Fleiri fréttir

Ríkisstjórnin á engan stuðning inni hjá Hreyfingunni

Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, segir að innan þingflokks Hreyfingarinnar hafi ekkert verið rætt hvort ríkisstjórnin yrði varin vantrausti. Aðspurð segist hún sjálf efast um að það yrði raunin, enda hafi allir þingmenn Hreyfingarinnar greitt atkvæði gegn ríkisstjórninni þegar síðasta vantrauststillaga var lögð fram.

Meintir brennuvargar mættu í dómsal

Aðalmeðferð í máli fjögurra ungmenna, sem grunuð eru um að hafa brennt Krýsuvíkurkirkju til grunna aðfaranótt 2. janúar í fyrra, hófst í morgun. Öll fjögur mættu í dómsal í morgun.

Íslandsvasinn sleginn á 3,5 milljónir - Gallerí Fold bauð fyrir þrjá aðila

Postulínsvasi með mynd af Bessastöðum var í gær seldur hjá danska uppboðshaldaranum Bruun Rasmussen. Kaupandinn greiðir 3,5 milljónir króna fyrir vasann. "Þetta er stórmerkilegur gripur," segir Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold um postulínsvasann en samkvæmt vefsíðunni Listapóstinum þá bauð starfsfólk gallerísins í vasann fyrir þrjá mismunandi aðila. Enginn þeirra fékk þó gripinn.

Meintum nauðgurum sleppt úr haldi

Tveir menn, um og yfir þrítugt, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu en þeir voru handteknir síðdegis á sunnudag grunaðir um að hafa nauðgað nítján ára stúlku í húsnæði á höfuðborgarsvæðinu.

Hin níu líf ríkisstjórnarinnar - tvö eftir

Ríkisstjórnin hefur haldið velli þrátt fyrir hvert átakamálið á fætur öðru á undanförnum tveimur árum. Ef ríkisstjórnin á níu líf eins og forsætisráðherra sagði, reiknast fréttastofunni til að að minnsta kosti sjö lífum hafi verið fórnað í átökum.

Telja líðan nemenda í Gerðaskóla ólíðandi

Fulltrúar frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu ætla að gera ítarlega úttekt á starfsemi Gerðaskóla í Garði. Var þetta ákveðið eftir að svör bárust frá bæjarstjóra, skólanefnd og skólaráði í Garði við fyrirspurn ráðuneytisins í september síðastliðnum. Úttektin er gerð að ósk heimamanna í Garði.

Telur aðdróttanir ærumeiðandi

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Leikfélags Akureyrar ætlar að skoða réttarstöðu sína vegna þess sem hann kallar ærumeiðandi aðdróttanir í skýrslu um ófarir leikfélagsins.

Tekur ekki slag við Samfylkinguna

Fjármálaráðherra féll í gær frá fyrirhuguðu kolefnisgjaldi á rafskaut, koks og kol, en gjaldið var að finna í bandormi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Ætlunin var að gjaldið skilaði 1,5 milljörðum króna í auknar tekjur árið 2013.

Víkurskarð lokaðist

Víkurskarðið á milli Akureyrar og Húsavíkur lokaðist i gærkvöldi þegar stór flutningabíll komst ekki lengur leiðar sinnar, vegna yfirgefins bíls, og þurfti að nema staðar á miðjum vegi. Hann komst ekki af stað aftur vegna hálku og illviðris, en Vegagerðarmenn eru nú að greiða úr málinu.

Stór flutningabíll valt í Bakkaselsbrekku

Ökumaður á stórum flutningabíl var hætt kominn þegar hann missti stjórn á bílnum í vonsku veðri í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði um eitt leitið í nótt.

Stokkað upp í stjórninni á næstu vikum

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nýtur ekki trausts í eigin þingflokki, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar þar um. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði í gær og kom þar fram megn óánægja með hvernig Jón hefur haldið á breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hávær krafa kom fram um breytingar á ríkisstjórninni og er nú unnið að því að þær verði á næstu vikum.

Lyfin talsvert dýrari á Íslandi

Stúlkur, undir 18 ára aldri, fá bólusetningu í Lundi í Svíþjóð án þess að borga krónu hafi bólusetningin hafist áður en þær urðu 18 ára. Á Íslandi fá aðeins 12 og 13 ára stúlkur sams konar bólusetningu sér að kostnaðarlausu.

Ólína: „Enginn grunnur að sátt“

Ólína Þorvarðardóttir, þingkona Samfylkingar, og fulltrúi í atvinnuveganefnd, segir frumvarpsdrögin ekki koma til móts við greinargerð sem formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd sendu ráðherra síðastliðið haust.

Matís vill ekki styrk ESB vegna ráðherra

Óvissa um viðskiptalegar forsendur og pólitísk afstaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra varð til þess að stjórn Matvælarannsókna Íslands (Matís) ákvað síðastliðinn föstudag að hætta við að sækja um 300 milljóna króna styrk til Evrópusambandsins (ESB).

Telja enga stefnu í fimm ára áætlun

Borgarráðsfulltrúar minnihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna segja „mjög slæmt“ að boðað sé til aukafunda í borgarráði og borgarstjórn í lok árs vegna fimm ára áætlunar um rekstur borgarinnar.

LÍÚ: Nýtingartími verði minnst 30-40 ár

„Við erum alfarið ósátt við þessar hugmyndir,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, sem gerir miklar athugasemdir við frumvarpsdrögin, meðal annars um nýtingartímann sem þyrfti að vera mun lengri.

Tap nú 5,3 milljarðar

Orkuveita Reykjavíkur (OR) tapaði ríflega 5,3 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það er talsverður viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra þegar hagnaðurinn var tæplega 17 milljarðar króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi OR sem lagður var fram í gær.

Meiri áhersla á byggðamál

Frumvarpsdrög starfshóps Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fiskveiðistjórnunarlögum hafa sætt gagnrýni fyrir verklag ráðherra, en ekki er að sjá efnislegar grundvallarbreytingar frá „Stóra kvótafrumvarpinu“ sem lagt var fram síðasta vor. Þó eru þættir tengdir byggðasjónarmiðum fyrirferðarmeiri í nýju drögunum.

Færri umsóknir en meira fé

Hjálparstarf kirkjunnar gerir ráð fyrir því að umsóknir um aðstoð fyrir jólin verði færri en að meira fé fari samt í úthlutun.

Segir ekkert um jarðaleigu

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vildi ekki tjá sig um mögulega afstöðu sína komi fram beiðni frá kínversku fjárfestingarfélagi varðandi leigu á Grímsstöðum á Fjöllum. Ráðherrann veitti félaginu ekki undanþágu til kaupa á jörðinni.

Viðurkenningar fyrir skreytingar

Orkuveita Reykjavíkur hyggst veita viðurkenningar fyrir fallegustu jólaskreytingarnar fyrir jólin líkt og undanfarin ár.

Fá engin svör frá Jóni Bjarna

Neytendasamtökin hafa í tvígang ítrekað við Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að reglugerð um kjöt og kjötvörur skuli endurskoðuð. Er það gert í ljósi gæðakönnunar sem birt var í mars árið 2010 á nautahakki. Frá þessu er greint í Neytendablaðinu.

Undir tvítugu í vopnuðu ráni

Tveir karlmenn, báðir innan við tvítugt, hafa verið ákærðir af lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu fyrir rán.

Rússar sólgnir í skyr og smjör

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra skrifaði í Moskvu í gær undir samning sem gerir Íslendingum kleift að selja skyr og aðrar mjólkurafurðir til Rússlands. Með samningnum fallast Rússar á vottunarkerfi sem gerir útflutninginn mögulegan. Nú þegar er verulegur áhugi af hálfu Rússa að kaupa mjólkurduft, en Össur telur einnig mikla möguleika á að vinna góðan markað fyrir íslenskt skyr.

Finnst heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni

"Ég vil bara að hún fái aukna sjúkraþjónustu,“ segir Páll Blöndal, sem hefur tvívegis þurft að horfa upp á 87 ára gamla móður sína fá heilablóðfall. Í annað skiptið lá hún meðvitundarlaus yfir nótt í eigin ælu. Það var nokkrum mánuðum eftir að honum var synjað um að fá aukna sjúkraþjónustu fyrir móður sína.

Ætla að auglýsa Grímsstaði á Fjöllum á EES svæðinu

„Nú verðum við að auglýsa jörðina til sölu á evrópska efnahagssvæðinu því þar búa um 500 milljónir manna sem mega kaupa jörðina og þurfa ekki að bera það undir Ögmund,“ segir Jóhannes Haukur Hauksson, landeigandi á Grímsstöðum á Fjöllum, í viðtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.

Andar köldu á milli embætta - Haraldur neitar að afhenda upplýsingar

Ríkislögreglustjóri og Ríkisendurskoðandi eru komnir í hár saman en fyrrnefnda embættið, neitar að afhenda Ríkisendurskoðun upplýsingar sem embættið hefur óskað eftir um viðskipti ríkislögreglustjóra við Radíóraf, nema Sveinn Arason, ríkisendurskoðandi, segi sig frá málinu.

