Innlent

Eldsvoði og umferðaróhapp með skömmu millibili

Frá slysstað í kvöld.
Frá slysstað í kvöld. Mynd/Frikki
Tveir voru fluttir á spítala í kvöld. Annarsvegar var kona flutt á spítala eftir að eldur kom upp í íbúð í raðhúsi í Fagrahjalla á áttunda tímanum í kvöld. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang en það tók slökkviliðið aðeins nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins.

Konan brenndist nokkuð og var því flutt á spítala. Aðrir íbúar voru ómeiddir. Það er ljóst að mikið tjón varð af eldinum. Slökkviliðið reykræsti íbúðina eftir að þeir höfðu ráðið niðurlögum eldsins. Ekki er vitað um eldsupptök.

Það var um það leyti sem slökkviliðið var að ljúka störfum sem þeir fengu aðra tilkynningu. Nú um umferðaróhapp, einnig í Kópavoginum. Ökumaður skrikaði í hálku nærri Smáralind með þeim afleiðingum að hann ók á ljósastaur og bifreiðin valt í kjölfarið. Ökumaðurinn var einn í bílnum og var ekki illa slasaður samkvæmt fyrstu upplýsingum sem slökkviliðið hafði undir höndum.

Manninum var ekið á spítala til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×