Innlent

Björgunarsveit aðstoðaði fólk í þremur bílum

Björgunarsveitarmenn frá Grindavík aðstoðuðu í nótt fólk í þremur föstum bílum á Suðurstrandarvegi og Krísavíkurvegi. erlendir ferðamenn voru í tveimur bílanna.

Leiðangurinn gekk vel og varð ferðafólkinu ekki meint af. Suðurstrandarvegur er ófær og ruðningur á honum er ekki kominn inn á áætlun Vegagerðarinnar þar sem lokið var við lagningu vegarins í haust, ári á undan áætlun. Skilti vara vegfarendur við að þeir aki veginn á eigin ábyrgð við þessar aðstæður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×