Innlent

Aðstandendur Skaupsins í vandræðum vegna Gillz

JHH og GRV skrifar
Egill Einarsson hefur verið kærður fyrir nauðgun.
Egill Einarsson hefur verið kærður fyrir nauðgun.
Aðstandendur Áramótaskaupsins íhuga hvort atriði þar sem karakter Egils Einarssonar, eða Gillzenegger, kemur fyrir verði klippt úr næsta Skaupi. Ástæðan er sú staða sem Egill er í eftir að hann var kærður fyrir nauðgun. Samkvæmt heimildum Vísis er um nokkur atriði að ræða.

Gunnar B. Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins, vildi ekkert tjá sig um málið þegar Vísir ræddi við hann. „Ég tjái mig ekki um efnisatriði Áramótaskaupsins,“ var svar hans þegar hann var inntur eftir viðbrögðum. Rannsókn lögreglu á meintri nauðgun er enn í gangi samkvæmt upplýsingum frá Björgvin Björgvinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×