Fleiri fréttir

Með áverka á baki eftir eggvopn

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglu í Vestmannaeyjum um helgina og er önnur þeirra sýnu alvarlegri en hin. Hún átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins í heimahúsi. Þar lenti maður í átökum við húsráðanda og fengu báðir áverka í andlit eftir átökin. Auk þess var sá sem var gestkomandi með sár á baki sem talin eru eftir egghvasst áhald. Ekki var um djúp sár að ræða en maðurinn þurfti að leita aðstoðar læknis til að loka sárinu. Við rannsókn málsins viðurkenndi aðili sem þarna var að hafa valdið manninum þessum áverkum á bakinu. Lögreglan segir að málið sé að mestu upplýst.

Veðjað á að Jón fari

Mun meiri líkur eru á því að Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fari úr ríkisstjórn fyrir áramót en ekki, eftir því sem veðmálasíðan Betsson segir. Á síðunni er nú hægt að veðja hvort Jón fari eða verði áfram. Stuðullinn er 1,35 á að hann fari en 3 á að hann fari ekki, sem þýðir að á síðunni er gert ráð fyrir að hann fari. Ríkisráðsfundur er jafnan haldinn á Bessastöðum á gamlársdag. Á ríkisráðsfundum eru ráðherrar jafnan skipaðir í embætti og öðrum veitt lausn. Á slíkum fundum eru lög sem samþykkt hafa verið frá Alþingi einnig endurstaðfest.

Gríðarlegar skemmdir á húsinu

Gríðarlegar skemmdir urðu á húsnæðinu við Fagrahjalla í Kópavogi sem kviknaði í í gærkvöld, eins og sést á meðfylgjandi myndskeiði. Fram hefur komið brenndist kona alvarlega í eldinum og liggur hún nú á Landspítalanum. Konan var ein í húsinu þegar eldurinn kom upp. Hann logaði í stofu á eftir hæð og eru eldsupptök rakin til arins sem er þar.

Skattleggja hagnað en lækka skatt á laun

Fjársýsluskattur á lífeyrissjóði verður felldur út úr frumvarpi fjármálaráðherra um ráðstafanir í ríkisfjármálum, bandorminum svokallaða. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar samþykkti umfangsmiklar breytingar á frumvarpinu í gærkvöld. Það verður til umræðu á þingi í dag.

Fikt með úðabrúsa endaði með sprengingu

Karlmaður á þrítugsaldri, hafði næstum farið sér að voða og hlaut fyrsta og annars stigs bruna þegar hann var að fikta með própangas og kveikti í lakkúðabrúsum, sem sprungu og sköpuðu eldhaf.

Enn talsverður kuldi á landinu

Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr frosti víðast hvar á landinu mældist rúmlega 12 stiga frost í Húsafelli og tæplega 12 stiga frost á Hvanneyri í nótt.

Segir skatt vegna skuldamála styrkja lífeyrissjóði

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna.

Með dóp og bjúghníf á jólahlaðborði

Lögreglumenn úr sérsveit ríkislögreglustjóra veittu á laugardagskvöld athygli tveimur karlmönnum sem sátu í stolnum bíl fyrir utan klúbbhús Vítisengla í Hafnarfirði. Mennirnir voru handteknir og samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kvaðst annar þeirra hafa verið á jólahlaðborði sem Vítisenglar stóðu fyrir þá um kvöldið í höfuðstöðvum sínum.

Krydda tómatarækt með hestasýningum

„Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag.

Henti 18 kílóa borði í konu

Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á sextugsaldri fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás.

Pólitíkusar heykjast á samkomulagi

Ekki tókst að ná lagalega bindandi samkomulagi allra þjóða um samdrátt í útblæstri gróðurhúsalofttegunda í Durban. Engu að síður skuldbundu ríki sig til að ná saman um samning sem tæki gildi 2020. Umhverfissinnar hafa áhyggjur af því að það verði of seint. Kýótó-bókunin rennur út á næsta ári.

Jólasveinarnir mæta á safnið

Stekkjarstaur mætti í heimsókn á Þjóðminjasafnið í gærmorgun, en hann er fyrsti jólasveinninn og kom til byggða í fyrrinótt. Fjöldinn allur af börnum tók á móti Stekkjarstaur.

Ofbeldisvarnaráði verði komið á fót

Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun.

Víðtæk áhrif af banni við mismunun kynja

Bann við mismunun kynja við tryggingaútreikninga mun hafa margvísleg neikvæð áhrif á neytendur, tryggingamarkaðinn og samfélagið í heild sinni. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem Evrópusamtök vátryggjenda hafa látið vinna fyrir sig. Samkvæmt skýrslunni, sem unnin var af greiningarfyrirtækinu Oxera og kynnt í síðustu viku, er fyrirséð að breytingin muni valda því að lífeyrisgreiðslur skerðist um fimm prósent, líftryggingariðgjöld kvenna hækki um þrjátíu prósent og iðgjöld bílatrygginga ungra kvenna hækki um ellefu prósent.

Köld excel-skjöl segja ekkert

„Kaldir meðaltalsútreikningar í excel-skjölum segja ekkert til um aðstæður á einstökum stöðum,“ segir bæjarstjórn Grundarfjarðar, sem hvetur Heilbrigðisstofnun Vesturlands til að skera niður í öðru en heilsugæslunnni.

Segja „óraunhæfa“ tillögu vonbrigði

„Tillagan var algjörlega óraunhæf, fól í sér skref aftur á bak frá undanförnum fundum og olli íslenskum stjórnvöldum því miklum vonbrigðum,“ segir Tómas H. Heiðar, aðalsamningamaður Íslendinga í viðræðum um makrílveiðar, um tillögu ESB og Noregs varðandi veiðarnar.

Utanríkisráðherra til Íslands

Dr. Riad Malki, utanríkisráðherra Palestínu, kemur til Íslands á morgun í boði Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra.

Eldsvoði og umferðaróhapp með skömmu millibili

Tveir voru fluttir á spítala í kvöld. Annarsvegar var kona flutt á spítala eftir að eldur kom upp í íbúð í raðhúsi í Fagrahjalla á áttunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang en það tók slökkviliðið aðeins nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins.

Uppljóstrun Alþingis eyðilagði fyrir sérstökum saksóknara

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir úrræði embættisins um að notast við símhleranir hafa eyðilagst eftir að það komst í hámæli í fjölmiðlum. Það var innanríkisráðherra sem upplýsti Gunnar Braga Sveinsson um hleranir embættsins síðasta sumar. Þar kom fram að sérstakur saksóknari notaðist við símhlustun í 72 tilvikum árið 2009. Eftir það gat embættið ekki notast við símhlustun við rannsóknir sínar.

Snjóbrettaslysum fjölgað verulega hér á landi

Snjóbrettaslysum hefur fjölgað hér á landi með auknum vinsældum brettanna. Rifbeinsbrot og áverkar á milta eru á meðal þess sem læknar sjá eftir slík slys. Yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum segir öryggisbúnað hafa bjargað lífum.

Hjálpræðisherinn verður ekki með matarúthlutun

Hjálpræðisherinn í Reykjavík hefur ákveðið að vera ekki með matarúthlutun í ár eins og síðastliðin ár. Ástæðan er bág fjárhagsstaða Hjálpræðishersins. Hjálpræðisherinn verður þó eftir sem áður með jólamat á aðfangadag og fangahjálp auk þess að veita heimilislausum mat á dagsetrinu á Eyjaslóð.

Aðstandendur Skaupsins í vandræðum vegna Gillz

Aðstandendur Áramótaskaupsins íhuga hvort atriði þar sem karakter Egils Einarssonar, eða Gillzenegger, kemur fyrir verði klippt úr næsta Skaupi. Ástæðan er sú staða sem Egill er í eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt átján ára stelpu kynferðisofbeldi. Samkvæmt heimildum Vísis er um nokkur atriði að ræða þar sem karakter Egils kemur fyrir.

Eldur í raðhúsi - kona slösuð

Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent til Kópavogs vegna bruna í raðhúsi. Eldurinn er á annarri hæð hússins en samkvæmt fyrstu upplýsingum slökkviliðsins brenndist kona.

Jólatónleikar Lögreglukórsins í Langholtskirkju

Jólatónleikar Lögreglukórs Reykjavíkur verða haldnir í Langholtskirkju fimmtudagskvöldið 15. desember klukkan 20. Einsöngvari verður Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona, undirleik annast Friðrik Vignir Stefánsson en stjórnandi kórsins er Guðlaugur Viktorsson.

Dýrum vímuefnum skipt út fyrir ódýrari

Verð á vímuefnum hefur farið lækkandi undanfarin tvö ár, samkvæmt verðmælingum sem SÁÁ gerir meðal sjúklinga á Vogi. Þessar verðkannanir hafa verið gerðar mánaðarlega síðan um aldamót og sýna vel verðþróun á þessum markaði. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir vísbendingar um að menn séu að skipta ódýrari vímuefnum út fyrir þau dýrari.

Dæmdur fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot en hann hafði í vörslu sinni 105 kannabisplöntur í ræktun og 150 grömm af kannabislaufum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Auk kannabisafurðanna gerði lögreglan upptæka ræktunarlampa og fleiri áhöld sem notuð eru við framleiðslu kannabis.

Sveppamaður lá nakinn uppi í rúmi

Lögregla var kölluð að íbúðarhúsi á Selfossi aðfaranótt sunnudags vegna gruns um að þar væri maður sem ekki ætti þar að vera. Þegar lögreglumenn komu inn í íbúðina sáu þeir allsnakinn karlmann sem lá sofandi í sófa inni í stofu.

Landflóttaskeiðið orðið það lengsta í sögunni

Landflóttaskeiðið frá hruni er orðið það lengsta svo vitað sé í íslenskri þjóðarsögu, samkvæmt greiningu í tímaritinu Frjálsri verslun. Yfir sex þúsund íslenskir ríkisborgarar hafa farið frá landinu síðustu þrjú ár, umfram aðflutta.

Grafalvarlegt mál ef menn yfirgefa slysavettvang

„Þetta er bara orðin spurningin um miskunnsama Samverjann,“ segir Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarbyggð. Slökkviliðsmenn í Borgarbyggð urðu fyrir því á laugardag að maður tilkynnti bílveltu rétt við brúna við Borgarnes. Hann neitaði hins vegar að stöðva og bar því við að hann væri með börn í bílnum. Neyðarlínan þorði ekki annað en að kalla út tækjabíl ef ske kynni að menn væru fastir í bílnum.

Glæpatíðni langhæst í Eyjum

Vestmannaeyjar eiga met í skráðum lögbrotum á síðasta ári. Miðað við íbúatölu hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt flestum líkamsárásarmálum, fíkniefnabrotum, áfengislagabrotum og brotum gegn valdstjórninni, af öllum umdæmum landsins.

Rafmagn komið á í Eyjum

Allt rafmagn fór af í Vestmannaeyjum um klukkan tuttugu mínútur yfir í níu í morgun og varði það í rúman klukkutíma. Að sögn lögreglunnar í bænum fengust þau svör hjá HS Veitum að um bilun uppi á fastalandinu hafi verið að ræða. Þegar til stóð að gangsetja vararafstöð í bænum bilaði hún og því fór sem fór. Klukkan tuttugu og fimm mínútur í ellefu kom rafmagnið aftur á í bænum.

Skammgóður vermir - kuldaboli kemur aftur

Frostlaust hefur verið víða á landinu í morgun en svo var einnig í flestum byggðum landsins í gær, í fyrsta sinn frá því kuldakastið hófst í lok nóvember. Hitinn hefur sumstaðar skriðið nokkrar gráður yfir núllið.

Ók fram á umferðarslys án þess að stansa

Ökumaður sem keyrði framhjá bíl sem hafði oltið í Borgarnesi á laugardaginn ákvað að keyra framhjá vettvangi án þess að stöðva bílinn og veita aðstoð. Maðurinn hringdi aftur á móti í Neyðarlínuna 112 og tilkynnti slysið.

Rafmagnslaust í Eyjum

Allt rafmagn fór af í Vestmannaeyjum um klukkan tuttugu mínútur yfir í níu í morgun. Að sögn lögreglunnar virðist vera sem öll eyjan sé rafmagnslaus og þar á bæ hafa menn engar upplýsingar um hvað veldur. Hjá HS Veitum fengust einnig þær upplýsingar að verið sé að vinna að viðgerð. Ekki sé hinsvegar ljóst af hverju bilunin stafar.

Ofurölvi ók á bíl á rauðu ljósi

Ofurölvi ökumaður ók aftan á kyrrstæðan bíl sem beið á rauðu ljósi á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar um klukkan níu í gærkvöldi, og skjögraði fótgangandi af vettvangi.

Útkall vegna vatnsleka í Hafnarfirði

Árvökull blaðburðarmaður , sem var að bera út í íbúðahverfi í Hafnarfirði um sex leitið í morgun, sá hvar heitt vatn seytlaði undan þröskuldi á útihurð á einu húsinu.

Ekkert amaði að mönnunum sem fundust í gærkvöldi

Ekkert amaði að mönnunum fjórum, sem björgunarsveitir á Austurlandi leituðu að á Fljótsdalsheiði í gær, þegar þyrla Landhelgisgæslunnar fann þá í skála við Kollumúlavatn um sjö leitið í gærkvköldi.

Um 65% vilja ljúka viðræðum við ESB

Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og setja samning í þjóðaratkvæðagreiðslu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þriðjungur vill draga aðildarumsóknina til baka.

Sprenging í sushi-áti meðal unga fólksins

Íslendingar borða fisk sem aðalrétt að meðaltali tvisvar sinnum í viku samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Matís á neysluvenjum og viðhorfi fólks á aldrinum átján til áttatíu ára til sjávarfangs.

Sjá næstu 50 fréttir