Glæpatíðni langhæst í Eyjum 12. desember 2011 11:00 Mynd/Óskar Friðriksson Vestmannaeyjar eiga met í skráðum lögbrotum á síðasta ári. Miðað við íbúatölu hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt flestum líkamsárásarmálum, fíkniefnabrotum, áfengislagabrotum og brotum gegn valdstjórninni, af öllum umdæmum landsins. Þá eru Eyjar með næstmesta fjölda kynferðisbrota, eignaspjalla og skjalafölsunarbrota. Fjöldi umferðarlagabrota í Eyjum er þó með því lægsta sem gerist. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. Í skýrslunni segir að líkt og árið 2009 hafi flest brot verið skráð í Vestmannaeyjum, eða 276 á hverja 10.000 íbúa, sem er fjölgun úr 230. Tilteknir atburðir, svo sem bæjarhátíðir og samkomur um verslunarmannahelgar, geti haft áhrif á fjölda brota. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir Þjóðhátíð vissulega eiga hlut að máli, en hún skýri þó ekki allt. „Við erum alltaf efstir og höfum verið alveg frá því ég man," segir hann. „Ég veit ekki af hverju. Þetta ætti að vera jafnmikið annars staðar, en svo er það nú ekki. Þetta hefur alltaf verið svona, við erum langt fyrir ofan alla aðra." Yfir 60 ákærur hafa verið lagðar fram í Vestmannaeyjum á þessu ári, flestar vegna líkamsárása, fíkniefnabrota og kynferðisbrota. Einnig hefur akstur undir áhrifum fíkniefna aukist gríðarlega síðustu ár. „Fíkniefnabrotin eru flest yfir Þjóðhátíð en líkamsárásir eru jafnt yfir árið. Kynferðisbrotin sem hafa verið hér voru alvarleg og ljót, og það er agalegt," segir sýslumaðurinn. Karl Gauti segir að auk Þjóðhátíðar geti sífelldur ferðamannastraumur og verbúðarvinna útskýrt háa brotatíðni í bæjarfélaginu. „Hér er mikið af aðkomufólki við vinnu sem er einsamalt og laust við. Þá eru margar áhafnir á sjó sem koma hér í land," segir hann og bætir við að Vestmannaeyjabær sé vinsæll skemmtanastaður, ólíkt öðrum bæjum nálægt Reykjavík. „Þetta er öðruvísi samsetning á samfélagi en víða annars staðar," segir hann. - sv Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Vestmannaeyjar eiga met í skráðum lögbrotum á síðasta ári. Miðað við íbúatölu hefur lögreglan í Vestmannaeyjum sinnt flestum líkamsárásarmálum, fíkniefnabrotum, áfengislagabrotum og brotum gegn valdstjórninni, af öllum umdæmum landsins. Þá eru Eyjar með næstmesta fjölda kynferðisbrota, eignaspjalla og skjalafölsunarbrota. Fjöldi umferðarlagabrota í Eyjum er þó með því lægsta sem gerist. Þetta kemur fram í afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir síðasta ár. Í skýrslunni segir að líkt og árið 2009 hafi flest brot verið skráð í Vestmannaeyjum, eða 276 á hverja 10.000 íbúa, sem er fjölgun úr 230. Tilteknir atburðir, svo sem bæjarhátíðir og samkomur um verslunarmannahelgar, geti haft áhrif á fjölda brota. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir Þjóðhátíð vissulega eiga hlut að máli, en hún skýri þó ekki allt. „Við erum alltaf efstir og höfum verið alveg frá því ég man," segir hann. „Ég veit ekki af hverju. Þetta ætti að vera jafnmikið annars staðar, en svo er það nú ekki. Þetta hefur alltaf verið svona, við erum langt fyrir ofan alla aðra." Yfir 60 ákærur hafa verið lagðar fram í Vestmannaeyjum á þessu ári, flestar vegna líkamsárása, fíkniefnabrota og kynferðisbrota. Einnig hefur akstur undir áhrifum fíkniefna aukist gríðarlega síðustu ár. „Fíkniefnabrotin eru flest yfir Þjóðhátíð en líkamsárásir eru jafnt yfir árið. Kynferðisbrotin sem hafa verið hér voru alvarleg og ljót, og það er agalegt," segir sýslumaðurinn. Karl Gauti segir að auk Þjóðhátíðar geti sífelldur ferðamannastraumur og verbúðarvinna útskýrt háa brotatíðni í bæjarfélaginu. „Hér er mikið af aðkomufólki við vinnu sem er einsamalt og laust við. Þá eru margar áhafnir á sjó sem koma hér í land," segir hann og bætir við að Vestmannaeyjabær sé vinsæll skemmtanastaður, ólíkt öðrum bæjum nálægt Reykjavík. „Þetta er öðruvísi samsetning á samfélagi en víða annars staðar," segir hann. - sv
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira