46 þúsund felldar niður - verðtryggingin hækkaði um 800 þúsund Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 12. desember 2011 19:00 Lítil fjölskylda í blokkaríbúð í Reykjavík fékk fyrir skömmu lækkun á láni frá Íbúðalánasjóði - lánið var lækkað um 46 þúsund krónur. Á sama tíma hækkaði verðtryggingin lánið um 800 þúsund krónur. Fjölskyldan býr í tæplega sjötíu fermetra blokkaríbúð. Þau eru með lán frá Íbúðalánasjóði - og að auki lán sem hvílir með veði á húsnæði ættingja. Raunverulega er yfirveðsetning þeirra því ríflega 120 prósent. Lánsveð eru, sem kunnugt er, ekki metin til skulda í 110 prósenta leiðinni - en í sumar ákváðu þau að sækja um lækkun á láninu frá Íbúðalánasjóði - samkvæmt 110% leiðinni. Þetta tímabundna úrræði miðaðist ævinlega við stöðu lánsins eins og hún var um síðustu áramót, og á nýársdag þessa árs stóð lánið hjá þeim í 19,3 milljónum króna. Að sögn skuldarans tók umsóknarferlið ríflega fjóra mánuði. Fasteignasalar mátu íbúðina á 17,5 milljónir króna. Samkvæmt 110% leiðinni gátu þau þá fengið leiðréttingu á skuld umfram 19 milljónir og 250 þúsund. Og niðurstaða Íbúðalánasjóðs kom núna í nóvember. Svigrúmið til að lækka lánið reyndist röskar 53 þúsund krónur - að vísu var það ekki alveg svo gott - því fjölskyldan á 7396 krónur í smábílnum sínum og þar sem eignir koma til frádráttar í 110% leiðinni lækkaði afslátturinn um þessar rúmar sjö þúsund. Sem sé, eftir fjögurra til fimm mánaða ferli hjá Íbúðalánasjóði og aðkomu fjölda starfsmanna var lán fjölskyldunnar leiðrétt um 46.212 krónur. Og á þessum ellefu mánuðum sem liðnir eru frá áramótastöðu lánsins, hefur það hækkað um ríflega sautján sinnum þá upphæð eða röskar átta hundruð þúsund krónur. „Almennt séð þá hafa lánþegar fengið tvær milljónir í niðurfellingu, þó þessi fjölskylda hafi fengið lítið fellt niður í þessu tilviki," segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Lítil fjölskylda í blokkaríbúð í Reykjavík fékk fyrir skömmu lækkun á láni frá Íbúðalánasjóði - lánið var lækkað um 46 þúsund krónur. Á sama tíma hækkaði verðtryggingin lánið um 800 þúsund krónur. Fjölskyldan býr í tæplega sjötíu fermetra blokkaríbúð. Þau eru með lán frá Íbúðalánasjóði - og að auki lán sem hvílir með veði á húsnæði ættingja. Raunverulega er yfirveðsetning þeirra því ríflega 120 prósent. Lánsveð eru, sem kunnugt er, ekki metin til skulda í 110 prósenta leiðinni - en í sumar ákváðu þau að sækja um lækkun á láninu frá Íbúðalánasjóði - samkvæmt 110% leiðinni. Þetta tímabundna úrræði miðaðist ævinlega við stöðu lánsins eins og hún var um síðustu áramót, og á nýársdag þessa árs stóð lánið hjá þeim í 19,3 milljónum króna. Að sögn skuldarans tók umsóknarferlið ríflega fjóra mánuði. Fasteignasalar mátu íbúðina á 17,5 milljónir króna. Samkvæmt 110% leiðinni gátu þau þá fengið leiðréttingu á skuld umfram 19 milljónir og 250 þúsund. Og niðurstaða Íbúðalánasjóðs kom núna í nóvember. Svigrúmið til að lækka lánið reyndist röskar 53 þúsund krónur - að vísu var það ekki alveg svo gott - því fjölskyldan á 7396 krónur í smábílnum sínum og þar sem eignir koma til frádráttar í 110% leiðinni lækkaði afslátturinn um þessar rúmar sjö þúsund. Sem sé, eftir fjögurra til fimm mánaða ferli hjá Íbúðalánasjóði og aðkomu fjölda starfsmanna var lán fjölskyldunnar leiðrétt um 46.212 krónur. Og á þessum ellefu mánuðum sem liðnir eru frá áramótastöðu lánsins, hefur það hækkað um ríflega sautján sinnum þá upphæð eða röskar átta hundruð þúsund krónur. „Almennt séð þá hafa lánþegar fengið tvær milljónir í niðurfellingu, þó þessi fjölskylda hafi fengið lítið fellt niður í þessu tilviki," segir Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira