Innlent

Útkall vegna vatnsleka í Hafnarfirði

Árvökull blaðburðarmaður , sem var að bera út í íbúðahverfi  í Hafnarfirði um sex leitið í morgun, sá hvar heitt vatn seytlaði undan þröskuldi á útihurð á einu húsinu.

Hann vakti íbúana sem kölluðu á slökkvilið og mætti það með dælur á vettvang. Þá höfðu íbúarnir náð að skrúfa fyrir rennsli inn í húsið. Slökkviliðsmenn dældu vatninu út, en ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í húsinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×