Innlent

Ók fram á umferðarslys án þess að stansa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er mikilvægt að fólk stöðvi bílinn og aðstoði þegar umferðarslys verða.
Það er mikilvægt að fólk stöðvi bílinn og aðstoði þegar umferðarslys verða.
Ökumaður sem keyrði framhjá bíl sem hafði oltið í Borgarnesi á laugardaginn ákvað að keyra framhjá vettvangi án þess að stöðva bílinn og veita aðstoð. Maðurinn hringdi aftur á móti í Neyðarlínuna 112 og tilkynnti slysið.

Samkvæmt upplýsingum frá Einari Magnúsi Magnússyni hjá Umferðarstofu bar maðurinn því við að hann hefði verið með börn í bíl sínum og þess vegna ekki treyst sér til þess að stoppa. Þegar slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn vildu upplýsingar um aðstæður og fjölda slasaðra voru þær ekki tiltækar vegna þess að maðurinn var farinn af vettvangi.

Einar Magnús segir það færast í aukana að fólk yfirgefi slysavettvang. Hann segir að málið sé grafalvarlegt enda hvíli lagaskylda á fólki að veita aðstoð í aðstæðum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×