Uppljóstrun Alþingis eyðilagði fyrir sérstökum saksóknara 12. desember 2011 19:38 Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir úrræði embættisins um að notast við símhleranir hafa eyðilagst eftir að það komst í hámæli í fjölmiðlum. Það var innanríkisráðherra sem upplýsti Gunnar Braga Sveinsson um hleranir embættsins síðasta sumar. Þar kom fram að sérstakur saksóknari notaðist við símhlustun í 72 tilvikum árið 2009. Eftir það gat embættið ekki notast við símhlustun við rannsóknir sínar. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Kastljós við Ólaf Þór. Þar var farið yfir víðan völl. Meðal annars var það upplýst að embætti sérstaks saksóknara rannsakar meint peningaþvætti innan bankanna. Þá kom einnig fram að rannsókn sé lokið á um tíu málum og fara þau senn til ákæruvaldsins. Þá er stefnt að því að rannsókn ljúki á þremur stærstu málum embættisins, sem varðar viðskiptabankanna þrjá sem féllu árið 2008. Alls hefur embætti sérstaks saksóknara 182 mál til rannsóknar. Þar af eru um 100 mál tengd hruninu. Öll málin eru nokkuð stór. En meint markaðsmisnotkun föllnu viðskiptabankanna eru langstærst að umfangi. Í einu málinu þurfti embættið að grisja í gegnum fimm milljónir tölvupósta. Þá upplýsti Ólafur Þór að embættið væri búið að fá rannsóknargögn afhent frá Lúxemborg úr fyrri húsleit sinni. Aftur á móti hefur embættið ekki fengið rannsóknargögn í hendurnar úr seinni húsleitinni. Að sögn Ólafs Þórs þá er ekki fyrirséð að embættið fái gögnin í hendurnar fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Og embættið hefur sannarlega ekki setið auðum höndum. Þannig yfirheyrðu starfsmenn sérstaks saksóknara yfir 130 manns á sex dögum í rannsókn á einu máli. Sérstakur saksóknari áætlar að næsta ári verði mjög stórt hjá embættinu. Hann segir embættið þó stefna á að árið 2014 verði flest málin fullrannsökuð og þá fyrst sjái þeir fyrir endann á þessa mikla verki. Aðspurður sagðist Ólafur Þór finna fyrir pólitískum stuðningi. Þá sér hann fyrir sér að embættið, þar sem 90 manns vinna, gæti þurft að auka við sig starfsfólki þegar álagið verður hvað mest. „Það er gríðarlega oft sem manni hefur verið komið á óvart í þessu starfi," sagði Ólafur Þór síðan þegar hann lýsti reynslu sinni sem sérstakur saksóknari, en meðal þess sem kom fram í viðtalinu var að aðilar hefðu reynt að eyða gögnum og jafnvel falsað þau eftirá. Það skiptir þó engu, því Ólafur segist telja að embættið hafi náð öllum þeim gögnum sem það þurfti á að halda. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir úrræði embættisins um að notast við símhleranir hafa eyðilagst eftir að það komst í hámæli í fjölmiðlum. Það var innanríkisráðherra sem upplýsti Gunnar Braga Sveinsson um hleranir embættsins síðasta sumar. Þar kom fram að sérstakur saksóknari notaðist við símhlustun í 72 tilvikum árið 2009. Eftir það gat embættið ekki notast við símhlustun við rannsóknir sínar. Þetta kom meðal annars fram í viðtali Kastljós við Ólaf Þór. Þar var farið yfir víðan völl. Meðal annars var það upplýst að embætti sérstaks saksóknara rannsakar meint peningaþvætti innan bankanna. Þá kom einnig fram að rannsókn sé lokið á um tíu málum og fara þau senn til ákæruvaldsins. Þá er stefnt að því að rannsókn ljúki á þremur stærstu málum embættisins, sem varðar viðskiptabankanna þrjá sem féllu árið 2008. Alls hefur embætti sérstaks saksóknara 182 mál til rannsóknar. Þar af eru um 100 mál tengd hruninu. Öll málin eru nokkuð stór. En meint markaðsmisnotkun föllnu viðskiptabankanna eru langstærst að umfangi. Í einu málinu þurfti embættið að grisja í gegnum fimm milljónir tölvupósta. Þá upplýsti Ólafur Þór að embættið væri búið að fá rannsóknargögn afhent frá Lúxemborg úr fyrri húsleit sinni. Aftur á móti hefur embættið ekki fengið rannsóknargögn í hendurnar úr seinni húsleitinni. Að sögn Ólafs Þórs þá er ekki fyrirséð að embættið fái gögnin í hendurnar fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Og embættið hefur sannarlega ekki setið auðum höndum. Þannig yfirheyrðu starfsmenn sérstaks saksóknara yfir 130 manns á sex dögum í rannsókn á einu máli. Sérstakur saksóknari áætlar að næsta ári verði mjög stórt hjá embættinu. Hann segir embættið þó stefna á að árið 2014 verði flest málin fullrannsökuð og þá fyrst sjái þeir fyrir endann á þessa mikla verki. Aðspurður sagðist Ólafur Þór finna fyrir pólitískum stuðningi. Þá sér hann fyrir sér að embættið, þar sem 90 manns vinna, gæti þurft að auka við sig starfsfólki þegar álagið verður hvað mest. „Það er gríðarlega oft sem manni hefur verið komið á óvart í þessu starfi," sagði Ólafur Þór síðan þegar hann lýsti reynslu sinni sem sérstakur saksóknari, en meðal þess sem kom fram í viðtalinu var að aðilar hefðu reynt að eyða gögnum og jafnvel falsað þau eftirá. Það skiptir þó engu, því Ólafur segist telja að embættið hafi náð öllum þeim gögnum sem það þurfti á að halda.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira