Krydda tómatarækt með hestasýningum 13. desember 2011 05:30 Knútur Rafn Ármann Ræktar á 5.200 fermetrum eftir stækkun. Ferðamenn eru mjög forvitnir um ræktun grænmetis á „sólarlausu“ Íslandi.fréttablaðið/stefán Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Tómatar Þau hjón rækta þrjár tegundir tómata allt árið um kring. Ræktun tómata hefur breyst mikið, því áður var ræktuð ein tegund á Íslandi en nú eru ræktaðar átta tegundir alls.fréttablaðið/stefán „Nýja gróðurhúsið er hugsað fyrir stóraukna tómatarækt en einnig móttöku fyrir ferðamenn,“ segir Knútur Rafn Ármann, garðyrkjubóndi á Friðheimum í Reykholti, sem er að ganga frá nýju 2.200 fermetra gróðurhúsi. Eftir stækkun er rafmagnsnotkun býlisins á við þrjú þúsund manna bæjarfélag. Knútur og eiginkona hans, Helena Hermundardóttir, keyptu Friðheima árið 1995 og sameinuðu þar garðyrkju og hrossabúskap. Upphaflega ræktuðu þau tómata, paprikur og agúrkur en árið 2002 settu þau upp lýsingu og sneru sér eingöngu að tómatarækt, og þá heilsársrækt. Aðalbúgreinin er garðyrkjan en Friðheimar eru í senn hestamiðstöð þar sem þau hjónin stunda hestarækt, halda hestasýningar og sinna reiðkennslu. „Við tókum á móti fimm þúsund gestum í ár til að sjá hestasýninguna okkar. Rúmlega helmingur þeirra skoðar hjá okkur gróðurhúsin. Nú er talað um ferðamannaátak undir merkjum Ísland allt árið og við sjáum fyrir okkur að ferðamenn sem hafa skoðað vatnaauðlindina okkar úti í náttúrunni komi til okkar þar sem matur er framleiddur í Miðjarðarhafsloftslagi. Síðan geta menn sest niður og fengið sér tómatasúpu í notalegheitum á meðan frostið bítur úti,“ segir Knútur, sem framleiðir þrjár tegundir tómata. Hann segir átta tegundir í ræktun á Íslandi, sem sé mikil breyting frá því sem áður var þegar Íslendingar ræktuðu og borðuðu „þessa einu sönnu tegund“. Ræktun þeirra hjóna er vistvæn, gróðurhúsin hituð með jarðhita og lífrænar varnir notaðar gegn meindýrum. Lýsing tryggir að ræktun er möguleg allt árið, sem erlendum gestum þeirra finnst heillandi. Knútur og Helena eru með samninga við ferðaskrifstofur sem færa hópa erlendra ferðamanna heim að dyrum til að njóta hestasýningar. „Sýningin okkar hefur þróast á síðustu fjórum árum og er hugsuð til að kynna sérstöðu íslenska hestsins. Saga hestsins er kynnt og við getum nú sagt fólki þessa sögu á fjórtán tungumálum, þannig að það skiptir okkur litlu máli hvort hópurinn kemur frá Danmörku eða Kína,“ segir Knútur. Spurður um hag garðyrkjubænda segir Knútur það vera stærsta hagsmunamál garðyrkjubænda að fá orku á sanngjarnari taxta. „Við notum orku eins og þrjú þúsund manna bæjarfélag og það er stærsti kostnaðarhlutinn í okkar framleiðslu.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira