Innlent

Jarðir að komast í eigu útlendinga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir brýnt að bankarnir eigi jarðir og fyrirtæki ekki of lengi.
Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir brýnt að bankarnir eigi jarðir og fyrirtæki ekki of lengi.
Jarðir á Íslandi eru með óbeinum hætti að komast i eigu erlendra kröfuhafa vegna afleiðinga af bankahruninnu. Sumar þeirra eru þegar komnar í eigu bankanna eftir að auðugt fólk keypti þær í góðærinu með lánum en gat ekki staðið skil á greiðslum af þeim. Bankarnir eiga nú mikið af þessum jörðum, en bankarnir sjálfir eru svo aftur í eigu erlendra kröfuhafa.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi þetta mál í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að það sé alveg ljóst að hlutir sem þessir, hvort sem um ræðir fyrirtæki eða jarðir, megi ekki vera of lengi í eigu bankannaþ „Ef bankar þurfa að leysa til sín eignir sem þeir eru með veð í séu þeir ekki eign bankanna nema í mjög takmarkaðan tíma. Bönkunum sé skylt að koma þessu út aftur og þar með verða þeir auðvitað að fara að íslenskum lögum þegar þeir koma þessu út aftur," segir Jón Gunnarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×