Innlent

Enn talsverður kuldi á landinu

Þrátt fyrir að verulega hafi dregið úr frosti víðast hvar á landinu mældist rúmlega 12 stiga frost í Húsafelli og tæplega 12 stiga frost á Hvanneyri í nótt.

Í Þingvallasveit mældist frostið tæp tíu stig á Brúsastöðum, en annarsstaðar var hlýrra  og til dæmis mældist fimm til sex stiga hiti í Skaftafelli og í Öræfum í nótt. Veður á aftur að fara að kólna, samkvæmt spám Veðurstofunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×