Innlent

Lögreglan lýsir aftur eftir leigubílstjóranum

Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um það hver ók fólkinu inn í Kópavog er beðið um að hafa samband við lögregluna.
Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um það hver ók fólkinu inn í Kópavog er beðið um að hafa samband við lögregluna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að leigubílstjóra sem hún þarf að hafa tal af vegna máls sem er til rannsóknar hjá embættinu og varðar meinta nauðgun, sem Egill Einarsson og unnusta hans hafa verið kærð fyrir. Lýst var eftir manninum í gær.

Leigubílstjórinn var að störfum í miðborginni aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember sl. og ók þaðan umræddu fólki, í Kórahverfið í Kópavogi.

Nú er talið sennilegast að fólkið hafi farið í leigubílinn skammt frá pylsuvagninum í Tryggvagötu (Bæjarins bestu).

Lögreglan hvetur leigubílstjórann til að gefa sig fram en vitnisburður hans getur haft mikla þýðingu í umræddu máli.

Þá eru þeir sem kunna að geta veitt upplýsingar um áðurnefndan leigubílstjóra vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.

Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×