Athvarf fyrir asna sótt heim

Skammt vestur af Malaga á suðurströnd Spánar, í bænum Nerja, er athvarf fyrir asna sem eru gamlir eða hafa sætt illri meðferð. Stefán Karlsson ljósmyndari Fréttablaðsins sótti athvarfið heim síðasta sumar og heillaðist af þessu óvenjulega heilsuhæli þar sem dýr eiga öruggt skjól.

Vill að menntamálaráðherra rannsaki íþróttahús vegna ósiðlegs athæfis

Móðir stúlku sem nítján ára karlmaður braut á í íþróttahúsi á Vestfjörðum á síðasta ári, hefur óskað eftir því við menntamálaráðuneytið að opinber rannsókn fari fram á því hvernig eftirlit með íþróttahúsinu, þar sem brotið átti sér stað, sé háttað. Þetta kemur fram á vefsíður Bæjarins bestu, bb.is.

Dæmdur fyrir að reyna smygla kókaíni til Íslands

Bandarískur karlmaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn reyndi að smygla um 380 grömmum af kókaíni hingað til lands í september í fyrra en fíkniefnin, samtals 68 einingar, flutti maðurinn til landsins frá New York, falin í líkama sínum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi og þótti dómara tíu mánað fangelsi hæfileg refsing.

Fella niður flug til London á miðvikudag

Icelandair hefur fellt niður síðdegisflug til og frá London á miðvikudaginn kemur vegna verkfalls á Heathrow Um er að ræða verkfallsaðgerðir starfsmanna bresku flugmálastjórnarinnar. Búist er við miklum töfum og erfiðleikum vegna verkfallsins og hafa bresk stjórnvöld hvatt flugfélög til þess að fella niður flug svo forða megi neyðarástandi. Þetta var ítrekað á fundi með flugrekendum nú síðdegis.

Mikil hætta á að ungt fólk með ADHD noti vímugjafa

Meiri líkur eru á að ungt fólk með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) reyki, noti áfengi og ólögleg fíkniefni en fólk sem ekki hefur ADHD. Þetta sýna niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar sem unnin var af rannsóknarteymi undir stjórn Gisla Guðjónssonar prófessors í sálfræði við Kings College í Lundúnum. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að fólk með ADHD sé með slíkri vímugjafanotkun að reyna að meðhöndla eigið ástand upp á eigin spýtur (e. self medication).

Björn Valur: Það er ágreiningur og við munum leysa hann

„Það blasir við ágreiningur, á því er enginn vafi, og við ætlum að leysa hann,“ sagði Björn Valur Gíslason, þingflokksformaður Vinstri grænna, í viðtali í Kastljósinu í kvöld, þar sem hann sat fyrir svörum ásamt Ólöfu Nordal, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.

Katrín afar bjartsýn á olíuleitina

Iðnaðarráðherra segir að þung áhersla verði lögð á að þjónustumiðstöð vegna olíuleitar á Drekasvæði verði á Íslandi fremur en Jan Mayen og lýsir mikilli bjartsýni um yfirstandandi útboð.

Isavia styrkir Landsbjörg

Isavia ohf. hefur stofnað sjóð til að styðja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Tilgangur sjóðsins er að efla hópslysaviðbúnað björgunarsveita félagsins með sérstaka áherslu á hlutverk björgunarsveita í viðbúnaðaráætlunum áætlunarflugvalla. Markmið verkefnisins er að björgunarsveitir, og þar með viðbúnaðarkerfi landsins, séu ávallt sem best búnar þess að takast á við hópslys. Verkefnið er til þriggja ára og ráðgerir Isavia að styrkja björgunarsveitir Slysavarnafélagsins um 5 milljónir króna árið 2011 og 8 milljónir árið 2012 og 2013, samtals um 21 milljón króna, segir í tilkynningu.

300 stoppaðir um helgina - bara tveir ölvaðir

Um þrjú hundruð ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu um helgina í sérstöku umferðareftirliti sem lögreglan heldur nú úti í umdæminu. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tveir ökumenn hafi reynst ölvaðir við stýrið og voru þeir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða. „Tveimur til viðbótar var gert að hætta akstri sökum þess að þeir höfðu neytt áfengis en voru þó undir leyfilegum mörkum.“

Jón er enn ráðherra

Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra sagði eftir þingflokksfund Vinstri grænna sem lauk rétt fyrir klukkan þrjú í dag, að hann væri enn í embætti. Mikill styr hefur staðið um störf Jóns síðustu daga og hefur hann verið harðlega gagnrýndur af samfylkingarfólki en einnig af nokkrum samflokksmönnum sínum.

Sjá næstu 50 fréttir