Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir grunuðum smyglara

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um gæsluvarðhald yfir manni á sextugsaldri sem grunaður er um aðild að innflutningi á verulegu magni af fíkniefnum. Lögregla fór fram á gæsluvarðhaldið á grundvelli almannahagsmuna og verður hann í varðhaldi til 3. janúar. Maðurinn kærði úrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómurþ .Um 10 kíló af amfetamíni reyndust vera falin í gámi sem kom með skipi í Straumsvíkurhöfn. Við leit í gámnum fundust einnig um 200 grömm af kókaíni, rúmlega 8 þúsund e-töflur og verulegt magn af sterum, bæði í töflu- og vökvaformi. Skipið kom hingað frá Rotterdam í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×