Innlent

Dæmdur fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag mann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot en hann hafði í vörslu sinni 105 kannabisplöntur í ræktun og 150 grömm af kannabislaufum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi. Auk kannabisafurðanna gerði lögreglan upptæka ræktunarlampa og fleiri áhöld sem notuð eru við framleiðslu kannabis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×