Innlent

Landslið grínista kemur fram á degi rauða nefsins í kvöld

Það verður sannkölluð veisla á Stöð 2 á degi rauða nefsins í kvöld. Frá klukkan 19.30 til miðnættis verður sýnt beint frá skemmtun sem haldin er vegna söfnunarátaks UNICEF á Íslandi handa bágstöddum börnum í um heim allan. Sannkallað landslið íslenskra grínista kemur saman og skemmtir þjóðinni með óborganlegu gríni og hvetur hana um leið til að gerast heimsforeldrar.

Kynnar kvöldsins verða hin óborganlegu Þorsteinn Guðmundsson og Ilmur Kristjánsdóttir. Þau Björn Bragi Arnarson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir úr Týndu kynslóðinni og útvarpsmaðurinn góðkunni Freyr Eyjólfsson standa vaktina í símaveri Vodafone og flytja áhorfendum nýjustu fregnir af söfnuninni.  Útsendingin er einnig aðgengileg hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×