstkomandi. Hann mun sjást sem almyrkvi á austanverðu landinu en sem deildarmyrkvi vestanlands. Samkvæmt upplýsingum á vef Almanaks Háskóla Íslands hefst almyrkvinn þegar enn er dagsbirta á Íslandi og því sést ekki almyrkvað tungl frá Reykjavík en deildarmyrkvi verður sýnilegur þaðan þegar dimmir.

Lögreglan: Ljóst að margir brotamenn hafa vopn undir höndum

Lögreglan segir að á hverju ári er lagt hald á verulagt magn af vopnum og oftar en ekki finnast þau við húsleitir í tengslum við rannsóknir mála. Í tilkynningu frá lögreglu segir að nýlega hafi verið lagt hald á nokkrar byssur og tugi hnífa í húsí í Reykjavík. Málið tengist skotárás í austurborginni föstudaginn 18. nóvember síðastliðinn.

Fór í meðferð og háskóla eftir að kíló af hassi fannst í bílnum

Karlmaður um þrítugt var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjúár, fyrir fíkniefnalagabrot og umferðarlagabrot. Í júní á síðasta ári stöðvaði lögregla manninn er hann ók bíl sínum í Reykjavík. Hann var próflaus og fundu lögreglumenn tæpt kíló af hassi í rauðum plastpoka á gólfinu farþegamegin. Þá fundust einnig 87 kannabis plöntur, ásamt marijúana og kannabislaufum, í íbúð sem var á hans vegum í Kópavogi, sama dag.

Sjá næstu 50 fréttir